Letti sem kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi framseldur heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2022 10:37 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni lettneskra yfirvalda um framsal á lettneskum ríkisborgara sem búsettur hefur verið hér á landi í þrjú ár. Þarlend yfirvöld vilja að maðurinn afpláni fimm ára dóm fyrir að hafa verslað með átján grömm af amfetamíni. Maðurinn kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti fyrir helgi. Staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hafði nýverið staðfest ákvörðun ríkissaksóknara að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda. Málið má rekja til þess að ríkissaksóknara barst evrópsk handtökuskipun frá kollega hans í Lettlandi. Óskað var eftir handtöku og afhendingar umrædds manns, til fullnustu fangelsisrefsingar. Fimm ára fangelsisdómur beið Árið 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa keypt og selt 18,3 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa haft í vörslum sínu, 0,32 grömm af kannabisefnum þegar hann var handtekinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í fimm ára og tveggja mánaða fangelsi. Átti hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 14. september síðastliðinn. Skömmu síðar var tekin ákvörðum um að verða við framsalsbeiðninni. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms og fór að lokum fyrir Landsrétt, sem staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara, eins og áður hefur komið fram. Sagðist hafa snúið við blaðinu hér Við meðferð málsins í héraðsdómi sagðist maðurinn hafa komið hingað til lands árið 2019. Hér hafi hann öðlast nýtt líf, væri verðmætur starfskraftur á vinnustað sínum, hafi hér eignast kærustu og hvorki neytt áfengis né annarra vímuefna. Engin brot væri að finna á sakaskrá mannsins eða málaskrá lögreglu hér á landi. Frá Riga, höfuðborg Lettlands.Mehmet Murat Onel/Anadolu Agency via Getty Images) Lífið hafi reynst honum erfitt í Lettlandi en hér á landi hafi honum tekist að snúa við blaðinu og liði vel. Þá vildi maðurinn meina að fangelsisdómurinn sem biði hans í Lettlandi væri í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu. Algjört ósamræmi væri á milli þyngd hans og alvarlega brotsins sem hann var sakfelldur fyrir. Ekki hlutverk héraðsdóms að endurmeta niðurstöðu dómstóls í öðru landi Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir hins vegar að öll lagaskilyrði fyrir framsali mannsins væru uppfyllt. Um þyngd dómsins í Lettlandi segir dómari að vissulega megi fallast á þau sjónarmiðað miðað við málavexti málsins. Hins vegar liggi engar upplýsingar fyrir um hvað sé að baki þeirri refsiákvörðun. Héraðsdómur hér á landi hafi ekki valdheimild til að endurmeta hver hæfileg refsing við umræddu broti sé. Landsréttur staðfesti sem fyrr niðurstöðu héraðsdóms um að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara um framsal mannsins. Dómsmál Lettland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti fyrir helgi. Staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hafði nýverið staðfest ákvörðun ríkissaksóknara að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda. Málið má rekja til þess að ríkissaksóknara barst evrópsk handtökuskipun frá kollega hans í Lettlandi. Óskað var eftir handtöku og afhendingar umrædds manns, til fullnustu fangelsisrefsingar. Fimm ára fangelsisdómur beið Árið 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa keypt og selt 18,3 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa haft í vörslum sínu, 0,32 grömm af kannabisefnum þegar hann var handtekinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í fimm ára og tveggja mánaða fangelsi. Átti hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 14. september síðastliðinn. Skömmu síðar var tekin ákvörðum um að verða við framsalsbeiðninni. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms og fór að lokum fyrir Landsrétt, sem staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara, eins og áður hefur komið fram. Sagðist hafa snúið við blaðinu hér Við meðferð málsins í héraðsdómi sagðist maðurinn hafa komið hingað til lands árið 2019. Hér hafi hann öðlast nýtt líf, væri verðmætur starfskraftur á vinnustað sínum, hafi hér eignast kærustu og hvorki neytt áfengis né annarra vímuefna. Engin brot væri að finna á sakaskrá mannsins eða málaskrá lögreglu hér á landi. Frá Riga, höfuðborg Lettlands.Mehmet Murat Onel/Anadolu Agency via Getty Images) Lífið hafi reynst honum erfitt í Lettlandi en hér á landi hafi honum tekist að snúa við blaðinu og liði vel. Þá vildi maðurinn meina að fangelsisdómurinn sem biði hans í Lettlandi væri í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu. Algjört ósamræmi væri á milli þyngd hans og alvarlega brotsins sem hann var sakfelldur fyrir. Ekki hlutverk héraðsdóms að endurmeta niðurstöðu dómstóls í öðru landi Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir hins vegar að öll lagaskilyrði fyrir framsali mannsins væru uppfyllt. Um þyngd dómsins í Lettlandi segir dómari að vissulega megi fallast á þau sjónarmiðað miðað við málavexti málsins. Hins vegar liggi engar upplýsingar fyrir um hvað sé að baki þeirri refsiákvörðun. Héraðsdómur hér á landi hafi ekki valdheimild til að endurmeta hver hæfileg refsing við umræddu broti sé. Landsréttur staðfesti sem fyrr niðurstöðu héraðsdóms um að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara um framsal mannsins.
Dómsmál Lettland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent