Undrandi á hugmyndum um að hætta að flagga á Sigló Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 15:02 Kristján L. Möller var lengi bæjarfulltrúi á Siglufirði áður en hann tók sæti á þingi og varð síðar ráðherra. Hann hefur sterkar skoðanir á fánamálinu. Vísir/Vilhelm/Egill „Ég var nú mest hissa og undrandi á þessu,“ segir Siglfirðingurinn Kristján L. Möller um hugmyndir bæjarráðs Fjallabyggðar um að hætt verði að flagga íslenska fánanum í hálfa stöng við ráðhúsið við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti fyrr í vikunni tillögur þessa efnis og vísaði þeim til afgreiðslu og umræðu í bæjarstjórn. Kristján segir umræðu um málið vera af hinu góða – hún þurfi að vera lágstemmd og málefnanleg. Hann vonast þó til að hætt verði við áformin, en að skýrar reglur verði settar og birtar bæjarbúum um hvenær verði flaggað og hvenær ekki. Kristján var lengi bæjarfulltrúi á Siglufirði áður en hann tók sæti á þingi og varð síðar ráðherra. Hann var forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar á árunum 1986 til 1987 og aftur frá 1990 til 1998. Hann hefur alla tíð verið skráður með lögheimili á Siglufirði. „Ég man að mér þótti mjög sérstakt á mínum unglingsárum og líka eftir að ég varð bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar að það var stundum flaggað og stundum ekki. Það fannst mér ekki í lagi. Í forsetatíð minni í bæjarstjórn var þá tekin upp sú hefð að flaggað var fyrir öllum skráðum íbúum Siglufjarðar. Sú hefð hefur verið í gangi síðan,“ segir Kristján. Ætlað að einfalda hlutina S. Guðrún Hauksdóttir, varaformaður bæjarráðs, sagði í samtali við Vísi í gær að tillögurnar væru til komnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Sveitarfélögin sameinuðust árið 2006 og mynduðu þá Fjallabyggð. „Hugmyndin snýst um að einfalda hlutina og að sýna öllum sömu virðingu. Upp hafa komið tilvik þar sem vitneskja um andlát er ekki fyrir hendi, en svo þarf líka að endurskoða mál í takt við breytingar í samfélaginu,“ sagði Guðrún. Tillögurnar gera ráð fyrir að flögguninni verði hætt um áramótin. Virðingar- og þakkætisvottur Kristján segir ráðhúsið og Ráðhústorgið vera hjarta Siglufjarðar og að allir fari þar um. „Að flagga við andlát og útför hefur verið virðingar- og þakklætisvottur og um leið tilkynning til bæjarbúa um að við höfum misst samborgara okkar.“ Hann segir það þó rétt að þörf sé á reglum hvað þetta varðar. Eitt af þeim vandamálum sem hafi komið upp snúi að því að aðstandendur brottfluttra Siglfirðinga hafi samband og óski eftir því að flaggað sé í bænum vegna fráfallsins. „Ég segi nú stundum að Siglfirðingar séu í kringum 30 þúsund, fæddir, enda var bærinn fyrir ekki svo löngu síðan fimmti stærsti bær landsins. Nú eru um 1.250 heima á Siglufirði en hinir 28.750 eru út um allt land og um allan heim. Ef við myndum flagga fyrir þeim öllum yrði nú líklega flaggað alla daga ársins. Þannig að það er klárlega þörf á reglum og ég vona að það sé það sem muni koma út úr þessari umræðu nú. Einhvers staðar þarf að draga mörkin.“ Fagri Siglufjörður.Vísir/Vilhelm Óþarfi að samræma hefðir byggðakjarna sveitarfélagsins Kristján segist sjá fyrir sér reglur þar sem miðað yrði við að flaggað yrði fyrir þeim sem eru með lögheimili á Siglufirði og að aðstandandi hins látna hafi óskað eftir slíku. „Samfélagið er líka að breytast. Á Siglufirði er fjöldi fólks af ólíkum þjóðernum og trú. Auðvitað eru kannski einhverjir sem eru ekki kristinnar trúar og hafa ekki áhuga á að það sé flaggað.“ Varðandi rökin um að samræma þurfi reglur fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð segir Kristján að sér finnist þau ekki eiga við. „Við þurfum að halda í okkar hefðir. Þó að sveitarfélögin hafi sameinast þá þarf ekkert að samræma ólíkar hefðir byggðakjarnanna. Og varðandi kostnað sveitarfélagsins við að flagga þá er vel hægt að útfæra það. Og burtséð frá því þá skiptir það litlu máli, enda sveitarfélagið vel stætt fjárhagslega. Mér sýnist líka, eftir að fréttin birtist á Vísi, að þessar tillögur hafi lagst frekar illa í íbúa Siglufjarðar.“ Fjallabyggð Íslenski fáninn Tengdar fréttir Hætt verði að flagga í hálfa við ráðhúsið við andlát og útför íbúa Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur um að hætt verði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 26. október 2022 14:10 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti fyrr í vikunni tillögur þessa efnis og vísaði þeim til afgreiðslu og umræðu í bæjarstjórn. Kristján segir umræðu um málið vera af hinu góða – hún þurfi að vera lágstemmd og málefnanleg. Hann vonast þó til að hætt verði við áformin, en að skýrar reglur verði settar og birtar bæjarbúum um hvenær verði flaggað og hvenær ekki. Kristján var lengi bæjarfulltrúi á Siglufirði áður en hann tók sæti á þingi og varð síðar ráðherra. Hann var forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar á árunum 1986 til 1987 og aftur frá 1990 til 1998. Hann hefur alla tíð verið skráður með lögheimili á Siglufirði. „Ég man að mér þótti mjög sérstakt á mínum unglingsárum og líka eftir að ég varð bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar að það var stundum flaggað og stundum ekki. Það fannst mér ekki í lagi. Í forsetatíð minni í bæjarstjórn var þá tekin upp sú hefð að flaggað var fyrir öllum skráðum íbúum Siglufjarðar. Sú hefð hefur verið í gangi síðan,“ segir Kristján. Ætlað að einfalda hlutina S. Guðrún Hauksdóttir, varaformaður bæjarráðs, sagði í samtali við Vísi í gær að tillögurnar væru til komnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Sveitarfélögin sameinuðust árið 2006 og mynduðu þá Fjallabyggð. „Hugmyndin snýst um að einfalda hlutina og að sýna öllum sömu virðingu. Upp hafa komið tilvik þar sem vitneskja um andlát er ekki fyrir hendi, en svo þarf líka að endurskoða mál í takt við breytingar í samfélaginu,“ sagði Guðrún. Tillögurnar gera ráð fyrir að flögguninni verði hætt um áramótin. Virðingar- og þakkætisvottur Kristján segir ráðhúsið og Ráðhústorgið vera hjarta Siglufjarðar og að allir fari þar um. „Að flagga við andlát og útför hefur verið virðingar- og þakklætisvottur og um leið tilkynning til bæjarbúa um að við höfum misst samborgara okkar.“ Hann segir það þó rétt að þörf sé á reglum hvað þetta varðar. Eitt af þeim vandamálum sem hafi komið upp snúi að því að aðstandendur brottfluttra Siglfirðinga hafi samband og óski eftir því að flaggað sé í bænum vegna fráfallsins. „Ég segi nú stundum að Siglfirðingar séu í kringum 30 þúsund, fæddir, enda var bærinn fyrir ekki svo löngu síðan fimmti stærsti bær landsins. Nú eru um 1.250 heima á Siglufirði en hinir 28.750 eru út um allt land og um allan heim. Ef við myndum flagga fyrir þeim öllum yrði nú líklega flaggað alla daga ársins. Þannig að það er klárlega þörf á reglum og ég vona að það sé það sem muni koma út úr þessari umræðu nú. Einhvers staðar þarf að draga mörkin.“ Fagri Siglufjörður.Vísir/Vilhelm Óþarfi að samræma hefðir byggðakjarna sveitarfélagsins Kristján segist sjá fyrir sér reglur þar sem miðað yrði við að flaggað yrði fyrir þeim sem eru með lögheimili á Siglufirði og að aðstandandi hins látna hafi óskað eftir slíku. „Samfélagið er líka að breytast. Á Siglufirði er fjöldi fólks af ólíkum þjóðernum og trú. Auðvitað eru kannski einhverjir sem eru ekki kristinnar trúar og hafa ekki áhuga á að það sé flaggað.“ Varðandi rökin um að samræma þurfi reglur fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð segir Kristján að sér finnist þau ekki eiga við. „Við þurfum að halda í okkar hefðir. Þó að sveitarfélögin hafi sameinast þá þarf ekkert að samræma ólíkar hefðir byggðakjarnanna. Og varðandi kostnað sveitarfélagsins við að flagga þá er vel hægt að útfæra það. Og burtséð frá því þá skiptir það litlu máli, enda sveitarfélagið vel stætt fjárhagslega. Mér sýnist líka, eftir að fréttin birtist á Vísi, að þessar tillögur hafi lagst frekar illa í íbúa Siglufjarðar.“
Fjallabyggð Íslenski fáninn Tengdar fréttir Hætt verði að flagga í hálfa við ráðhúsið við andlát og útför íbúa Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur um að hætt verði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 26. október 2022 14:10 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hætt verði að flagga í hálfa við ráðhúsið við andlát og útför íbúa Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur um að hætt verði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 26. október 2022 14:10