Ert þú að fara á landsfund? Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 31. október 2022 18:31 Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt. Ég vil hér fara yfir kosningabaráttuna eins og hún blasir við mér. Innantómur hræðsluáróður Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram í bæði opinberum yfirlýsingum og í símtölum við Sjálfstæðisfólk að ríkisstjórnin muni springa verði hann ekki kjörin formaður. Katrín Jakobsdóttir komst hins vegar vel að orði í Reykjavík síðdegis þegar hún sagði orðrétt: „Þetta er bara Sjálfstæðismanna að útkljá“ og tók þar með fyrir þá raulu. Það er ágætt að minna á að ríkisstjórnarsamstarfið byggir á málefnasamningi þriggja flokka, ekki þriggja einstaklinga. Þeir sem fleyta fram þessum áróðri ættu að spyrja sig hvort að ríkisstjórnin myndi springa ef Framsókn myndi velja sér nýjan formann. Við vitum að svarið við því er nei. Því miður hefur orðið vart við það að Bjarni sjálfur og hans nánasta stuðningsfólk dreifi nú þessum hræðsluáróðri til sjálfstæðisfólks. Kannski þarf að minna fólk á það að enginn einn maður er stærri en flokkurinn. Kosningabarátta Bjarna hefur fram til þessa einkennst af því að hann biður ekki um stuðning vegna eigin verðleika, heldur talar um þær „ýmsu hamfarir“ sem munu orsakast af mögulegri formennsku Guðlaugs. Þegar menn reka kosningabaráttu sína á hræðsluáróðri er tvennt sem gæti útskýrt það. Annað hvort ertu ekki með nægilega góða ferilskrá og neyðist því til að mála mótherjann sem verri kost en þig, eða þú hræðist að lúta í lægra haldi og grípur til niðurrifs sem síðasta úrræðis. Hnignandi staða Sjálfstæðisflokksins Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli í of langan tíma. Staðan er sú að eini hægri flokkur landsins mælist nú með á milli 19-22% fylgi í skoðanakönnunum. Að horfast ekki í augu við þá staðreynd er að stinga hausnum í sandinn. Bjarni Benediktsson hefur þjónað landi og þjóð vel sem fjármálaráðherra, en við Sjálfstæðismenn erum ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra. Við erum við að kjósa okkur formann sem getur leitt flokkinn áfram 73% svarenda í könnun Reykjavík Síðdegis í síðustu viku sögðust líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Guðlaug Þór sem formann. Þrátt fyrir það að könnunin sé ekki hávísindaleg, þá gefur hún okkur ágætis mynd af því hvor frambjóðandinn er líklegri til að afla flokknum fylgis. Alls svöruðu 5,700 könnuninni og þar af vildu rúmlega 4,100 sjá Guðlaug í brúnni. Stétt með stétt Kjörorð Sjálfstæðisflokksins voru eitt sinn stétt með stétt og var fylgi hans þverskurður af samfélaginu, hlutfallslega jafn mikið meðal mismunandi hópa óháð samfélagsstöðu. Sú er ekki tíðin lengur. Samkvæmt mælingum hefur flokkurinn misst fylgi sitt meðal lágtekjufólks, sem er nú undir 15%, og meðaltekjufólks sem er hrunið í um það bil 20%, á meðan fylgið helst yfir 40% meðal tekjuhárra. Þróunin hefur átt sér stað með Bjarna Benediktsson við stýrið. Flokkurinn þarf að bæta ásýnd sína og það tekur tíma. Venjulegt fólk, sama inn í hvernig fjölskylduaðstæður það fæðist, á að geta fundið sig í sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisstefnan stuðlar að samfélagi byggt á frelsi, tækifærum og ábyrgð. Samfélagi þar sem allir geta náð langt. Það er að minnsta kosti. ástæðan fyrir því að ég skráði mig í flokkinn, vinn í grasrótinni og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Suðurkjördæmi Ég er Suðurnesjamaður og er lánsamur að eiga mér fólk að víðsvegar um Suðurkjördæmi. Ef þú ert landsfundarfulltrúi frá Suðurkjördæmi þá væri ekki verra að spyrja sig: „Hvernig hefur Bjarni sinnt kjördæminu sem formaður?“. Ef þú hugsar málið, tel ég líklegt að hið augljósa svar sé: Afar illa. Að lokum Þessi pistill er ekki ætlaður til þess að rífa Bjarna niður. Ég hef stutt hann lengi og það er ekki auðveld ákvörðun að styðja ekki formann flokksins. Hins vegar væri glapræði að horfast ekki í augu við staðreyndir. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá fyrsta degi af formennsku hans, fólk sækist í minna mæli eftir því að taka þátt í grasrótinni og það sjá allir að ákveðinn klíkuskapur er farin að hreiðra um sig í flokknum. Þegar fyrirtæki missir markaðshlutdeild sína og það hefur bara gerst undir einum framkvæmdastjóra, þá er kannski kominn tími til að skipta. Höfundur er stjórnarmeðlimur Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt. Ég vil hér fara yfir kosningabaráttuna eins og hún blasir við mér. Innantómur hræðsluáróður Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram í bæði opinberum yfirlýsingum og í símtölum við Sjálfstæðisfólk að ríkisstjórnin muni springa verði hann ekki kjörin formaður. Katrín Jakobsdóttir komst hins vegar vel að orði í Reykjavík síðdegis þegar hún sagði orðrétt: „Þetta er bara Sjálfstæðismanna að útkljá“ og tók þar með fyrir þá raulu. Það er ágætt að minna á að ríkisstjórnarsamstarfið byggir á málefnasamningi þriggja flokka, ekki þriggja einstaklinga. Þeir sem fleyta fram þessum áróðri ættu að spyrja sig hvort að ríkisstjórnin myndi springa ef Framsókn myndi velja sér nýjan formann. Við vitum að svarið við því er nei. Því miður hefur orðið vart við það að Bjarni sjálfur og hans nánasta stuðningsfólk dreifi nú þessum hræðsluáróðri til sjálfstæðisfólks. Kannski þarf að minna fólk á það að enginn einn maður er stærri en flokkurinn. Kosningabarátta Bjarna hefur fram til þessa einkennst af því að hann biður ekki um stuðning vegna eigin verðleika, heldur talar um þær „ýmsu hamfarir“ sem munu orsakast af mögulegri formennsku Guðlaugs. Þegar menn reka kosningabaráttu sína á hræðsluáróðri er tvennt sem gæti útskýrt það. Annað hvort ertu ekki með nægilega góða ferilskrá og neyðist því til að mála mótherjann sem verri kost en þig, eða þú hræðist að lúta í lægra haldi og grípur til niðurrifs sem síðasta úrræðis. Hnignandi staða Sjálfstæðisflokksins Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli í of langan tíma. Staðan er sú að eini hægri flokkur landsins mælist nú með á milli 19-22% fylgi í skoðanakönnunum. Að horfast ekki í augu við þá staðreynd er að stinga hausnum í sandinn. Bjarni Benediktsson hefur þjónað landi og þjóð vel sem fjármálaráðherra, en við Sjálfstæðismenn erum ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra. Við erum við að kjósa okkur formann sem getur leitt flokkinn áfram 73% svarenda í könnun Reykjavík Síðdegis í síðustu viku sögðust líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Guðlaug Þór sem formann. Þrátt fyrir það að könnunin sé ekki hávísindaleg, þá gefur hún okkur ágætis mynd af því hvor frambjóðandinn er líklegri til að afla flokknum fylgis. Alls svöruðu 5,700 könnuninni og þar af vildu rúmlega 4,100 sjá Guðlaug í brúnni. Stétt með stétt Kjörorð Sjálfstæðisflokksins voru eitt sinn stétt með stétt og var fylgi hans þverskurður af samfélaginu, hlutfallslega jafn mikið meðal mismunandi hópa óháð samfélagsstöðu. Sú er ekki tíðin lengur. Samkvæmt mælingum hefur flokkurinn misst fylgi sitt meðal lágtekjufólks, sem er nú undir 15%, og meðaltekjufólks sem er hrunið í um það bil 20%, á meðan fylgið helst yfir 40% meðal tekjuhárra. Þróunin hefur átt sér stað með Bjarna Benediktsson við stýrið. Flokkurinn þarf að bæta ásýnd sína og það tekur tíma. Venjulegt fólk, sama inn í hvernig fjölskylduaðstæður það fæðist, á að geta fundið sig í sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisstefnan stuðlar að samfélagi byggt á frelsi, tækifærum og ábyrgð. Samfélagi þar sem allir geta náð langt. Það er að minnsta kosti. ástæðan fyrir því að ég skráði mig í flokkinn, vinn í grasrótinni og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Suðurkjördæmi Ég er Suðurnesjamaður og er lánsamur að eiga mér fólk að víðsvegar um Suðurkjördæmi. Ef þú ert landsfundarfulltrúi frá Suðurkjördæmi þá væri ekki verra að spyrja sig: „Hvernig hefur Bjarni sinnt kjördæminu sem formaður?“. Ef þú hugsar málið, tel ég líklegt að hið augljósa svar sé: Afar illa. Að lokum Þessi pistill er ekki ætlaður til þess að rífa Bjarna niður. Ég hef stutt hann lengi og það er ekki auðveld ákvörðun að styðja ekki formann flokksins. Hins vegar væri glapræði að horfast ekki í augu við staðreyndir. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá fyrsta degi af formennsku hans, fólk sækist í minna mæli eftir því að taka þátt í grasrótinni og það sjá allir að ákveðinn klíkuskapur er farin að hreiðra um sig í flokknum. Þegar fyrirtæki missir markaðshlutdeild sína og það hefur bara gerst undir einum framkvæmdastjóra, þá er kannski kominn tími til að skipta. Höfundur er stjórnarmeðlimur Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun