Sammælast um að efla þurfi grasrót Sjálfstæðisflokksins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 14:03 Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson hafa öll sóst eftir að verða ritari Sjálfstæðisflokksins. Vísir Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans. Hart er barist um formannssæti flokksins en Bjarni Benediktsson sitjandi formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra heyja baráttu um það. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er ein í framboði til varaformanns. Jón Gunnarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherrar eru þau sem síðast sinntu ritaraembættinu bæði þurftu að láta af því eftir að þau tóku ráðherrastól. Þrjú berjast nú um þetta embætti. Leggur áherslu á sveitarstjórnarstigið „Ég hef lengi talað fyrir því að sveitarstjórnarstigið þurfi aukna virðingu og aukið vægi innan flokksins. Mér fannst tími til þess að á meðan ég hef alls konar hugmyndir um hvernig hægt sé að gera það að ég gefi kost á mér í þetta mikilvæga embætti sem snýr fyrst og fremst að innra starfinu,“ segir Bryndís Haralsdóttir þingmaður og frambjóðandi til ritara Sjálfstæðisflokksins. Bryndís hefur verið í flokknum í áratugi og starfað í hans innra starfi en einnig í sveitarstjórnarmálum. Hún var bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ um nokkurra ára skeið áður en hún tók sæti á þingi. Auk þess að einblína á sveitarstjórnarstigið innan flokksins segir hún mikilvægt að efla grasrót hans. „Innra starfið snýst um grasrótina og ég er með hugmyndir um það hvernig við getum eflt grasrótina enn frekar og styrkt þetta fólk sem er að vinna út um land allt í bæði félags- og málefnastarfi fyrir flokkinn. Svo er auðvitað stóra verkefnið okkar saman að stækka og auka fylgi flokksins,“ segir Bryndís. „Þá held ég að við verðum að sameinast um það að útskýra fyrir fólki að Sjálfstæðisstefnan er í rauninni velferðarstefna og það er sú stefna sem hefur komið íslensku þjóðinni hvað best.“ Mikilvægt að flokksmenn viti fyrir hvað flokkurinn stendur Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi og mótframbjóðandi hennar leggur sömuleiðis áherslu á grasrótina. „Ritari á að þjóna því hlutverki að hlúa að grasrótinni og tryggja það eins og framast er kostur að fólk sé stolgt af því að vera í Sjálfstæðisflokknum. Það viti fyrir hvað hann stendur og hvert hann sé að fara,“ segir hann og telur það hafa skort í nokkurn tíma. Þá þurfi að auka upplýsingamiðlun til flokksmanna og út á við. „Það er mjög mikilvægt svo það sé skýrt fyrir hvað flokkurinn stendur og hvert hann er að stefna í einstökum málum. Svo að ritaraembættið hafi pólitískt vægi, sem ég tel að það hafi í raun og veru ekki haft nægilega mikið svo að ritari hafi forystu um að félags- og flokksstarfið sé í góðu lagi um land allt,“ segir Helgi. Endurvekja þurfi samhljóm sjálfstæðisstefnunnar Vilhjálmur Árnason þingmaður og þriðji frambjóðandinn segir að efla þurfi starf flokksins með því að: „Hjálpa fólkinu í flokknum að tengjast betur og boða sjálfstæðisstefnuna skýrar. Við þurfum líka að endurvekja samhljóm sjálfstæðisstefnunnar til nýrra kynslóða.“ Heyrast hefði mátt skýrar undanfarið hver sjálfstæðisstefnan er. „Það eru kannski bara breyttir tímar og þarf því aðeins að hugsa hlutina upp á nýtt. Ég tel að með mína reynslu og þjóðfélagsstöðu hafi ég þekkinguna og reynsluna til að gera það með fólkinu í flokknum.“ En við hvaða formannsframbjóðanda styðja þau? Hverja styðja frambjóðendur til ritara í formannskjörinu? „Það er alltaf erfitt að gera upp á milli góðra félaga. Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór eru einstaklega hæfir stjórnmálamenn og hafa sýnt það í sínum embættum. Ég hef gefið það út að ég styðji Bjarna Benediktsson,“ segir Bryndís. „Það er vegna þess að ég tel þennan tíma ekki réttan til að skipta um formann. Við erum tiltölulega nýkomin út úr kosningum þar sem ríkisstjórnin hélt velli og hún var mynduð aftur. Hún byggir auðvitað rosalega mikið á oddvitum ríkisstjórnarflokkanna þannig að ég hefði talið að þetta væri ekki rétti tíminn til að skipta um formann.“ Vilhjálmur og Helgi eru ekki eins ákveðnir. „Ég er að fókusera á mitt framboð til ritara. Bæði Bjarni Benediktsson núverandi formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson eru afburðamenn og ég treysti þeim báðum til að sinna þessu embætti en vil fókusera á mitt framboð og geta unnið með hvorum aðila fyrir sig nái ég kjöri sem ritari,“ segir Helgi. „Á hvorn veginn sem fer tel ég að grípa verði til skipulagsbreytinga innan flokksins svo við náum vopnum okkar. Ég vil gjarnan að fylgi flokksins sé meira, bæði á landsvísu og á sveitarstjórnarstiginu.“ Vilhjálmur segist hafa á sínum stjórnmálaferli einbeitt sér að málefnunum en ekki fólkinu. „Ég hef ekki viljað skipta mér í fylkingar innan flokksins heldur bara viljað starfa með öllum flokksmönnum að sjálfstæðisstefnunni. Ég hef tekið skýra afstöðu þegar kemur til málefnanna en hef ekki tekið afstöðu þegar flokkurinn er að velja sér fólk til forystu og þar sem ég er í ritaraframboði ætla ég ekki að fara að breyta því,“ segir Vilhjálmur. „Ég fagna því bara að sé líf á landsfundi og að við fáum að kjósa okkar forystu.“ Hefurðu fundið fyrir titringi innan flokksins undanfarið? „Já, já. Það er auðvitað titringur og þetta er bara hluti af lýðræðinu og við erum lýðræðislegur flokkur og við erum náttúrulega stærsti flokkurinn og með langstærsta landsfundinn. Ég held að stóra málið sé að við komum sameinuð út af þessum fundi,“ segir Bryndís. „Ég veit ekki hvað skal segja um það. Ég hef verið að ferðast víða um land og annað framboðið var ekki tilkynnt fyrr en á sunnudag. Auðvitað er fólk að velta þessu fyrir sér en það má ekki gleyma að landsfundur Sjálfstæðisflokksins er mjög fjölmennur fundur og það er fagnaðarefni að á sílkum fundi sé tekist á um menn og málefni,“ segir Helgi. „Ég hef nú ekki fundið fyrir titringi, meira bara fundið fyrir miklum spenningi og tilhlökkun og auknum áhuga í flokknum. Fólki er ekki sama um hvernig þjóðfélagsmálin ganga fyrir sig og er því mjög áhugasamt um að taka þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og hefur metnað til að gera betur fyrir flokkinn og samfélagið um leið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Kosið um miklu meira en bara formann Sjálfstæðisflokksins Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár. 31. október 2022 21:40 Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10 „Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hart er barist um formannssæti flokksins en Bjarni Benediktsson sitjandi formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra heyja baráttu um það. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er ein í framboði til varaformanns. Jón Gunnarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherrar eru þau sem síðast sinntu ritaraembættinu bæði þurftu að láta af því eftir að þau tóku ráðherrastól. Þrjú berjast nú um þetta embætti. Leggur áherslu á sveitarstjórnarstigið „Ég hef lengi talað fyrir því að sveitarstjórnarstigið þurfi aukna virðingu og aukið vægi innan flokksins. Mér fannst tími til þess að á meðan ég hef alls konar hugmyndir um hvernig hægt sé að gera það að ég gefi kost á mér í þetta mikilvæga embætti sem snýr fyrst og fremst að innra starfinu,“ segir Bryndís Haralsdóttir þingmaður og frambjóðandi til ritara Sjálfstæðisflokksins. Bryndís hefur verið í flokknum í áratugi og starfað í hans innra starfi en einnig í sveitarstjórnarmálum. Hún var bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ um nokkurra ára skeið áður en hún tók sæti á þingi. Auk þess að einblína á sveitarstjórnarstigið innan flokksins segir hún mikilvægt að efla grasrót hans. „Innra starfið snýst um grasrótina og ég er með hugmyndir um það hvernig við getum eflt grasrótina enn frekar og styrkt þetta fólk sem er að vinna út um land allt í bæði félags- og málefnastarfi fyrir flokkinn. Svo er auðvitað stóra verkefnið okkar saman að stækka og auka fylgi flokksins,“ segir Bryndís. „Þá held ég að við verðum að sameinast um það að útskýra fyrir fólki að Sjálfstæðisstefnan er í rauninni velferðarstefna og það er sú stefna sem hefur komið íslensku þjóðinni hvað best.“ Mikilvægt að flokksmenn viti fyrir hvað flokkurinn stendur Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi og mótframbjóðandi hennar leggur sömuleiðis áherslu á grasrótina. „Ritari á að þjóna því hlutverki að hlúa að grasrótinni og tryggja það eins og framast er kostur að fólk sé stolgt af því að vera í Sjálfstæðisflokknum. Það viti fyrir hvað hann stendur og hvert hann sé að fara,“ segir hann og telur það hafa skort í nokkurn tíma. Þá þurfi að auka upplýsingamiðlun til flokksmanna og út á við. „Það er mjög mikilvægt svo það sé skýrt fyrir hvað flokkurinn stendur og hvert hann er að stefna í einstökum málum. Svo að ritaraembættið hafi pólitískt vægi, sem ég tel að það hafi í raun og veru ekki haft nægilega mikið svo að ritari hafi forystu um að félags- og flokksstarfið sé í góðu lagi um land allt,“ segir Helgi. Endurvekja þurfi samhljóm sjálfstæðisstefnunnar Vilhjálmur Árnason þingmaður og þriðji frambjóðandinn segir að efla þurfi starf flokksins með því að: „Hjálpa fólkinu í flokknum að tengjast betur og boða sjálfstæðisstefnuna skýrar. Við þurfum líka að endurvekja samhljóm sjálfstæðisstefnunnar til nýrra kynslóða.“ Heyrast hefði mátt skýrar undanfarið hver sjálfstæðisstefnan er. „Það eru kannski bara breyttir tímar og þarf því aðeins að hugsa hlutina upp á nýtt. Ég tel að með mína reynslu og þjóðfélagsstöðu hafi ég þekkinguna og reynsluna til að gera það með fólkinu í flokknum.“ En við hvaða formannsframbjóðanda styðja þau? Hverja styðja frambjóðendur til ritara í formannskjörinu? „Það er alltaf erfitt að gera upp á milli góðra félaga. Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór eru einstaklega hæfir stjórnmálamenn og hafa sýnt það í sínum embættum. Ég hef gefið það út að ég styðji Bjarna Benediktsson,“ segir Bryndís. „Það er vegna þess að ég tel þennan tíma ekki réttan til að skipta um formann. Við erum tiltölulega nýkomin út úr kosningum þar sem ríkisstjórnin hélt velli og hún var mynduð aftur. Hún byggir auðvitað rosalega mikið á oddvitum ríkisstjórnarflokkanna þannig að ég hefði talið að þetta væri ekki rétti tíminn til að skipta um formann.“ Vilhjálmur og Helgi eru ekki eins ákveðnir. „Ég er að fókusera á mitt framboð til ritara. Bæði Bjarni Benediktsson núverandi formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson eru afburðamenn og ég treysti þeim báðum til að sinna þessu embætti en vil fókusera á mitt framboð og geta unnið með hvorum aðila fyrir sig nái ég kjöri sem ritari,“ segir Helgi. „Á hvorn veginn sem fer tel ég að grípa verði til skipulagsbreytinga innan flokksins svo við náum vopnum okkar. Ég vil gjarnan að fylgi flokksins sé meira, bæði á landsvísu og á sveitarstjórnarstiginu.“ Vilhjálmur segist hafa á sínum stjórnmálaferli einbeitt sér að málefnunum en ekki fólkinu. „Ég hef ekki viljað skipta mér í fylkingar innan flokksins heldur bara viljað starfa með öllum flokksmönnum að sjálfstæðisstefnunni. Ég hef tekið skýra afstöðu þegar kemur til málefnanna en hef ekki tekið afstöðu þegar flokkurinn er að velja sér fólk til forystu og þar sem ég er í ritaraframboði ætla ég ekki að fara að breyta því,“ segir Vilhjálmur. „Ég fagna því bara að sé líf á landsfundi og að við fáum að kjósa okkar forystu.“ Hefurðu fundið fyrir titringi innan flokksins undanfarið? „Já, já. Það er auðvitað titringur og þetta er bara hluti af lýðræðinu og við erum lýðræðislegur flokkur og við erum náttúrulega stærsti flokkurinn og með langstærsta landsfundinn. Ég held að stóra málið sé að við komum sameinuð út af þessum fundi,“ segir Bryndís. „Ég veit ekki hvað skal segja um það. Ég hef verið að ferðast víða um land og annað framboðið var ekki tilkynnt fyrr en á sunnudag. Auðvitað er fólk að velta þessu fyrir sér en það má ekki gleyma að landsfundur Sjálfstæðisflokksins er mjög fjölmennur fundur og það er fagnaðarefni að á sílkum fundi sé tekist á um menn og málefni,“ segir Helgi. „Ég hef nú ekki fundið fyrir titringi, meira bara fundið fyrir miklum spenningi og tilhlökkun og auknum áhuga í flokknum. Fólki er ekki sama um hvernig þjóðfélagsmálin ganga fyrir sig og er því mjög áhugasamt um að taka þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og hefur metnað til að gera betur fyrir flokkinn og samfélagið um leið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Kosið um miklu meira en bara formann Sjálfstæðisflokksins Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár. 31. október 2022 21:40 Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10 „Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Kosið um miklu meira en bara formann Sjálfstæðisflokksins Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár. 31. október 2022 21:40
Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10
„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57