Betra er brjóstvit en bókvit Gunnar Úlfarsson skrifar 28. október 2022 13:01 Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði. Aðspurður hvort bækur væru dýrar eða ódýrar svaraði bóksali: „Á tímum Shakespeare hafi bókin kostað á við 25 brauðhleifa, sem væru 12 þúsund krónur í íslensku samfélagi í dag“. Þarna var vel að orði komist og málið sett í áhugavert samhengi. Skoðum þetta betur. Bylting í bókaframleiðslu Áður fyrr voru bækur aðeins á færi efnafólks. Ástæðan er einföld. Framleiðsla á handritum og bókum var verulega tímafrek, enda fór hún fram í höndum skrifara. Áætlað er að fyrir nokkrum öldum hafi tekið um átta mánuði að framleiða eitt eintak af Biblíunni. Þar af leiðandi var bókaframleiðsla mjög takmörkuð.[1] Á 15. öld þróaði Johannes Gutenberg nýja aðferð til að búa til bækur. Hún byggði á endurnýtanlegum prentstöfum og notkun pressu til að prenta heilar síður í einu. Prentvélin var komin til sögunnar. Í stað þess að það tæki marga mánuði að framleiða eina bók, var nú hægt að búa til margar bækur á einum degi. Tæknin var ekki einungis byltingarkennd, heldur ruddi brautina fyrir nýja tegund hugmyndafræði í framleiðslu um Evrópu. Prentiðja var ein fyrsta atvinnugreinin þar sem framleiðsla byggði á hagnaðardrifinni starfsemi. Í krafti kapítalismans breiddist tæknin út um Evrópu og tókst bókaútgáfa í kjölfarið á flug.[2] Blindur er bóklaus maður En eru bækur dýrar? Sagnfræðingar telja að á 13. öld hafi bók kostað ígildi nokkurra mánaða vinnu, eða heilan helling. Á myndinni að neðan sést raunkostnaður bóka á Bretlandseyjum frá 13. öld. Hver punktur táknar verð bóka, að því gefnu að bókin hafi kostað 100 árið 1860. Þannig má sjá að á 14. öld kostaði bók nærri 18-falt meira en hún gerði 1860. Enn fremur sjást tvær grundvallarbreytingar á myndinni sem urðu til þess að verð á bókum lækkaði. Annars vegar þegar pappírsframleiðsla hófst á 12. öld og hins vegar þegar prentvélin kom til sögunnar á 15. öld. Tækniframfarir Gutenbergs og hagnaðardrifin starfsemi fyrirtækja varð til þess að bækur hríðféllu í verði og urðu með tímanum aðgengilegri almenningi. Aukin framleiðsla varð til þess að bókaflóran varð fjölbreyttari, lestrarkunnátta jókst og þekking í vestrænu samfélagi breiddist út með miklu hraði. Þar að auki má glöggt sjá hvernig framleiðni í prentiðju jókst til muna með tilkomu prentvélarinnar. Færri vinnandi hendur þurfti til að framleiða bækur og framleiðslutími varð þá talinn í klukkustundum í stað vikna. Í kjölfarið lækkaði verðið. Áætlað er að framleiðni í prentiðju hafi tuttugufaldast á fyrstu 200 árum eftir uppfinningu Gutenbergs.[3] Þessi saga af byltingu í bókaframleiðslu sýnir okkur hvernig tækniframfarir auka framleiðni og framleiðslu sem gerir bæði vörur og þjónustu ódýrari. Hvað með bækur í dag? Það er deginum ljósara að bækur eru margfalt ódýrari í dag en þær voru fyrr á öldum. Spólum nú nokkrar aldir fram í tímann. Frá árinu 1997 hefur almennt verðlag á Íslandi u.þ.b. þrefaldast. Verð á bókum hefur ekki hækkað nærri jafn mikið eða tæplega tvöfaldast. Hér er þó aðeins hálf sagan sögð og rétt að skoða verð á bókum borið saman við kaupmátt launa, eða; hvað þarf að vinna lengi til að kaupa sér bók? Í frétt Vísis kom fram að bækur kosti 8.000 kr. að jafnaði og ályktað að bækur yrðu sífellt dýrari. Það er sennilega í hærri kantinum, en látum það liggja á milli hluta. Árið 1997 tók tæplega 5 klukkustundir fyrir meðal íslendinginn að vinna sér inn fyrir bók. Þá má ætla að bókin hafi kostað um 4.000 kr. og hefur hún því um tvöfaldast að nafnverði síðan þá.[4] Þar sem laun hafa hækkað mun meira tekur í dag aðeins 2,3 klukkustundir að vinna sér inn fyrir bókinni og hún orðin ódýrari þegar tekið tillit er til aukins kaupmáttar launa. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Johannes Gutenberg fann upp prentvélina en það gefur auga leið að framleiðniaukningin sem í henni fólst var til mikilla framfara fyrir vestrænt samfélag, og síðar meir heiminn allan. Staðreyndin er sú að enn í dag hafa tækniframfarir og framleiðniaukning orðið til þess að kaupmáttur launa hefur aukist verulega. Í kjölfarið hafa bækur, og ýmsar aðrar vörur og þjónusta haldið áfram að lækka í verði. Því skiptir máli að líta ekki aðeins til nafnverðs, heldur setja verðþróun í samhengi við kaupmátt. Að öllu virtu eru bækur ódýrari í dag en áður fyrr. Bækur eru ágætar, en sagan segir að hið þjóðfræga enska skáld John Betjeman hafi sagt á dánarbeðinu að hann hafi aðeins eina eftirsjá í lífinu: að hann hafi ekki stundað meira kynlíf. Við skulum endilega nýta okkur verðþróun bóka þessi jólin, en gætum okkur samt á því að láta stærstu eftirsjá skáldsins ekki verða okkar eigin. Betra er brjóstvit en bókvit. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Heimildir: [1] Sjá umfjöllun um bókaverð í Morgunblaðinu í nóvember 1999. [2] Sjá Clark (2007) [1] Sjá Clark (2007) [2] A History of Mechanical Inventions: Revised Edition Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókaútgáfa Neytendur Verðlag Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Sjá meira
Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði. Aðspurður hvort bækur væru dýrar eða ódýrar svaraði bóksali: „Á tímum Shakespeare hafi bókin kostað á við 25 brauðhleifa, sem væru 12 þúsund krónur í íslensku samfélagi í dag“. Þarna var vel að orði komist og málið sett í áhugavert samhengi. Skoðum þetta betur. Bylting í bókaframleiðslu Áður fyrr voru bækur aðeins á færi efnafólks. Ástæðan er einföld. Framleiðsla á handritum og bókum var verulega tímafrek, enda fór hún fram í höndum skrifara. Áætlað er að fyrir nokkrum öldum hafi tekið um átta mánuði að framleiða eitt eintak af Biblíunni. Þar af leiðandi var bókaframleiðsla mjög takmörkuð.[1] Á 15. öld þróaði Johannes Gutenberg nýja aðferð til að búa til bækur. Hún byggði á endurnýtanlegum prentstöfum og notkun pressu til að prenta heilar síður í einu. Prentvélin var komin til sögunnar. Í stað þess að það tæki marga mánuði að framleiða eina bók, var nú hægt að búa til margar bækur á einum degi. Tæknin var ekki einungis byltingarkennd, heldur ruddi brautina fyrir nýja tegund hugmyndafræði í framleiðslu um Evrópu. Prentiðja var ein fyrsta atvinnugreinin þar sem framleiðsla byggði á hagnaðardrifinni starfsemi. Í krafti kapítalismans breiddist tæknin út um Evrópu og tókst bókaútgáfa í kjölfarið á flug.[2] Blindur er bóklaus maður En eru bækur dýrar? Sagnfræðingar telja að á 13. öld hafi bók kostað ígildi nokkurra mánaða vinnu, eða heilan helling. Á myndinni að neðan sést raunkostnaður bóka á Bretlandseyjum frá 13. öld. Hver punktur táknar verð bóka, að því gefnu að bókin hafi kostað 100 árið 1860. Þannig má sjá að á 14. öld kostaði bók nærri 18-falt meira en hún gerði 1860. Enn fremur sjást tvær grundvallarbreytingar á myndinni sem urðu til þess að verð á bókum lækkaði. Annars vegar þegar pappírsframleiðsla hófst á 12. öld og hins vegar þegar prentvélin kom til sögunnar á 15. öld. Tækniframfarir Gutenbergs og hagnaðardrifin starfsemi fyrirtækja varð til þess að bækur hríðféllu í verði og urðu með tímanum aðgengilegri almenningi. Aukin framleiðsla varð til þess að bókaflóran varð fjölbreyttari, lestrarkunnátta jókst og þekking í vestrænu samfélagi breiddist út með miklu hraði. Þar að auki má glöggt sjá hvernig framleiðni í prentiðju jókst til muna með tilkomu prentvélarinnar. Færri vinnandi hendur þurfti til að framleiða bækur og framleiðslutími varð þá talinn í klukkustundum í stað vikna. Í kjölfarið lækkaði verðið. Áætlað er að framleiðni í prentiðju hafi tuttugufaldast á fyrstu 200 árum eftir uppfinningu Gutenbergs.[3] Þessi saga af byltingu í bókaframleiðslu sýnir okkur hvernig tækniframfarir auka framleiðni og framleiðslu sem gerir bæði vörur og þjónustu ódýrari. Hvað með bækur í dag? Það er deginum ljósara að bækur eru margfalt ódýrari í dag en þær voru fyrr á öldum. Spólum nú nokkrar aldir fram í tímann. Frá árinu 1997 hefur almennt verðlag á Íslandi u.þ.b. þrefaldast. Verð á bókum hefur ekki hækkað nærri jafn mikið eða tæplega tvöfaldast. Hér er þó aðeins hálf sagan sögð og rétt að skoða verð á bókum borið saman við kaupmátt launa, eða; hvað þarf að vinna lengi til að kaupa sér bók? Í frétt Vísis kom fram að bækur kosti 8.000 kr. að jafnaði og ályktað að bækur yrðu sífellt dýrari. Það er sennilega í hærri kantinum, en látum það liggja á milli hluta. Árið 1997 tók tæplega 5 klukkustundir fyrir meðal íslendinginn að vinna sér inn fyrir bók. Þá má ætla að bókin hafi kostað um 4.000 kr. og hefur hún því um tvöfaldast að nafnverði síðan þá.[4] Þar sem laun hafa hækkað mun meira tekur í dag aðeins 2,3 klukkustundir að vinna sér inn fyrir bókinni og hún orðin ódýrari þegar tekið tillit er til aukins kaupmáttar launa. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Johannes Gutenberg fann upp prentvélina en það gefur auga leið að framleiðniaukningin sem í henni fólst var til mikilla framfara fyrir vestrænt samfélag, og síðar meir heiminn allan. Staðreyndin er sú að enn í dag hafa tækniframfarir og framleiðniaukning orðið til þess að kaupmáttur launa hefur aukist verulega. Í kjölfarið hafa bækur, og ýmsar aðrar vörur og þjónusta haldið áfram að lækka í verði. Því skiptir máli að líta ekki aðeins til nafnverðs, heldur setja verðþróun í samhengi við kaupmátt. Að öllu virtu eru bækur ódýrari í dag en áður fyrr. Bækur eru ágætar, en sagan segir að hið þjóðfræga enska skáld John Betjeman hafi sagt á dánarbeðinu að hann hafi aðeins eina eftirsjá í lífinu: að hann hafi ekki stundað meira kynlíf. Við skulum endilega nýta okkur verðþróun bóka þessi jólin, en gætum okkur samt á því að láta stærstu eftirsjá skáldsins ekki verða okkar eigin. Betra er brjóstvit en bókvit. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Heimildir: [1] Sjá umfjöllun um bókaverð í Morgunblaðinu í nóvember 1999. [2] Sjá Clark (2007) [1] Sjá Clark (2007) [2] A History of Mechanical Inventions: Revised Edition
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun