Samfylkingin skuldi þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 30. október 2022 18:07 Helga Vala segir Samfylkinguna skulda þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Stöð 2 Formaður þingflokks Samfylkingarinnar útilokar ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn á komandi árum. Gefa þurfi Sjálfstæðisflokknum frí. Samfylkingin sé hins vegar fjöldahreyfing og þetta aðeins hennar skoðun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í velferðamálum harkalega á landsfundi flokksins í gær. Þar benti hún á að hátt í 50 milljarðar króna hafi árlega verið teknir út úr ríkissjóði á kostnað velferðarkerfisins með almennum skattabreytingum. Fram kom að seta Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn síðustu tíu ár hafi haft alvarlegar afleiðingar sem komi æ betur í ljós. Kristrún gaf fréttastofu Stöðvar 2 þó ekki skýr svör í gær eftir ræðuna um hvort hún væri með þessu að útiloka alfarið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf að ræða inn í flokknum og í stjórn flokksins. En það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur fyrir í þessum efnum,“ segir Kristrún. Nánast algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins í gær þar sem nýtt fólk kom inn í stöður ritara, gjaldkera, formanns framkvæmdastjórnar, varaformanns og formanns. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður er sú eina sem er enn í forystusveit flokksins. Hún segist hafa afdráttarlausa skoðun í þessu máli. „Við skuldum þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Ég held að það væri mjög gott fyrir allt samfélagið, fyrir alla innviði okkar, fyrir kerfið okkar. Við sjáum auðvitað ástandið á innviðum landsins að sveltistefna Sjálfstæðisflokksins og fylgiflokka hans er að bitna mjög harkalega á almenningi sem að fá ekki læknistíma, ekki heilbrigðisþjónustu. Vegirnir, velferðarkerfið, menntakerfið ég meina það er alveg sama hvar við horfum á,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera sína skoðun en hún sé ekki vera ein í Samfylkingunni, flokkurinn sé fjöldahreyfing. Helga Vala gaf kost á sér í embætti varaformanns fyrir tveimur árum á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur sitjandi formanni sem hafði betur. Hún segist ekki hafa íhugað nú að bjóða sig aftur fram. „Mér fannst bara það ekki vera „mómentið“ mér fannst tíminn svolítið vera þarna á þessum tíma og vildi bara bjóða upp á mína krafta. Ég er rosa lítil svona orðukelling, ég sækist lítið eftir embættum,“ segir Helga Vala. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í velferðamálum harkalega á landsfundi flokksins í gær. Þar benti hún á að hátt í 50 milljarðar króna hafi árlega verið teknir út úr ríkissjóði á kostnað velferðarkerfisins með almennum skattabreytingum. Fram kom að seta Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn síðustu tíu ár hafi haft alvarlegar afleiðingar sem komi æ betur í ljós. Kristrún gaf fréttastofu Stöðvar 2 þó ekki skýr svör í gær eftir ræðuna um hvort hún væri með þessu að útiloka alfarið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf að ræða inn í flokknum og í stjórn flokksins. En það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur fyrir í þessum efnum,“ segir Kristrún. Nánast algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins í gær þar sem nýtt fólk kom inn í stöður ritara, gjaldkera, formanns framkvæmdastjórnar, varaformanns og formanns. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður er sú eina sem er enn í forystusveit flokksins. Hún segist hafa afdráttarlausa skoðun í þessu máli. „Við skuldum þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Ég held að það væri mjög gott fyrir allt samfélagið, fyrir alla innviði okkar, fyrir kerfið okkar. Við sjáum auðvitað ástandið á innviðum landsins að sveltistefna Sjálfstæðisflokksins og fylgiflokka hans er að bitna mjög harkalega á almenningi sem að fá ekki læknistíma, ekki heilbrigðisþjónustu. Vegirnir, velferðarkerfið, menntakerfið ég meina það er alveg sama hvar við horfum á,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera sína skoðun en hún sé ekki vera ein í Samfylkingunni, flokkurinn sé fjöldahreyfing. Helga Vala gaf kost á sér í embætti varaformanns fyrir tveimur árum á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur sitjandi formanni sem hafði betur. Hún segist ekki hafa íhugað nú að bjóða sig aftur fram. „Mér fannst bara það ekki vera „mómentið“ mér fannst tíminn svolítið vera þarna á þessum tíma og vildi bara bjóða upp á mína krafta. Ég er rosa lítil svona orðukelling, ég sækist lítið eftir embættum,“ segir Helga Vala.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira