Eitt fyrstu verka Sunaks að hringja til Úkraínuforseta Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2022 11:40 Íbúar í Kramatorsk fá mataraðstoð í gær. Rússar hafa náð að lama um þriðjug af raforkuframleiðslu Úkraínu með sprengjuárásum á innviði landsins undanfarna daga. AP/Andriy Andriyenko Rishi Sunak nýr forsætisráðherra Bretlands hét forseta Úkraínu í gær áframhaldandi stuðningi Breta í baráttunni gegn innrás Rússa. Forseti Þýskalands dáðist af hughrekki Úkraínumanna í heimsókn til Kænugarðs í gær og lofaði aukinni hernaðaraðstoð. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mætti stjórnarandstöðunni í fyrsta skipti í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag.AP/Breska þingið Bretar ásamt Bandaríkjamönnum hafa farið fremstir í stuðningi sínum við Úkraínu eftir ólöglega innrás Rússa, bæði hernaðrlega og efnahagslega. Eitt af fyrstu verkum Rishi Sunaks eftir að hann varð forsætisráðherra Bretlands í gær var að ræða við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma. Zelenskyy bauð forsætisráðherranum í heimsókn við fyrsta tækifæri. „Ég tel að samstarf þjóða okkar og forysta Breta í vörnum fyrir lýðræði og frelsi muni halda áfram að styrkjast,“ sagði Zelenskyy í reglulegu kvöldávarpi sínu í gær. Þjóðirnar hefðu náð mjög vel saman hingað til og svigrúm væri til að bæta samstarf þeirra enn frekar báðum þjóðum til hagsbóta. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands hét Úkraínumönnum auknum stuðningi á fundi með Volodymyr Zelenskyy á fundi þeirra í Kænugarði í gær.AP/Forsetaembætti Úkraínu Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands heimsótti Kænugarð í gær og átti fund með Zelenskyy. Hann þakkaði Úkraínuforseta á sameiginlegum fréttamannafundi fyrir að fá tækifæri til að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi. „Ég er fullur einlægrar aðdáunar á hughrekki, fórnfýsi og þrá Úkraínumanna eftir frelsi,“ sagði forseti Þýskalands. Hann hét Úkraínumönnum auknum hernaðarlegum stuðningi. Á næstu dögum fengju þeir MARS 2 eldflaugakerfi og fjóra howitzers eldflaugabíla frá Þýskalandi. Rússar halda áfram áróðri sínum um að Úkraínumenn séu að undirbúa svo kallaðar skítuga sprengju með geislavirkum efnum. Það gæti bent til að Rússar sjálfir séu að því, þar sem þeir byrja yfirleitt á að saka andstæðinginn um það sem þeir ætla að gera sjálfir áður en þeir gera það. Patrick Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það algerar falsfréttir frá Rússum að Úkraínumenn undirbúi skítuga sprengju.AP/Alex Brandon Pat Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir þessar áskanir tilhæfulausar. „Frá okkar sjónarhóli eru það algerar falsfréttir að Úkraína sé að smíða skítuga sprengju. Þá höfum við ekki séð neinar vísbendingar um að Rússar hafi ákveðið eða ætli sér að nota kjarnorkuvopn eða skítasprengjur. Við fylgjumst hins vegar náið með þróun mála,“ sagði Ryder. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mætti stjórnarandstöðunni í fyrsta skipti í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag.AP/Breska þingið Bretar ásamt Bandaríkjamönnum hafa farið fremstir í stuðningi sínum við Úkraínu eftir ólöglega innrás Rússa, bæði hernaðrlega og efnahagslega. Eitt af fyrstu verkum Rishi Sunaks eftir að hann varð forsætisráðherra Bretlands í gær var að ræða við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma. Zelenskyy bauð forsætisráðherranum í heimsókn við fyrsta tækifæri. „Ég tel að samstarf þjóða okkar og forysta Breta í vörnum fyrir lýðræði og frelsi muni halda áfram að styrkjast,“ sagði Zelenskyy í reglulegu kvöldávarpi sínu í gær. Þjóðirnar hefðu náð mjög vel saman hingað til og svigrúm væri til að bæta samstarf þeirra enn frekar báðum þjóðum til hagsbóta. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands hét Úkraínumönnum auknum stuðningi á fundi með Volodymyr Zelenskyy á fundi þeirra í Kænugarði í gær.AP/Forsetaembætti Úkraínu Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands heimsótti Kænugarð í gær og átti fund með Zelenskyy. Hann þakkaði Úkraínuforseta á sameiginlegum fréttamannafundi fyrir að fá tækifæri til að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi. „Ég er fullur einlægrar aðdáunar á hughrekki, fórnfýsi og þrá Úkraínumanna eftir frelsi,“ sagði forseti Þýskalands. Hann hét Úkraínumönnum auknum hernaðarlegum stuðningi. Á næstu dögum fengju þeir MARS 2 eldflaugakerfi og fjóra howitzers eldflaugabíla frá Þýskalandi. Rússar halda áfram áróðri sínum um að Úkraínumenn séu að undirbúa svo kallaðar skítuga sprengju með geislavirkum efnum. Það gæti bent til að Rússar sjálfir séu að því, þar sem þeir byrja yfirleitt á að saka andstæðinginn um það sem þeir ætla að gera sjálfir áður en þeir gera það. Patrick Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það algerar falsfréttir frá Rússum að Úkraínumenn undirbúi skítuga sprengju.AP/Alex Brandon Pat Ryder talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir þessar áskanir tilhæfulausar. „Frá okkar sjónarhóli eru það algerar falsfréttir að Úkraína sé að smíða skítuga sprengju. Þá höfum við ekki séð neinar vísbendingar um að Rússar hafi ákveðið eða ætli sér að nota kjarnorkuvopn eða skítasprengjur. Við fylgjumst hins vegar náið með þróun mála,“ sagði Ryder.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07
Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12
Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52