Ungliðar leggjast gegn nafnatillögu Marðar og Kristjáns Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 13:33 Ragna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður UJ, og Arnór Heiðar Benónýsson, núverandi formaður. XS Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Ungt jafnaðarfólk, leggst gegn þeirri tillögu að nafni Samfylkingarinnar verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Tillagan hefur verið lögð fyrir landsfund flokksins sem hefst á föstudag og stendur fram á laugardag. Í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki segir að hreyfingin hafni umræðu síðustu vikna um að nauðsynlegt sé að breyta um nafn Samfylkingarinnar en lýsi þó yfir stuðningi við að sett verði í lög flokksins að merki hans skuli vera rós. Hreyfingin styður hins vegar lagabreytingatillögu þess efnis að lagfæra nafnið örlítið, það er að aftari hluta nafns flokksins verði breytt úr Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. „Það væri einungis minniháttar lagfæring og myndi færa nafnið í takt við tímann.“ Tillaga Marðar og Kristjáns Það eru tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa lagt fram tillögu um nafnabreytinguna. Það eru þeir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður á árunum 1999 til 2016, og Mörður Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013. Haft er eftir Arnóri Heiðari Benónýssyni, forseta UJ, að það séu spennandi tímar í Samfylkingunni. „Við bindum miklar vonir við nýja forystu í flokknum. Og það má geta þess að í fyrsta sinn mun formaður flokksins nú koma úr röðum Ungs jafnaðarfólks,“ segir Arnór og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur þingmanns sem er ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Segir breiða sátt meðal ungs fólks í flokknum Arnór Heiðar segir breið sátt vera meðal ungs fólks í flokknum um að taka upp rós sem merki flokksins. „Við teljum það rakið mál, þetta er einfaldlega alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks um allan heim. Og rósin er nú þegar í merki Ungs jafnaðarfólks. Hins vegar erum við ánægð með nafn Samfylkingarinnar og teljum óþarft að hringla með það. Miðstjórn UJ samþykkti ályktun sem leggst gegn því að nafni flokksins verði kastaða á haugana. En ég hef, ásamt Rögnu Sigurðardóttur fyrrum forseta UJ, lagt fram tillögu um að nafn flokksins verði Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Það er engin kollvörpun heldur frekar lítilsháttar lagfæring og stytting frá því sem nú er,“ segir Arnór Heiðar. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki segir að hreyfingin hafni umræðu síðustu vikna um að nauðsynlegt sé að breyta um nafn Samfylkingarinnar en lýsi þó yfir stuðningi við að sett verði í lög flokksins að merki hans skuli vera rós. Hreyfingin styður hins vegar lagabreytingatillögu þess efnis að lagfæra nafnið örlítið, það er að aftari hluta nafns flokksins verði breytt úr Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. „Það væri einungis minniháttar lagfæring og myndi færa nafnið í takt við tímann.“ Tillaga Marðar og Kristjáns Það eru tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa lagt fram tillögu um nafnabreytinguna. Það eru þeir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður á árunum 1999 til 2016, og Mörður Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013. Haft er eftir Arnóri Heiðari Benónýssyni, forseta UJ, að það séu spennandi tímar í Samfylkingunni. „Við bindum miklar vonir við nýja forystu í flokknum. Og það má geta þess að í fyrsta sinn mun formaður flokksins nú koma úr röðum Ungs jafnaðarfólks,“ segir Arnór og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur þingmanns sem er ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Segir breiða sátt meðal ungs fólks í flokknum Arnór Heiðar segir breið sátt vera meðal ungs fólks í flokknum um að taka upp rós sem merki flokksins. „Við teljum það rakið mál, þetta er einfaldlega alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks um allan heim. Og rósin er nú þegar í merki Ungs jafnaðarfólks. Hins vegar erum við ánægð með nafn Samfylkingarinnar og teljum óþarft að hringla með það. Miðstjórn UJ samþykkti ályktun sem leggst gegn því að nafni flokksins verði kastaða á haugana. En ég hef, ásamt Rögnu Sigurðardóttur fyrrum forseta UJ, lagt fram tillögu um að nafn flokksins verði Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Það er engin kollvörpun heldur frekar lítilsháttar lagfæring og stytting frá því sem nú er,“ segir Arnór Heiðar.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28