Innlent

Sagðist vera klæddur sprengju­vesti við Kefla­víkur­flug­völl

Bjarki Sigurðsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19
Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19

Aðgerðaáætlun lögreglu og Keflavíkurflugvallar var virkjuð síðdegis í dag vegna sprengjuhótunar sem birtist á Twitter. Hótunin reyndist tilhæfulaus.

Höfundur færslunnar á Twitter sagðist klæddur sprengjuvesti og hafa í hyggju að sprengja sig í loft upp á vellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var ákveðið að hleypa ekki farþegum úr þeim vélum sem voru á flugbrautinni á meðan leyst var úr málinu og þurftu þeir að bíða í um tíu mínútur. 

Hótunin var talin tilhæfulaus og málið hafði ekki frekari áhrif á farþega. Þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem sprengjuhótun hefur áhrif á flugumferð um Keflavík.


Tengdar fréttir

Sprengjuhótunin barst til UPS í Bandaríkjunum

Keflavíkurflugvelli var lokað í nótt eftir að flugvél var lent vegna sprengjuhótunar sem barst bandaríska flutningafyrirtækinu UPS og beindist að pakka um borð. Í honum reyndust vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem lögregla er með til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×