Enski boltinn

Tölfræði fyrir þá sem halda að Klopp sakni ekki Mane mjög mikið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jurgen Klopp faðmar Sadio Mané eftir síaðsta leik Senegalans fyrir Liverpool.
Jurgen Klopp faðmar Sadio Mané eftir síaðsta leik Senegalans fyrir Liverpool. Getty/Ian MacNicol

Sadio Mane er ekki lengur leikmaður Liverpool liðsins og mörgum finnst þeir sjái það greinilega á leik þess. Úrslitin benda til þess að liðið sakni Senegalans og tölfræðin sýnir það svart á hvítu.

Liverpool gerði nýjan risasamning við Mohammed Salah í ár en seldi síðan Mane til þýska liðsins Bayern München.

Hinn þrítugi Mane var búinn að spila hjá Liverpool frá árinu 2016 og vat með 120 mörk í 269 leikjum í öllum keppnum.

Mane var kannski fyrstu frábæru kaup Jürgen Klopp sem stjóra Liverpool en félagið keypti hann frá Southampton sumarið fyrir fyrsta heila tímabil Klopp sem knattspyrnustjóra Liverpool.

Hér fyrir neðan má sjá sláandi tölfræði fyrir þá sem halda að Klopp sakni ekki Mane mjög mikið. Liðið er í 8. eða 9. sæti án hans en aldrei neðar en í fjórða sætið með hann.

Það á eftir að spila mikið af þessu tímabili en það þarf líka mikið að breytast ætli Liverpool að koma sér í Meistaradeildarsæti á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×