Þetta kemur fram í uppfærslu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sem birt var í morgun.
Þar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2022, sé 559,3 stig og hækki um 0,67% frá fyrri mánuði.
Verð á matvælum hækkaði um 1,6 prósent, sen hafði áhrif á vísitöluna um 0,22 prósent. Á vef Hagstofunnar segir að þar muni mest um lambakjöt sem hækkaði um 16,2 prósent.
Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, svokölluð reiknuð húsaleiga, hækkaði um 0,8 prósent.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,4%, það sem í daglegu tali er nefnt verðbólga.
Mest fór verðbólgan upp í 9,9 prósent í júlí en hefur farið lækkandi frá þeim hápunkti. Greiningardeildir bankanna spá því að verðbólga muni fara minnkandi í hægum takti næstu misserin.