James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ Elísabet Hanna skrifar 25. október 2022 12:30 James Corden ræddi stóra Balthazar málið í beinni. Getty/Dave J Hogan „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. Fór bresku leiðina Corden ræddi í þættinum um það sem fór í gegn um huga hans þegar málið fór á flug. „Á þeim tíma íhugaði ég að tísta um það eða ræða það á Instagram," sagði hann. Í glensi hafi hann þó valið að taka bresku afstöðuna til málsins með möntrurnar „Vertu rólegur og haltu áfram“ og „Aldrei kvarta, aldrei útskýra“ að leiðarljósi. Pabbi hans hafi þó bent sér á að hann hafi kvartað og þurfi því nú að útskýra mál sitt. Að sögn Corden hafi vinir ásamt eiginkonum snætt á Balthazar, sem væri einn af uppáhalds veitingastöðum hans. Hann sagði að hann myndi borða þar daglega, að því gefnu að hann væri velkominn. „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð,“ sagði hann áður en hann útskýrði málið frekar fyrir áhorfendum þáttarins. Eiginkonan með ofnæmi Julia Carey, eiginkona hans, er með ofnæmi sem hann segir þau hafa greint frá þegar maturinn var pantaður. James segir eiginkonuna endurtekið hafa fengið mat sem innihélt það sem hún má ekki borða. Í hita leiksins segist hann hafa komið með kaldhæðnislegt og dónalegt skot um hvort að hann ætti að elda matinn sjálfur. Hann segist vita að þjónastarfið sé krefjandi og minnist þess að hafa sjálfur starfað við það áður fyrr. Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan: Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 18. október 2022 11:22 Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Fór bresku leiðina Corden ræddi í þættinum um það sem fór í gegn um huga hans þegar málið fór á flug. „Á þeim tíma íhugaði ég að tísta um það eða ræða það á Instagram," sagði hann. Í glensi hafi hann þó valið að taka bresku afstöðuna til málsins með möntrurnar „Vertu rólegur og haltu áfram“ og „Aldrei kvarta, aldrei útskýra“ að leiðarljósi. Pabbi hans hafi þó bent sér á að hann hafi kvartað og þurfi því nú að útskýra mál sitt. Að sögn Corden hafi vinir ásamt eiginkonum snætt á Balthazar, sem væri einn af uppáhalds veitingastöðum hans. Hann sagði að hann myndi borða þar daglega, að því gefnu að hann væri velkominn. „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð,“ sagði hann áður en hann útskýrði málið frekar fyrir áhorfendum þáttarins. Eiginkonan með ofnæmi Julia Carey, eiginkona hans, er með ofnæmi sem hann segir þau hafa greint frá þegar maturinn var pantaður. James segir eiginkonuna endurtekið hafa fengið mat sem innihélt það sem hún má ekki borða. Í hita leiksins segist hann hafa komið með kaldhæðnislegt og dónalegt skot um hvort að hann ætti að elda matinn sjálfur. Hann segist vita að þjónastarfið sé krefjandi og minnist þess að hafa sjálfur starfað við það áður fyrr. Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan:
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 18. október 2022 11:22 Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 18. október 2022 11:22
Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49