Erlent

Rússar búa sig undir árás á Kherson

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rússneskir hermenn í Úkraínu.
Rússneskir hermenn í Úkraínu. Getty

Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns.

Borgin Kherson er stærsta borgin sem Rússar hafa enn á valdi sínu en rússneskar hersveitir hafa hörfað síðustu vikur og eiga á hættu að verða innlyksa á bökkum árinnar Dniepro.

Leppstjórn Rússa í Kherson hefur síðustu daga verið að flytja almenna borgara yfir ánna í austurátt en einn af ráðgjöfum Vólódómír Selenskís Úkraínuforseta segir í samtali við Guardian að ekkert bendi til þess að rússneskir hermenn ætli sér að yfirgefa borgina; ljóst sé að herinn sé að koma sér fyrir í varnarstöðu og undirbúa sig undir árás Úkraínuhers.

Eldflaugaárásir Rússa hafa síðan haldið áfram á almenna borgara og létust tveir í nótt í borginni Dnipro sem er fjórða stærsta borg Úkraínu. Á meðal hinna látnu var ólétt kona og þrír munu hafa særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×