Ungliðar leggjast gegn nafnatillögu Marðar og Kristjáns Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 13:33 Ragna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður UJ, og Arnór Heiðar Benónýsson, núverandi formaður. XS Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Ungt jafnaðarfólk, leggst gegn þeirri tillögu að nafni Samfylkingarinnar verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Tillagan hefur verið lögð fyrir landsfund flokksins sem hefst á föstudag og stendur fram á laugardag. Í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki segir að hreyfingin hafni umræðu síðustu vikna um að nauðsynlegt sé að breyta um nafn Samfylkingarinnar en lýsi þó yfir stuðningi við að sett verði í lög flokksins að merki hans skuli vera rós. Hreyfingin styður hins vegar lagabreytingatillögu þess efnis að lagfæra nafnið örlítið, það er að aftari hluta nafns flokksins verði breytt úr Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. „Það væri einungis minniháttar lagfæring og myndi færa nafnið í takt við tímann.“ Tillaga Marðar og Kristjáns Það eru tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa lagt fram tillögu um nafnabreytinguna. Það eru þeir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður á árunum 1999 til 2016, og Mörður Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013. Haft er eftir Arnóri Heiðari Benónýssyni, forseta UJ, að það séu spennandi tímar í Samfylkingunni. „Við bindum miklar vonir við nýja forystu í flokknum. Og það má geta þess að í fyrsta sinn mun formaður flokksins nú koma úr röðum Ungs jafnaðarfólks,“ segir Arnór og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur þingmanns sem er ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Segir breiða sátt meðal ungs fólks í flokknum Arnór Heiðar segir breið sátt vera meðal ungs fólks í flokknum um að taka upp rós sem merki flokksins. „Við teljum það rakið mál, þetta er einfaldlega alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks um allan heim. Og rósin er nú þegar í merki Ungs jafnaðarfólks. Hins vegar erum við ánægð með nafn Samfylkingarinnar og teljum óþarft að hringla með það. Miðstjórn UJ samþykkti ályktun sem leggst gegn því að nafni flokksins verði kastaða á haugana. En ég hef, ásamt Rögnu Sigurðardóttur fyrrum forseta UJ, lagt fram tillögu um að nafn flokksins verði Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Það er engin kollvörpun heldur frekar lítilsháttar lagfæring og stytting frá því sem nú er,“ segir Arnór Heiðar. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki segir að hreyfingin hafni umræðu síðustu vikna um að nauðsynlegt sé að breyta um nafn Samfylkingarinnar en lýsi þó yfir stuðningi við að sett verði í lög flokksins að merki hans skuli vera rós. Hreyfingin styður hins vegar lagabreytingatillögu þess efnis að lagfæra nafnið örlítið, það er að aftari hluta nafns flokksins verði breytt úr Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. „Það væri einungis minniháttar lagfæring og myndi færa nafnið í takt við tímann.“ Tillaga Marðar og Kristjáns Það eru tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa lagt fram tillögu um nafnabreytinguna. Það eru þeir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður á árunum 1999 til 2016, og Mörður Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013. Haft er eftir Arnóri Heiðari Benónýssyni, forseta UJ, að það séu spennandi tímar í Samfylkingunni. „Við bindum miklar vonir við nýja forystu í flokknum. Og það má geta þess að í fyrsta sinn mun formaður flokksins nú koma úr röðum Ungs jafnaðarfólks,“ segir Arnór og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur þingmanns sem er ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Segir breiða sátt meðal ungs fólks í flokknum Arnór Heiðar segir breið sátt vera meðal ungs fólks í flokknum um að taka upp rós sem merki flokksins. „Við teljum það rakið mál, þetta er einfaldlega alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks um allan heim. Og rósin er nú þegar í merki Ungs jafnaðarfólks. Hins vegar erum við ánægð með nafn Samfylkingarinnar og teljum óþarft að hringla með það. Miðstjórn UJ samþykkti ályktun sem leggst gegn því að nafni flokksins verði kastaða á haugana. En ég hef, ásamt Rögnu Sigurðardóttur fyrrum forseta UJ, lagt fram tillögu um að nafn flokksins verði Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Það er engin kollvörpun heldur frekar lítilsháttar lagfæring og stytting frá því sem nú er,“ segir Arnór Heiðar.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28