Hæstiréttur tekur banaslys í Plastgerðarmálinu til meðferðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 20:13 Fyrir Landsrétti byggðu yfirmennirnir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Yfirmennirnir áfrýjuðu dómi Landsréttar til Hæstaréttar sem fallist hefur á að taka málið til efnismeðferðar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem lést þegar hann klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og lést. Landsréttur taldi ljóst að yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið aftengdur. Það væri alvarlegt brot út af fyrir sig að halda áfram að nota vélina, þrátt fyrir að búnaðurinn væri aftengdur. Enn fremur hafi yfirmönnunum borið skylda að gefa þriðja yfirmanninum, sem dæmdur var í héraðsdómi en áfrýjaði ekki dóminum, fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Yfirmennirnir tveir áfrýjuðu dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Í Landsrétti voru þeir dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár, fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi. Annar yfirmanna vísar til þess í málskotsbeiðni að takmörkuð dómaframkvæmd sé fyrir hendi um refsivert gáleysi framkvæmdastjóra fyrirtækja. Dómur Landsréttar sé í andstöðu við fyrri fordæmi Hæstaréttar sem lúti að gáleysi framkvæmdastjóra. Hann telur einnig að málið hafi verulega þýðingu þegar komi að skýringum á réttarreglum um hlutdeild. Hinn yfirmaðurinn segir málið fordæmisgefandi enda hafi hann verið í lögbundnu orlofi frá störfum. Ekki hafi reynt á slíka refsiábyrgð hér á landi, og meta skuli skyldur starfsmanna hlutlægt, ólíkt því sem Landsréttur hafi gert. Málið hafi einnig þýðingu þegar komi að skýringum á reglum um hlutdeild. Báðir telja þeir dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Eins og fyrr segir telur Hæstiréttur að málið kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Dómurinn hefur því fallist á að taka málið til efnismeðferðar. Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem lést þegar hann klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og lést. Landsréttur taldi ljóst að yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið aftengdur. Það væri alvarlegt brot út af fyrir sig að halda áfram að nota vélina, þrátt fyrir að búnaðurinn væri aftengdur. Enn fremur hafi yfirmönnunum borið skylda að gefa þriðja yfirmanninum, sem dæmdur var í héraðsdómi en áfrýjaði ekki dóminum, fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Yfirmennirnir tveir áfrýjuðu dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Í Landsrétti voru þeir dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár, fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi. Annar yfirmanna vísar til þess í málskotsbeiðni að takmörkuð dómaframkvæmd sé fyrir hendi um refsivert gáleysi framkvæmdastjóra fyrirtækja. Dómur Landsréttar sé í andstöðu við fyrri fordæmi Hæstaréttar sem lúti að gáleysi framkvæmdastjóra. Hann telur einnig að málið hafi verulega þýðingu þegar komi að skýringum á réttarreglum um hlutdeild. Hinn yfirmaðurinn segir málið fordæmisgefandi enda hafi hann verið í lögbundnu orlofi frá störfum. Ekki hafi reynt á slíka refsiábyrgð hér á landi, og meta skuli skyldur starfsmanna hlutlægt, ólíkt því sem Landsréttur hafi gert. Málið hafi einnig þýðingu þegar komi að skýringum á reglum um hlutdeild. Báðir telja þeir dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Eins og fyrr segir telur Hæstiréttur að málið kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Dómurinn hefur því fallist á að taka málið til efnismeðferðar.
Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56
Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29