Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 09:00 Stjörnurnar í PSG voru í stuði gegn Maccabi Haifa í gærkvöld. Getty/Jean Catuffe Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar fóru á kostum þegar PSG vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í París í gær og Kai Havertz skoraði sannkallað perlumark í dýrmætum 2-1 sigri Chelsea gegn Salzburg. Nú hafa Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Dortmund, PSG og Benfica öll tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin, þó að ein umferð sé eftir í þeirra riðlum. Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri PSG í gær, og Mbappé skoraði einnig tvö og lagði upp eitt gegn ráðalausum gestunum. Klippa: PSG - Maccabi Haifa Draumur Juventus um að komast upp úr sínum riðli fjaraði út í Portúgal þar sem Benfica vann 4-3 sigur. Juventus gaf sér von með mörkum fra Arkadiusz Milik og Weston McKennie þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Juventus er því komið í baráttu við Maccabi um 3. sæti riðilsins, sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Klippa: Benfica - Juventus Þrír Íslendingar komu við sögu í leik FC Kaupmannahafnar gegn Sevilla á Spáni en danska liðinu mistókst enn á ný að skora og tapaði leiknum 3-0. Klippa: Sevilla - FCK Í hinum leiknum í G-riðli tryggðu Manchester City og Dortmund sér tvö efstu sætin með markalausu jafntefli. Dortmund fékk þó dauðafæri til að komast yfir og Riyad Mahrez fékk svo víti fyrir City sem var varið. Klippa: Dortmund - Man. City Í E-riðli er fram undan úrslitaleikur á milli Salzburg og AC Milan um að fylgja Chelsea upp úr riðlinum. Mateo Kovacic og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigrinum í Austurríki í gær og var mark Havertz sérstaklega glæsilegt, eins og fyrr segir. Klippa: Salzburg - Chelsea AC Milan vann Dinamo Zagreb á útivelli, 4-0. Rafael Leao stal senunni með marki eftir magnaðan sprett, auk þess að leggja upp annað, í leik sem Robert Ljubicic vill gleyma sem fyrst en hann fékk dæmt á sig víti og skoraði sjálfsmark. Klippa: Zagreb - Milan Í F-riðli mætast Shaktar Donetsk og RB Leipzig í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í 16-liða úrslitum. Real Madrid gæti enn misst toppsætið eftir að hafa tapað 3-2 gegn Leipzig í gærkvöld. Klippa: Leipzig - Real Madrid Celtic og Shaktar gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og þar með er ljóst að Celtic endar neðst í F-riðli, sama hvernig liðinu vegnar gegn Real Madrid í lokaumferðinni. Klippa: Celtic - Shaktar Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar fóru á kostum þegar PSG vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í París í gær og Kai Havertz skoraði sannkallað perlumark í dýrmætum 2-1 sigri Chelsea gegn Salzburg. Nú hafa Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Dortmund, PSG og Benfica öll tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin, þó að ein umferð sé eftir í þeirra riðlum. Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri PSG í gær, og Mbappé skoraði einnig tvö og lagði upp eitt gegn ráðalausum gestunum. Klippa: PSG - Maccabi Haifa Draumur Juventus um að komast upp úr sínum riðli fjaraði út í Portúgal þar sem Benfica vann 4-3 sigur. Juventus gaf sér von með mörkum fra Arkadiusz Milik og Weston McKennie þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Juventus er því komið í baráttu við Maccabi um 3. sæti riðilsins, sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Klippa: Benfica - Juventus Þrír Íslendingar komu við sögu í leik FC Kaupmannahafnar gegn Sevilla á Spáni en danska liðinu mistókst enn á ný að skora og tapaði leiknum 3-0. Klippa: Sevilla - FCK Í hinum leiknum í G-riðli tryggðu Manchester City og Dortmund sér tvö efstu sætin með markalausu jafntefli. Dortmund fékk þó dauðafæri til að komast yfir og Riyad Mahrez fékk svo víti fyrir City sem var varið. Klippa: Dortmund - Man. City Í E-riðli er fram undan úrslitaleikur á milli Salzburg og AC Milan um að fylgja Chelsea upp úr riðlinum. Mateo Kovacic og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigrinum í Austurríki í gær og var mark Havertz sérstaklega glæsilegt, eins og fyrr segir. Klippa: Salzburg - Chelsea AC Milan vann Dinamo Zagreb á útivelli, 4-0. Rafael Leao stal senunni með marki eftir magnaðan sprett, auk þess að leggja upp annað, í leik sem Robert Ljubicic vill gleyma sem fyrst en hann fékk dæmt á sig víti og skoraði sjálfsmark. Klippa: Zagreb - Milan Í F-riðli mætast Shaktar Donetsk og RB Leipzig í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í 16-liða úrslitum. Real Madrid gæti enn misst toppsætið eftir að hafa tapað 3-2 gegn Leipzig í gærkvöld. Klippa: Leipzig - Real Madrid Celtic og Shaktar gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og þar með er ljóst að Celtic endar neðst í F-riðli, sama hvernig liðinu vegnar gegn Real Madrid í lokaumferðinni. Klippa: Celtic - Shaktar Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti