Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2022 14:36 Reykmökkurinn er gríðarlega mikill. Vísir/Vilhelm Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum slökkviliðsins í dag. Mariusz Cezary Michalek, verkstjóri hjá Terra á Akranesi, segir að starfsmenn frá Málmaendurvinnslu hafi verið að vinna í að brjóta niður bílhræ á gámasvæði Nova Terra. Fjarlægja kúta, batterí, olíu og eldsneyti. Gámasvæði Terra er rétt norðan við Akranes.vísir/hjalti Kviknað hafi í einu bílhræinu og ekki náðst að slökkva eldinn í tæka tíð. Kviknað hafi í haug af bílhræjum sem gróft metið telji líklega um hundrað bíla. Slökkviliðsmenn séu á svæðinu að gera hvað þeir geti til að slökkva eldinn. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir enga beiðni hafa borist um aðstoð vegna eldsins. Tilkynning frá Lögreglunni á Vesturlandi Eldur kviknaði í ónýtum bifreiðum á sorphirðusvæði Terra við Akranes fyrr í dag. Mikinn reyk leggur frá svæðinu og er íbúum á Akranesi og í nærliggjandi sveitum ráðlagt að loka gluggum á meðan eldurinn geysar. Hægt gengur að ráða niðurlögum eldsins og ef vindátt breytist kann reyk að leggja yfir bæinn. Högni Auðunsson, framkvæmdastjóri Málma, var á leiðinni upp á Akranes þegar blaðamaður náði af honum tali á fjórða tímanum. Hann sagðist vilja hitta sitt fólk á staðnum og ræða við það áður en hann svaraði blaðamönnum, til að hafa allt sitt á hreinu í svörum. Að neðan má sjá fjölda mynda af eldsvoðanum. Reykskýið teygir sig langt yfir Akrafjall.Jónína Einarsdóttir Reykurinn er kolsvartur og sést víða af höfuðborgarsvæðinu.Ólafur Páll Gunnarsson Starfsmenn fylgjast með en geta lítið gert við eldinum. Eldurinn logar og ljóst að einhvern tíma mun taka að slökkva hann. Slökkviliðsmenn sprauta vatni á eldinn. Mynd frá gámasvæði Terra nærri Akranesi. Annað sjónarhorn á eldsvoðann. Akranes Slökkvilið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum slökkviliðsins í dag. Mariusz Cezary Michalek, verkstjóri hjá Terra á Akranesi, segir að starfsmenn frá Málmaendurvinnslu hafi verið að vinna í að brjóta niður bílhræ á gámasvæði Nova Terra. Fjarlægja kúta, batterí, olíu og eldsneyti. Gámasvæði Terra er rétt norðan við Akranes.vísir/hjalti Kviknað hafi í einu bílhræinu og ekki náðst að slökkva eldinn í tæka tíð. Kviknað hafi í haug af bílhræjum sem gróft metið telji líklega um hundrað bíla. Slökkviliðsmenn séu á svæðinu að gera hvað þeir geti til að slökkva eldinn. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir enga beiðni hafa borist um aðstoð vegna eldsins. Tilkynning frá Lögreglunni á Vesturlandi Eldur kviknaði í ónýtum bifreiðum á sorphirðusvæði Terra við Akranes fyrr í dag. Mikinn reyk leggur frá svæðinu og er íbúum á Akranesi og í nærliggjandi sveitum ráðlagt að loka gluggum á meðan eldurinn geysar. Hægt gengur að ráða niðurlögum eldsins og ef vindátt breytist kann reyk að leggja yfir bæinn. Högni Auðunsson, framkvæmdastjóri Málma, var á leiðinni upp á Akranes þegar blaðamaður náði af honum tali á fjórða tímanum. Hann sagðist vilja hitta sitt fólk á staðnum og ræða við það áður en hann svaraði blaðamönnum, til að hafa allt sitt á hreinu í svörum. Að neðan má sjá fjölda mynda af eldsvoðanum. Reykskýið teygir sig langt yfir Akrafjall.Jónína Einarsdóttir Reykurinn er kolsvartur og sést víða af höfuðborgarsvæðinu.Ólafur Páll Gunnarsson Starfsmenn fylgjast með en geta lítið gert við eldinum. Eldurinn logar og ljóst að einhvern tíma mun taka að slökkva hann. Slökkviliðsmenn sprauta vatni á eldinn. Mynd frá gámasvæði Terra nærri Akranesi. Annað sjónarhorn á eldsvoðann.
Tilkynning frá Lögreglunni á Vesturlandi Eldur kviknaði í ónýtum bifreiðum á sorphirðusvæði Terra við Akranes fyrr í dag. Mikinn reyk leggur frá svæðinu og er íbúum á Akranesi og í nærliggjandi sveitum ráðlagt að loka gluggum á meðan eldurinn geysar. Hægt gengur að ráða niðurlögum eldsins og ef vindátt breytist kann reyk að leggja yfir bæinn.
Akranes Slökkvilið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira