Segir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar einkennast af klíkuskap og valdníðslu Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2022 10:49 Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður er ómyrkur í máli. Hann segir kvikmyndagerð á Íslandi í úlfakreppu, þar hafi nú ríkt sífreri í tvo áratugi eða yfir þann tíma sem Laufey Guðjónsdóttir hefur ríkt sem einræðisherra hjá Kvikmyndamiðstöð. vísir/vilhelm Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ritað afar harðorða grein þar sem hann lýsir ófremdarástandi innan kvikmyndageirans sem rekja megi til vinnubragða Kvikmyndamiðstöðvar Íslands; að úthlutanir úr kvikmyndasjóði séu undirorpnar klíkuskap og vinahygli. Ásakanirnar sem Hjálmar setur fram eru alvarlegar: „Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum. Framferði þessara starfsmanna hefur notið blessunar Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstýru KMÍ sem varið hefur óboðleg vinnubrögð í stað þess að taka á vandanum svo umsóknir njóti sannmælis,“ segir Hjálmar meðal annars í greininni. Hann bætir því við að umræddir starfsmenn KMÍ líti á sig sem ósnertanlega í starfi; hafna yfir lög og reglur. „Þeir vita líka að framleiðendur og handritshöfundar umsókna þora oftast ekki að kvarta af ótta við útskúfun frá framtíðar úthlutunum sjóðsins.“ Klíkuskapurinn allsráðandi innan Kvikmyndamiðstöðvar Hjálmar segir afleiðingar þessa óbærilegt andrúmloft. „Ef þú hugsar ekki „rétt“ og gengur ekki í takt, þá fær þú ekki styrki frá Kremlverjum KMÍ. Búast má við því að persónulegt mat og lífskoðanir trompi viðfangsefni, handritalega þekkingu og gæði umsókna. Regluverk á aðeins við umsækjendur, og kvarti fólk yfir ranglátri meðferð er það endanlega sent á Guð og gaddinn.“ Grein Hjálmars kallast á við grein sem Ingibjörg Reynisdóttir rithöfundur og leikkona með meiru, skrifaði þar sem hún lýsir vinnubrögðum kvikmyndasjóðs sem gersamlega óásættanlegum. Laufey Guðjónsdóttir hefur veitt KMÍ forstöðu í bráðum 20 ár. Hjálmar telur Laufey fela einræðistilburði sína bak við kvikmyndaráðgjafa sem starfað hafa álíka lengi og hún. „Það er fáheyrt í lýðræðisríki að ein og sama manneskjan ráðstafi milljörðum króna og stýri öllu verkefnavali ár eftir ár, í heila tvo áratugi. Það skyldi því engan undra að á svo löngum tíma myndist vina- og klíkubönd, bæði innanhúss og svo þeirra sem reglulega fá styrki.“ Hjálmar lýsir því að hann hafi, líkt og Ingibjörg, rúmlega tveggja áratuga reynslu í kvikmyndagerð, á Íslandi, í Tékklandi, auk þess að hafa háskólamenntun í faginu og verðlaun uppi í hillu. „Á þeim rúmu tuttugu árum sem ég hef sótt um hjá KMÍ hafa verk mín aldrei hlotið styrkveitingu, ekki einu sinni handritastyrk.“ Menn segi ekkert af ótta við að lenda út af sakramentinu Hjálmar segir að talað sé um íslenskt kvikmyndavor og seinna kvikmyndasumar en enginn tali um það sem hann kallar Kvikmynda-sífrerann. Þá nöpru veröld sem líkist einna helst því að búa í einræðisríki. „Ef þú hugsar ekki „rétt“ og gengur ekki í takt, þá fær þú ekki styrki frá Kremlverjum KMÍ. Búast má við því að persónulegt mat og lífskoðanir trompi viðfangsefni, handritalega þekkingu og gæði umsókna. Regluverk á aðeins við umsækjendur, og kvarti fólk yfir ranglátri meðferð er það endanlega sent á Guð og gaddinn.“ Hjálmar segir í samtali við Vísi hafa undir höndum mikið magn gagna sem sýni svart á hvítu hvernig kaupin gerist á eyrinni. Og þau hefur hann sent til Mennta- og menningarmálaráðuneyti auk greinagerða sem snúa að framgöngu einstakra starfsmönnum og verkferlum sem Hjálmar segir óboðlega með öllu. Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvikmyndagerð í úlfakreppu Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum. 27. október 2022 10:39 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Ásakanirnar sem Hjálmar setur fram eru alvarlegar: „Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum. Framferði þessara starfsmanna hefur notið blessunar Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstýru KMÍ sem varið hefur óboðleg vinnubrögð í stað þess að taka á vandanum svo umsóknir njóti sannmælis,“ segir Hjálmar meðal annars í greininni. Hann bætir því við að umræddir starfsmenn KMÍ líti á sig sem ósnertanlega í starfi; hafna yfir lög og reglur. „Þeir vita líka að framleiðendur og handritshöfundar umsókna þora oftast ekki að kvarta af ótta við útskúfun frá framtíðar úthlutunum sjóðsins.“ Klíkuskapurinn allsráðandi innan Kvikmyndamiðstöðvar Hjálmar segir afleiðingar þessa óbærilegt andrúmloft. „Ef þú hugsar ekki „rétt“ og gengur ekki í takt, þá fær þú ekki styrki frá Kremlverjum KMÍ. Búast má við því að persónulegt mat og lífskoðanir trompi viðfangsefni, handritalega þekkingu og gæði umsókna. Regluverk á aðeins við umsækjendur, og kvarti fólk yfir ranglátri meðferð er það endanlega sent á Guð og gaddinn.“ Grein Hjálmars kallast á við grein sem Ingibjörg Reynisdóttir rithöfundur og leikkona með meiru, skrifaði þar sem hún lýsir vinnubrögðum kvikmyndasjóðs sem gersamlega óásættanlegum. Laufey Guðjónsdóttir hefur veitt KMÍ forstöðu í bráðum 20 ár. Hjálmar telur Laufey fela einræðistilburði sína bak við kvikmyndaráðgjafa sem starfað hafa álíka lengi og hún. „Það er fáheyrt í lýðræðisríki að ein og sama manneskjan ráðstafi milljörðum króna og stýri öllu verkefnavali ár eftir ár, í heila tvo áratugi. Það skyldi því engan undra að á svo löngum tíma myndist vina- og klíkubönd, bæði innanhúss og svo þeirra sem reglulega fá styrki.“ Hjálmar lýsir því að hann hafi, líkt og Ingibjörg, rúmlega tveggja áratuga reynslu í kvikmyndagerð, á Íslandi, í Tékklandi, auk þess að hafa háskólamenntun í faginu og verðlaun uppi í hillu. „Á þeim rúmu tuttugu árum sem ég hef sótt um hjá KMÍ hafa verk mín aldrei hlotið styrkveitingu, ekki einu sinni handritastyrk.“ Menn segi ekkert af ótta við að lenda út af sakramentinu Hjálmar segir að talað sé um íslenskt kvikmyndavor og seinna kvikmyndasumar en enginn tali um það sem hann kallar Kvikmynda-sífrerann. Þá nöpru veröld sem líkist einna helst því að búa í einræðisríki. „Ef þú hugsar ekki „rétt“ og gengur ekki í takt, þá fær þú ekki styrki frá Kremlverjum KMÍ. Búast má við því að persónulegt mat og lífskoðanir trompi viðfangsefni, handritalega þekkingu og gæði umsókna. Regluverk á aðeins við umsækjendur, og kvarti fólk yfir ranglátri meðferð er það endanlega sent á Guð og gaddinn.“ Hjálmar segir í samtali við Vísi hafa undir höndum mikið magn gagna sem sýni svart á hvítu hvernig kaupin gerist á eyrinni. Og þau hefur hann sent til Mennta- og menningarmálaráðuneyti auk greinagerða sem snúa að framgöngu einstakra starfsmönnum og verkferlum sem Hjálmar segir óboðlega með öllu.
Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvikmyndagerð í úlfakreppu Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum. 27. október 2022 10:39 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Kvikmyndagerð í úlfakreppu Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum. 27. október 2022 10:39