Velta fyrir sér hvort Guardiola ætli að gera Arteta einn greiða í vibót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 17:02 Mikel Arteta og Pep Guardiola unnu lengi saman hjá Manchester City en keppa núna um enska meistaratitilinn með liðum sínum. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City og Arsenal sátu bæði í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en Arsenal liðið endurheimti toppsætið með 5-0 sigri á Nottingham Forest í gær. Arsenal liðið hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu tímabili og hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins tapað einu sinni. Fyrir vikið er liðið með tveimur stigum meira en Englandsmeistarar City. Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við liði Arsenal. Hann þekkti liðsmenn City því mjög vel og hefur þegar fengið tvær frábærar sendingar frá City. View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Það má segja að Guardiola hafi gert lærlingi sínum tvo greiða í sumar þegar Arsenal fékk bæði Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko. Báðir hafa bætt miklu við Arsenal liðið þótt Zinchenko sé meiddur þessa dagana. Arsenal borgaði reyndar 77 milljónir punda fyrir leikmennina en þeir hafa styrkt liðið mikið. Nú eru vangaveltur uppi um það í erlendum miðlum hvort að Guardiola gæti gert Arteta enn einn „greiðann“. Margir hafa bent á það að Arsenal liðið er allt annað lið þegar þeir eru með Thomas Partey inn á miðjunni eða þegar Partey er ekki með. Partey hefur meiðst reglulega og Arsenal þarf tilfinnanlega meiri breidd inn á miðjunni ætli liðið að ná að koma sér í gegnum þá leiki sem Thomas Partey er frá. Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, er að renna út á samning í sumar. City hefur ekki enn framlengt samning hans og Gundogan má fara að ræða við önnur félög í janúar. Það er því sérfræðingar sem hafa nefnt Gundogan sem mjög góðan kost fyrir Arsenal þótt að vitað sé líka af áhuga á honum heima í Þýskalandi. Gundogan er mjög fjölhæfur miðjumaður og getur því spilað djúpt á miðjunni en einnig getur hann leysta af menn eins og Martin Odegaard eða Emile Smith Rowe. Gundogan er reynslumikill og hefur sýnt leiðtogahæfileika sína hjá City liðinu undanfarin ár. Arsenal var kannski ekki líklegt til að keppa um titilinn við City þegar Gabriel Jesus og Zinchenko komu í sumar og því gæti meiri ógn af Arsenal mönnum minnkað líkurnar á að City leyfi Gundogan að fara þangað. Það breytir ekki því að menn þykir hann frábær kostur fyrir Arsenal liðið. Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Sjá meira
Arsenal liðið hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu tímabili og hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins tapað einu sinni. Fyrir vikið er liðið með tveimur stigum meira en Englandsmeistarar City. Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við liði Arsenal. Hann þekkti liðsmenn City því mjög vel og hefur þegar fengið tvær frábærar sendingar frá City. View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Það má segja að Guardiola hafi gert lærlingi sínum tvo greiða í sumar þegar Arsenal fékk bæði Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko. Báðir hafa bætt miklu við Arsenal liðið þótt Zinchenko sé meiddur þessa dagana. Arsenal borgaði reyndar 77 milljónir punda fyrir leikmennina en þeir hafa styrkt liðið mikið. Nú eru vangaveltur uppi um það í erlendum miðlum hvort að Guardiola gæti gert Arteta enn einn „greiðann“. Margir hafa bent á það að Arsenal liðið er allt annað lið þegar þeir eru með Thomas Partey inn á miðjunni eða þegar Partey er ekki með. Partey hefur meiðst reglulega og Arsenal þarf tilfinnanlega meiri breidd inn á miðjunni ætli liðið að ná að koma sér í gegnum þá leiki sem Thomas Partey er frá. Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, er að renna út á samning í sumar. City hefur ekki enn framlengt samning hans og Gundogan má fara að ræða við önnur félög í janúar. Það er því sérfræðingar sem hafa nefnt Gundogan sem mjög góðan kost fyrir Arsenal þótt að vitað sé líka af áhuga á honum heima í Þýskalandi. Gundogan er mjög fjölhæfur miðjumaður og getur því spilað djúpt á miðjunni en einnig getur hann leysta af menn eins og Martin Odegaard eða Emile Smith Rowe. Gundogan er reynslumikill og hefur sýnt leiðtogahæfileika sína hjá City liðinu undanfarin ár. Arsenal var kannski ekki líklegt til að keppa um titilinn við City þegar Gabriel Jesus og Zinchenko komu í sumar og því gæti meiri ógn af Arsenal mönnum minnkað líkurnar á að City leyfi Gundogan að fara þangað. Það breytir ekki því að menn þykir hann frábær kostur fyrir Arsenal liðið.
Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Sjá meira