Eitt fyrstu verka Sunaks að hringja til Úkraínuforseta Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2022 11:40 Íbúar í Kramatorsk fá mataraðstoð í gær. Rússar hafa náð að lama um þriðjug af raforkuframleiðslu Úkraínu með sprengjuárásum á innviði landsins undanfarna daga. AP/Andriy Andriyenko Rishi Sunak nýr forsætisráðherra Bretlands hét forseta Úkraínu í gær áframhaldandi stuðningi Breta í baráttunni gegn innrás Rússa. Forseti Þýskalands dáðist af hughrekki Úkraínumanna í heimsókn til Kænugarðs í gær og lofaði aukinni hernaðaraðstoð. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mætti stjórnarandstöðunni í fyrsta skipti í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag.AP/Breska þingið Bretar ásamt Bandaríkjamönnum hafa farið fremstir í stuðningi sínum við Úkraínu eftir ólöglega innrás Rússa, bæði hernaðrlega og efnahagslega. Eitt af fyrstu verkum Rishi Sunaks eftir að hann varð forsætisráðherra Bretlands í gær var að ræða við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma. Zelenskyy bauð forsætisráðherranum í heimsókn við fyrsta tækifæri. „Ég tel að samstarf þjóða okkar og forysta Breta í vörnum fyrir lýðræði og frelsi muni halda áfram að styrkjast,“ sagði Zelenskyy í reglulegu kvöldávarpi sínu í gær. Þjóðirnar hefðu náð mjög vel saman hingað til og svigrúm væri til að bæta samstarf þeirra enn frekar báðum þjóðum til hagsbóta. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands hét Úkraínumönnum auknum stuðningi á fundi með Volodymyr Zelenskyy á fundi þeirra í Kænugarði í gær.AP/Forsetaembætti Úkraínu Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands heimsótti Kænugarð í gær og átti fund með Zelenskyy. Hann þakkaði Úkraínuforseta á sameiginlegum fréttamannafundi fyrir að fá tækifæri til að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi. „Ég er fullur einlægrar aðdáunar á hughrekki, fórnfýsi og þrá Úkraínumanna eftir frelsi,“ sagði forseti Þýskalands. Hann hét Úkraínumönnum auknum hernaðarlegum stuðningi. Á næstu dögum fengju þeir MARS 2 eldflaugakerfi og fjóra howitzers eldflaugabíla frá Þýskalandi. Rússar halda áfram áróðri sínum um að Úkraínumenn séu að undirbúa svo kallaðar skítuga sprengju með geislavirkum efnum. Það gæti bent til að Rússar sjálfir séu að því, þar sem þeir byrja yfirleitt á að saka andstæðinginn um það sem þeir ætla að gera sjálfir áður en þeir gera það. Patrick Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það algerar falsfréttir frá Rússum að Úkraínumenn undirbúi skítuga sprengju.AP/Alex Brandon Pat Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir þessar áskanir tilhæfulausar. „Frá okkar sjónarhóli eru það algerar falsfréttir að Úkraína sé að smíða skítuga sprengju. Þá höfum við ekki séð neinar vísbendingar um að Rússar hafi ákveðið eða ætli sér að nota kjarnorkuvopn eða skítasprengjur. Við fylgjumst hins vegar náið með þróun mála,“ sagði Ryder. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mætti stjórnarandstöðunni í fyrsta skipti í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag.AP/Breska þingið Bretar ásamt Bandaríkjamönnum hafa farið fremstir í stuðningi sínum við Úkraínu eftir ólöglega innrás Rússa, bæði hernaðrlega og efnahagslega. Eitt af fyrstu verkum Rishi Sunaks eftir að hann varð forsætisráðherra Bretlands í gær var að ræða við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma. Zelenskyy bauð forsætisráðherranum í heimsókn við fyrsta tækifæri. „Ég tel að samstarf þjóða okkar og forysta Breta í vörnum fyrir lýðræði og frelsi muni halda áfram að styrkjast,“ sagði Zelenskyy í reglulegu kvöldávarpi sínu í gær. Þjóðirnar hefðu náð mjög vel saman hingað til og svigrúm væri til að bæta samstarf þeirra enn frekar báðum þjóðum til hagsbóta. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands hét Úkraínumönnum auknum stuðningi á fundi með Volodymyr Zelenskyy á fundi þeirra í Kænugarði í gær.AP/Forsetaembætti Úkraínu Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands heimsótti Kænugarð í gær og átti fund með Zelenskyy. Hann þakkaði Úkraínuforseta á sameiginlegum fréttamannafundi fyrir að fá tækifæri til að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi. „Ég er fullur einlægrar aðdáunar á hughrekki, fórnfýsi og þrá Úkraínumanna eftir frelsi,“ sagði forseti Þýskalands. Hann hét Úkraínumönnum auknum hernaðarlegum stuðningi. Á næstu dögum fengju þeir MARS 2 eldflaugakerfi og fjóra howitzers eldflaugabíla frá Þýskalandi. Rússar halda áfram áróðri sínum um að Úkraínumenn séu að undirbúa svo kallaðar skítuga sprengju með geislavirkum efnum. Það gæti bent til að Rússar sjálfir séu að því, þar sem þeir byrja yfirleitt á að saka andstæðinginn um það sem þeir ætla að gera sjálfir áður en þeir gera það. Patrick Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það algerar falsfréttir frá Rússum að Úkraínumenn undirbúi skítuga sprengju.AP/Alex Brandon Pat Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir þessar áskanir tilhæfulausar. „Frá okkar sjónarhóli eru það algerar falsfréttir að Úkraína sé að smíða skítuga sprengju. Þá höfum við ekki séð neinar vísbendingar um að Rússar hafi ákveðið eða ætli sér að nota kjarnorkuvopn eða skítasprengjur. Við fylgjumst hins vegar náið með þróun mála,“ sagði Ryder.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07
Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12
Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52