Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2022 07:00 Enska úrvalsdeildarliðið Bournemouth hefur sagt skilið við lagið Power með Kanye West. Vísir/Getty Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. Ákvörðunin var tekin eftir að Ye birti hatursfull ummæli um gyðinga á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu,en þau hafa nú verið túlkuð sem gyðingahatur. Einnig mætti hann á tískusýningu í París í bol sem stóð á „Hvít líf skipta máli“ [e. White Lives Matter]. Félagið tók þessa ákvörðun í gær, en lagið hefur verið notað þegar liðið gengur út á völl í nokkur ár. Fyrir sérstakt áhugafólk um inngöngutónlist á knattspyrnuleikjum er ekki vitað hvaða lag verður spilað þegar Bournemouth tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Rapparinn hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann mætti í „Hvít líf skipta máli“ fötunum sínum á tískusýninguna í París á dögunum þar sem afrakstur samstarfs fatamerkis hans, Yeezy, og Adidas var til sýnis. Adidas, og fleiri stór merki, hafa slitið samstarfi sínu við Ye og þá hefur vaxmyndasafnið Madame Tussauds tekið niður vaxmyndastyttuna af tónlistarmanninum. Ye var einnig vísað á dyr í höfuðstöðvun Sketchers á dögunum, ásamt því að listamanninum hefur orðið af samningum við Gap og hátískuhúsið Balenciaga. Þá hefur umboðsskrifstofan CAA einnig skorið á tengsl við kappann. Fótbolti Enski boltinn Mál Kanye West Tengdar fréttir Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Ákvörðunin var tekin eftir að Ye birti hatursfull ummæli um gyðinga á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu,en þau hafa nú verið túlkuð sem gyðingahatur. Einnig mætti hann á tískusýningu í París í bol sem stóð á „Hvít líf skipta máli“ [e. White Lives Matter]. Félagið tók þessa ákvörðun í gær, en lagið hefur verið notað þegar liðið gengur út á völl í nokkur ár. Fyrir sérstakt áhugafólk um inngöngutónlist á knattspyrnuleikjum er ekki vitað hvaða lag verður spilað þegar Bournemouth tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Rapparinn hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann mætti í „Hvít líf skipta máli“ fötunum sínum á tískusýninguna í París á dögunum þar sem afrakstur samstarfs fatamerkis hans, Yeezy, og Adidas var til sýnis. Adidas, og fleiri stór merki, hafa slitið samstarfi sínu við Ye og þá hefur vaxmyndasafnið Madame Tussauds tekið niður vaxmyndastyttuna af tónlistarmanninum. Ye var einnig vísað á dyr í höfuðstöðvun Sketchers á dögunum, ásamt því að listamanninum hefur orðið af samningum við Gap og hátískuhúsið Balenciaga. Þá hefur umboðsskrifstofan CAA einnig skorið á tengsl við kappann.
Fótbolti Enski boltinn Mál Kanye West Tengdar fréttir Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56
Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31
Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25
Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01