Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 10:25 Andleg heilsa Kanye West hefur verið á milli tannanna á fólki lengi. Hann hefur brennt margar brýr að baki sér með undarlegum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að undanförnu. Vísir/EPA Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. West og Adidas hafa átt í samstarfi um svonefnda Yeezy-fatalínu rapparans. Samstarfið hefur súrnað verulega undanfarin misseri. West sakaði fyrirtækið um að standa ekki við samninga og um að stela hönnun hans. Ekki tók betra við þegar West byrjaði að ausa svívirðingum yfir gyðinga á samfélagsmiðlum. Twitter- og Instagram-reikningar hans liggja nú niðri vegna brota hans á notendaskilmálum þeirra. Adidas hefur legið undir þrýstingi um að fjarlægja sig West. Bloomberg-fréttastofan segir að Adidas muni mögulega kynna ákvörðun sína um að slíta samstarfinu strax í dag. Fyrirtækið hefur haft samstarfið við West til skoðunar eftir að ekki tókst að leysa málið á bak við tjöldin fyrr í þessum mánuði. Áður hafa fatarisinn Gap og tískuhúsið Balenciaga slitið samstarfi við West. Reuters-fréttastofan segir að Yeezy-vörulínan skapi um einn og hálfan milljarð evra í tekjur fyrir Adidas, jafnvirði hátt í 215 milljarða íslenskra króna. Það sé um sjö prósent af heildartekjum fyrirtækisins. Uppfært 12:10 Adidas tilkynnti formlega að fyrirtækið hefði slitið samstarfi við West. Í yfirlýsingu fyrirtækisins sagði það að það umbæri hvorki gyðingahatur né annars konar hatursorðræðu. „Nýleg ummæli og gjörðir Yes hafa verið óásættanleg, andstyggileg og hættuleg og þau stangast á við gildi fyrirtækisins um fjölbreytni, gagnkvæma virðingu og sanngirni,“ sagði í yfirlýsingunni. Bandaríkin Tíska og hönnun Mál Kanye West Tengdar fréttir Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
West og Adidas hafa átt í samstarfi um svonefnda Yeezy-fatalínu rapparans. Samstarfið hefur súrnað verulega undanfarin misseri. West sakaði fyrirtækið um að standa ekki við samninga og um að stela hönnun hans. Ekki tók betra við þegar West byrjaði að ausa svívirðingum yfir gyðinga á samfélagsmiðlum. Twitter- og Instagram-reikningar hans liggja nú niðri vegna brota hans á notendaskilmálum þeirra. Adidas hefur legið undir þrýstingi um að fjarlægja sig West. Bloomberg-fréttastofan segir að Adidas muni mögulega kynna ákvörðun sína um að slíta samstarfinu strax í dag. Fyrirtækið hefur haft samstarfið við West til skoðunar eftir að ekki tókst að leysa málið á bak við tjöldin fyrr í þessum mánuði. Áður hafa fatarisinn Gap og tískuhúsið Balenciaga slitið samstarfi við West. Reuters-fréttastofan segir að Yeezy-vörulínan skapi um einn og hálfan milljarð evra í tekjur fyrir Adidas, jafnvirði hátt í 215 milljarða íslenskra króna. Það sé um sjö prósent af heildartekjum fyrirtækisins. Uppfært 12:10 Adidas tilkynnti formlega að fyrirtækið hefði slitið samstarfi við West. Í yfirlýsingu fyrirtækisins sagði það að það umbæri hvorki gyðingahatur né annars konar hatursorðræðu. „Nýleg ummæli og gjörðir Yes hafa verið óásættanleg, andstyggileg og hættuleg og þau stangast á við gildi fyrirtækisins um fjölbreytni, gagnkvæma virðingu og sanngirni,“ sagði í yfirlýsingunni.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mál Kanye West Tengdar fréttir Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58
Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58