Forsetinn segist ekki vera að segja samningnum upp, heldur aðeins að fresta honum um óákveðinn tíma en á sínum tíma var samningurinn gerður fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna og sérstaklega Tyrkja. Forsetinn ýjar einnig að því að skipaleiðin hafi verið nýtt af Úkraínumönnum með einhverjum hætti til að gera árás á Svartahafsflota Rússa á dögunum.
Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja þó ljóst að engin skip hafi verið á þeim slóðum þegar árásin var gerð og Úkraínumenn hafa ekki gengist við árásinni.
Volódómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar gagnrýnt þessa ákvörðun Pútíns harðlega og sakar Rússaforseta um að beita yfirvofandi hungursneyð í heiminum sem vopni í stríðinu.