Ungstirnið Volpato kom Rómverjum til bjargar á ögurstundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 19:46 Nemanja Matić og Cristian Volpato fagna marki þess síðarnefnda. Emmanuele Ciancaglini/Getty Images Lærisveinar José Mourinho í Roma eru komnir upp í fjórða sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir 3-1 útisigur á Hellas Verona í kvöld. Leikur kvöldsins var enginn dans á rósum fyrir gestina frá Róm. Paweł Dawidowicz kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fór úr hetju í skúrk á mettíma þar sem hann nældi sér í rautt spjald tæpum tíu mínútum síðar fyrir gróft brot. Dawidowicz tæklaði þá Nicolò Zaniolo illa en sá síðarnefndi átti eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það virtist sem Dawidowicz myndi sleppa við rauða spjaldið en á endanum fór dómari leiksins, Juan Luca Sacchi, í skjáinn og lyfti rauða spjaldinu í kjölfarið. Það nýttu Rómverjar sér og jafnaði Zaniolo sjálfur metin með marki af stuttu færi en hann var fyrstur að átta sig á stöðu mála eftir að Tammy Abraham hafði átt skot í stöng. Staðan orðin jöfn 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að sækja sigurinn. Mourinho gerði fjölda skiptinga og var það innkoma hins 18 ára gamla Cristian Volpato sem gerði gæfumuninn. Hún var þó ekki jákvæð þar sem Zaniolo fór meiddur af velli í staðinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þá gaf Nemanja Matić á Volpato sem skoraði með þrumuskoti og gestirnir komnir 2-1 yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Volpato svo sendingu á Stephan El Shaarawy sem skoraði með glæsilegri vippu. Lokatölur 3-1 og Rómverjar komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur minna en Atalanta sem er í öðru sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Leikur kvöldsins var enginn dans á rósum fyrir gestina frá Róm. Paweł Dawidowicz kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fór úr hetju í skúrk á mettíma þar sem hann nældi sér í rautt spjald tæpum tíu mínútum síðar fyrir gróft brot. Dawidowicz tæklaði þá Nicolò Zaniolo illa en sá síðarnefndi átti eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það virtist sem Dawidowicz myndi sleppa við rauða spjaldið en á endanum fór dómari leiksins, Juan Luca Sacchi, í skjáinn og lyfti rauða spjaldinu í kjölfarið. Það nýttu Rómverjar sér og jafnaði Zaniolo sjálfur metin með marki af stuttu færi en hann var fyrstur að átta sig á stöðu mála eftir að Tammy Abraham hafði átt skot í stöng. Staðan orðin jöfn 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að sækja sigurinn. Mourinho gerði fjölda skiptinga og var það innkoma hins 18 ára gamla Cristian Volpato sem gerði gæfumuninn. Hún var þó ekki jákvæð þar sem Zaniolo fór meiddur af velli í staðinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þá gaf Nemanja Matić á Volpato sem skoraði með þrumuskoti og gestirnir komnir 2-1 yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Volpato svo sendingu á Stephan El Shaarawy sem skoraði með glæsilegri vippu. Lokatölur 3-1 og Rómverjar komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur minna en Atalanta sem er í öðru sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira