Adam Ægir stoðsendingakóngur: Ég þarf ekki að fá þessa fjórtándu ef ég vinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 09:01 Adam Ægir Pálsson fagnar marki í Bestu deild karla í sumar. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson er stoðsendingakóngur Bestu deildar karla samkvæmt því sem Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út þrátt fyrir að vafi leiki á sigurstoðsendingunni hans. Adam Ægir mætti til Guðjóns Guðmundssonar í gær og þeir skoðuðu saman hina umdeildu fjórtándu stoðsendingu. „Eins og þú sérð hérna þá held ég að það ætti alltaf að telja því það hafa nokkrar svona stoðsendingar talið í sumar,“ sagði Adam Ægir Pálsson. Undirritaður vill gera athugasemd við þessa yfirlýsingu Adams Ægis sem er röng. Leyfi KSÍ þessari stoðsendingu að standa þá verður hún sú eina í sumar sem leyfir mótherja að sparka í boltann áður en hún berst til markaskorara. Guðjón sagði við Adam að hann hefði fengið það staðfest að Adam Ægir væri stoðsendingakóngur deildarinnar en það væri enn óvissa með þá fjórtándu. Sáttur með báðar niðurstöður „Ef ég vinn þá er ég sáttur. Ég þarf ekki að fá þessa fjórtándu ef ég vinn þetta. Ég er sáttur með báðar niðurstöður,“ sagði Adam Ægir. S2 Sport Adam Ægir skoraði sjö mörk auk allra stoðsendinganna og átti því mjög flott tímabil. Hvað gerir það að verkum að hann spilar svona vel í sumar? „Þú hefur örugglega heyrt þetta áður en aukaæfingin. Margir tala um hana en ég er mjög ánægður með sjálfan mig hvað ég æfi mikið, hvað ég legg mikinn metnað í þetta og fórna miklu. Þetta er byrjunin á því,“ sagði Adam Ægir. Adam kom til Keflavíkur á láni frá Víkingum. Hann fékk mikið traust hjá þjálfara Keflavíkur Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. „Já klárlega. Ég þekkti Sigga fyrir því hann var að þjálfa mig 2020 hjá Keflavík. Hann setti mikið traust á mig með því að leyfa mér að spila allar þessar mínútur og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Adam Ægir. Allir vinirnir eru í Víkingi Hann snýr nú aftur til Víkinga eftir lánið. „Ég er bara mjög spenntur fyrir því, Mér leið mjög vel í Víkinni áður en ég fór í Keflavík og upprunalega þá fór ég bara til þess að fá að spila og líka mér líður mjög vel í Keflavík,“ sagði Adam Ægir. S2 Sport „Ég á mjög góðar minningar úr Víkinni, vann tvöfalt í fyrra með Víking og allir vinirnir mínir eru þar,“ sagði Adam en hefur hann rætt við Arnar Gunnlaugsson. þjálfara Víkings um framhaldið. „Já við höfum verið í sambandi hingað og þangað en svo kemur bara í ljós hvað gerist. Hann sendi á mig um daginn þar sem hann óskaði mér til hamingju með frábært tímabil og að hann væri stoltur af mér. Ég kann virkilega mikið að meta það og gott að sjá að hann sé að fylgjast með mér,“ sagði Adam. Ef þú spilar vel á Íslandi þá er alltaf einhver áhugi á þér Atvinnumennskan hlýtur að kitla en er eitthvað að gerast þar? „Já það er alltaf einhver áhugi. Ef þú spilar vel á Íslandi þá er alltaf einhver áhugi á þér. Ég er mjög stoltur af því hvað ég afrekaði í sumar og það fylgir því einhver áhugi. Það er bara mjöga gaman en maður veit ekkert hvað gerist fyrr en það er komið á blað. Eins og ég segi þá mæti ég á æfingu hjá Víkingi þegar ég á að mæta,“ sagði Adam. Ég vill sjá mig spila Hvar vill Adam sjá sjálfan sig á næsta ári? „Góð spurning. Ég vill alla vega sjá mig spila það er nokkuð ljóst. Þar sem ég verð þá verð ég að spila,“ sagði Adam en var hann betri í sumar en hann reiknaði með. „Nei, klárlega ekki. Ég veit alveg hvað ég get og ég hef alltaf vitað það. Þetta var bara tíminn minn til að sýna það loksins ,“ sagði Adam sem finnst jafnvel að hann hefði getað gert meira. Ég get alltaf meira „Ég byrjaði sumarið smá rólega og svo kláraði ég þetta mjög vel. Mér finnst ég alltaf geta gert betur, æft meira, leggja upp meira og skora meira. Ég skoraði tvö á móti Leikni um daginn og var samt ósáttur að skora ekki þriðja. Eins og ég segi ég get alltaf meira,“ sagði Adam. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Adam Ægir: Eins og ég segi þá ég get alltaf meira Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Adam Ægir mætti til Guðjóns Guðmundssonar í gær og þeir skoðuðu saman hina umdeildu fjórtándu stoðsendingu. „Eins og þú sérð hérna þá held ég að það ætti alltaf að telja því það hafa nokkrar svona stoðsendingar talið í sumar,“ sagði Adam Ægir Pálsson. Undirritaður vill gera athugasemd við þessa yfirlýsingu Adams Ægis sem er röng. Leyfi KSÍ þessari stoðsendingu að standa þá verður hún sú eina í sumar sem leyfir mótherja að sparka í boltann áður en hún berst til markaskorara. Guðjón sagði við Adam að hann hefði fengið það staðfest að Adam Ægir væri stoðsendingakóngur deildarinnar en það væri enn óvissa með þá fjórtándu. Sáttur með báðar niðurstöður „Ef ég vinn þá er ég sáttur. Ég þarf ekki að fá þessa fjórtándu ef ég vinn þetta. Ég er sáttur með báðar niðurstöður,“ sagði Adam Ægir. S2 Sport Adam Ægir skoraði sjö mörk auk allra stoðsendinganna og átti því mjög flott tímabil. Hvað gerir það að verkum að hann spilar svona vel í sumar? „Þú hefur örugglega heyrt þetta áður en aukaæfingin. Margir tala um hana en ég er mjög ánægður með sjálfan mig hvað ég æfi mikið, hvað ég legg mikinn metnað í þetta og fórna miklu. Þetta er byrjunin á því,“ sagði Adam Ægir. Adam kom til Keflavíkur á láni frá Víkingum. Hann fékk mikið traust hjá þjálfara Keflavíkur Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. „Já klárlega. Ég þekkti Sigga fyrir því hann var að þjálfa mig 2020 hjá Keflavík. Hann setti mikið traust á mig með því að leyfa mér að spila allar þessar mínútur og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Adam Ægir. Allir vinirnir eru í Víkingi Hann snýr nú aftur til Víkinga eftir lánið. „Ég er bara mjög spenntur fyrir því, Mér leið mjög vel í Víkinni áður en ég fór í Keflavík og upprunalega þá fór ég bara til þess að fá að spila og líka mér líður mjög vel í Keflavík,“ sagði Adam Ægir. S2 Sport „Ég á mjög góðar minningar úr Víkinni, vann tvöfalt í fyrra með Víking og allir vinirnir mínir eru þar,“ sagði Adam en hefur hann rætt við Arnar Gunnlaugsson. þjálfara Víkings um framhaldið. „Já við höfum verið í sambandi hingað og þangað en svo kemur bara í ljós hvað gerist. Hann sendi á mig um daginn þar sem hann óskaði mér til hamingju með frábært tímabil og að hann væri stoltur af mér. Ég kann virkilega mikið að meta það og gott að sjá að hann sé að fylgjast með mér,“ sagði Adam. Ef þú spilar vel á Íslandi þá er alltaf einhver áhugi á þér Atvinnumennskan hlýtur að kitla en er eitthvað að gerast þar? „Já það er alltaf einhver áhugi. Ef þú spilar vel á Íslandi þá er alltaf einhver áhugi á þér. Ég er mjög stoltur af því hvað ég afrekaði í sumar og það fylgir því einhver áhugi. Það er bara mjöga gaman en maður veit ekkert hvað gerist fyrr en það er komið á blað. Eins og ég segi þá mæti ég á æfingu hjá Víkingi þegar ég á að mæta,“ sagði Adam. Ég vill sjá mig spila Hvar vill Adam sjá sjálfan sig á næsta ári? „Góð spurning. Ég vill alla vega sjá mig spila það er nokkuð ljóst. Þar sem ég verð þá verð ég að spila,“ sagði Adam en var hann betri í sumar en hann reiknaði með. „Nei, klárlega ekki. Ég veit alveg hvað ég get og ég hef alltaf vitað það. Þetta var bara tíminn minn til að sýna það loksins ,“ sagði Adam sem finnst jafnvel að hann hefði getað gert meira. Ég get alltaf meira „Ég byrjaði sumarið smá rólega og svo kláraði ég þetta mjög vel. Mér finnst ég alltaf geta gert betur, æft meira, leggja upp meira og skora meira. Ég skoraði tvö á móti Leikni um daginn og var samt ósáttur að skora ekki þriðja. Eins og ég segi ég get alltaf meira,“ sagði Adam. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Adam Ægir: Eins og ég segi þá ég get alltaf meira
Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira