Býður sig fram gegn Kjartani Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2022 09:06 Guðmundur Ari Sigurjónsson. Aðsend Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag. Kjartan Valgarðsson gegnir nú stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og sækist hann eftir endurkjöri. Í tilkynningu frá Guðmundi segir að hann sé 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. „Ég hef setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018. Ég starfaði í félagsmiðstöðvageiranum árin 2008-2020 þar sem ég lagði megináherslu á ungmennalýðræði og þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Ég starfa nú sem sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, ég sit í æskulýðsráði ríkisins og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi frítímans svo sem formaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Hann kveðst bjóða sig fram til að leiða framkvæmdarstjórn flokksins með jákvæðni og metnaði fyrir því skýra verkefni að safna liði og byggja upp traust fyrir næstu kosningar. „Samfylkingin samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málum en sameinast undir merkjum jafnaðarflokks Íslands því saman viljum við byggja upp gott samfélag, samfélag þar sem við fáum öll tækifæri til að blómstra. Sama hvaðan við komum og hverja manna við erum. Verkefnið framundan er að kjarna og lyfta upp þessu höfuðmarkmiði jafnaðarfólks. Þannig eflum við okkur sem hreyfingu, stækkum hópinn og mætum til leiks í næstu kosningar sem skýr valkostur fyrir almenning í landinu. Samfylkingin er ríkur flokkur af sterkum mannauði. Við erum grasrótarhreyfing sem mikilvægt er að rækta og virkja. Í grasrót Samfylkingarinnar er fólk með fjölbreytta þekkingu og reynslu og tel ég að við þurfum að vera duglegri að virkja samtalið við félaga okkar sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif á stefnu og ákvarðanatöku flokksins. Samfylkingin býr einnig yfir gríðarlega öflugum hópi alþingis- og sveitarstjórnarfólks sem vinnur á hverjum degi gott starf með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Ég býð mig fram því ég brenn fyrir því að við náum vopnum okkar, skerpum á skilaboðum okkar og komumst í næstu ríkisstjórn. Ég hef reynslu af velheppnuðum kosningabaráttum og því að safna liði í krefjandi aðstæðum. Ég vona að þið séuð til í þetta verkefni með mér og að ég fái ykkar stuðning í embætti formanns framkvæmdarstjórnar,“ segir Guðmundur Ari. Samfylkingin Tengdar fréttir Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Kjartan Valgarðsson gegnir nú stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og sækist hann eftir endurkjöri. Í tilkynningu frá Guðmundi segir að hann sé 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. „Ég hef setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018. Ég starfaði í félagsmiðstöðvageiranum árin 2008-2020 þar sem ég lagði megináherslu á ungmennalýðræði og þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Ég starfa nú sem sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, ég sit í æskulýðsráði ríkisins og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi frítímans svo sem formaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Hann kveðst bjóða sig fram til að leiða framkvæmdarstjórn flokksins með jákvæðni og metnaði fyrir því skýra verkefni að safna liði og byggja upp traust fyrir næstu kosningar. „Samfylkingin samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málum en sameinast undir merkjum jafnaðarflokks Íslands því saman viljum við byggja upp gott samfélag, samfélag þar sem við fáum öll tækifæri til að blómstra. Sama hvaðan við komum og hverja manna við erum. Verkefnið framundan er að kjarna og lyfta upp þessu höfuðmarkmiði jafnaðarfólks. Þannig eflum við okkur sem hreyfingu, stækkum hópinn og mætum til leiks í næstu kosningar sem skýr valkostur fyrir almenning í landinu. Samfylkingin er ríkur flokkur af sterkum mannauði. Við erum grasrótarhreyfing sem mikilvægt er að rækta og virkja. Í grasrót Samfylkingarinnar er fólk með fjölbreytta þekkingu og reynslu og tel ég að við þurfum að vera duglegri að virkja samtalið við félaga okkar sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif á stefnu og ákvarðanatöku flokksins. Samfylkingin býr einnig yfir gríðarlega öflugum hópi alþingis- og sveitarstjórnarfólks sem vinnur á hverjum degi gott starf með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Ég býð mig fram því ég brenn fyrir því að við náum vopnum okkar, skerpum á skilaboðum okkar og komumst í næstu ríkisstjórn. Ég hef reynslu af velheppnuðum kosningabaráttum og því að safna liði í krefjandi aðstæðum. Ég vona að þið séuð til í þetta verkefni með mér og að ég fái ykkar stuðning í embætti formanns framkvæmdarstjórnar,“ segir Guðmundur Ari.
Samfylkingin Tengdar fréttir Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37