Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 10:25 Andleg heilsa Kanye West hefur verið á milli tannanna á fólki lengi. Hann hefur brennt margar brýr að baki sér með undarlegum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að undanförnu. Vísir/EPA Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. West og Adidas hafa átt í samstarfi um svonefnda Yeezy-fatalínu rapparans. Samstarfið hefur súrnað verulega undanfarin misseri. West sakaði fyrirtækið um að standa ekki við samninga og um að stela hönnun hans. Ekki tók betra við þegar West byrjaði að ausa svívirðingum yfir gyðinga á samfélagsmiðlum. Twitter- og Instagram-reikningar hans liggja nú niðri vegna brota hans á notendaskilmálum þeirra. Adidas hefur legið undir þrýstingi um að fjarlægja sig West. Bloomberg-fréttastofan segir að Adidas muni mögulega kynna ákvörðun sína um að slíta samstarfinu strax í dag. Fyrirtækið hefur haft samstarfið við West til skoðunar eftir að ekki tókst að leysa málið á bak við tjöldin fyrr í þessum mánuði. Áður hafa fatarisinn Gap og tískuhúsið Balenciaga slitið samstarfi við West. Reuters-fréttastofan segir að Yeezy-vörulínan skapi um einn og hálfan milljarð evra í tekjur fyrir Adidas, jafnvirði hátt í 215 milljarða íslenskra króna. Það sé um sjö prósent af heildartekjum fyrirtækisins. Uppfært 12:10 Adidas tilkynnti formlega að fyrirtækið hefði slitið samstarfi við West. Í yfirlýsingu fyrirtækisins sagði það að það umbæri hvorki gyðingahatur né annars konar hatursorðræðu. „Nýleg ummæli og gjörðir Yes hafa verið óásættanleg, andstyggileg og hættuleg og þau stangast á við gildi fyrirtækisins um fjölbreytni, gagnkvæma virðingu og sanngirni,“ sagði í yfirlýsingunni. Bandaríkin Tíska og hönnun Mál Kanye West Tengdar fréttir Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
West og Adidas hafa átt í samstarfi um svonefnda Yeezy-fatalínu rapparans. Samstarfið hefur súrnað verulega undanfarin misseri. West sakaði fyrirtækið um að standa ekki við samninga og um að stela hönnun hans. Ekki tók betra við þegar West byrjaði að ausa svívirðingum yfir gyðinga á samfélagsmiðlum. Twitter- og Instagram-reikningar hans liggja nú niðri vegna brota hans á notendaskilmálum þeirra. Adidas hefur legið undir þrýstingi um að fjarlægja sig West. Bloomberg-fréttastofan segir að Adidas muni mögulega kynna ákvörðun sína um að slíta samstarfinu strax í dag. Fyrirtækið hefur haft samstarfið við West til skoðunar eftir að ekki tókst að leysa málið á bak við tjöldin fyrr í þessum mánuði. Áður hafa fatarisinn Gap og tískuhúsið Balenciaga slitið samstarfi við West. Reuters-fréttastofan segir að Yeezy-vörulínan skapi um einn og hálfan milljarð evra í tekjur fyrir Adidas, jafnvirði hátt í 215 milljarða íslenskra króna. Það sé um sjö prósent af heildartekjum fyrirtækisins. Uppfært 12:10 Adidas tilkynnti formlega að fyrirtækið hefði slitið samstarfi við West. Í yfirlýsingu fyrirtækisins sagði það að það umbæri hvorki gyðingahatur né annars konar hatursorðræðu. „Nýleg ummæli og gjörðir Yes hafa verið óásættanleg, andstyggileg og hættuleg og þau stangast á við gildi fyrirtækisins um fjölbreytni, gagnkvæma virðingu og sanngirni,“ sagði í yfirlýsingunni.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mál Kanye West Tengdar fréttir Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58
Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58