Auðurinn í drengjunum okkar Áhugahópur fólks um skólamál skrifar 2. nóvember 2022 07:32 Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Á Íslandi er skólaskylda. Hvergi annars staðar í þjóðfélaginu eru einstaklingar skyldugir að mæta. Ef vinnustaður barna skilar ekki tilskildum árangri og börnunum líður ekki vel þar, þá verður að endurskoða hlutina. Með sameiginlegu átaki getum við betrumbætt skólakerfið og gefið börnunum okkar tækifæri og framúrskarandi umhverfi til að blómstra. Ekkert barn á að þurfa að týnast á Íslandi sökum ósanngjarnra áskorana í opinberu kerfi sem allir verða að ganga í gegnum í tíu ár. Miklar umræður hafa skapast um skólamál að undanförnu, meðal annars í kjölfarið af vandaðri umfjöllun í þáttunum Börnin okkar sem eru sýndir á RÚV á sunnudagskvöldum og vegna leshraðamælinga barna. Við fögnum þessari umræðu sem samfélagið allt þarf að taka þátt í. Drengir standa höllum fæti Sú staðreynd hefur legið fyrir í um aldarfjórðung að drengir standa höllum fæti í íslensku skólakerfi. Þetta staðfesta fjöldi rannsókna, innlendar sem erlendar. Ein af þeim sem hefur ómað hvað hæst er að 34,4% drengja geta ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla skv. alþjóðlegum mælingum PISA. Þetta er nær tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum og töluvert hærra en í öðrum ríkjum. Þessi samanburður versnar stöðugt því hlutfallið var t.a.m. 24% árið 2009. Í lesskilningi er hærra hlutfall drengja í lægri hæfnisþrepum á Íslandi en að jafnaði í OECD ríkjunum. Ísland stendur sér á báti meðal Norðurlanda þar sem drengir eru eftirbátar stúlkna í öllum mældum greinum PISA. Margvíslegar rannsóknir og skoðanakannanir á vegum hins opinbera, skóla og alþjóðlegra mælinga hafa sýnt fram á þætti eins og að kennarar hrósa frekar stúlkum en drengjum og að drengjum finnst námið ekki nærri jafn skemmtilegt og stúlkum. Þá sjá drengir oft lítinn tilgang í því að vera í skóla. Karlkyns fyrirmyndum innan veggja skólans hefur einnig fækkað hratt og voru einungis 17,5% kennara karlar árið 2020 og hafði þá fækkað jafnt og þétt í nær aldarfjórðung. Það er áhyggjuefni að brottfall drengja í framhaldsskóla er 40% meira en brottfall stúlkna. Í Háskóla Íslands eru aðeins 32,1% af nemendum karlkyns og hefur hlutfallið lækkað hratt undanfarin ár en það var 37,2% fyrir aðeins þremur árum. Þetta lága hlutfall er ekki vegna þess að konur hafi óvenju hátt skráningarhlutfall í framhaldsnám. Innritunarstig kvenna í háskóla á Íslandi er við meðaltal OECD en innritunarstig karla undanfarin ár er hinsvegar með því lægsta sem mælist. Árið 2020 voru 47,6% kvenna með háskólamenntun en einungis 34,3% karla. Þessi munur eykst ár frá ári og er „óvíða jafn mikill og á Íslandi“ eins og kom fram í skýrslu Mennta- og menningarmálaráðuneytis um samantekt á menntatölfræði OECD frá 2018. Í kjölfar áskorunar drengja í menntakerfinu undanfarna áratugi hefur ungum karlmönnum með örorku fjölgað mjög. Síðustu tuttugu ár hefur ungum karlmönnum á aldrinum 18-29 ára sem eru á 75% örorku fjölgað um 74% skv. gögnum frá Tryggingastofnun ríkisins. Strax árið 2017 lýsti þáverandi heilbrigðisráðherra, Óttar Proppé, yfir þungum áhyggjum vegna mikillar fjölgunar ungra karlmanna á örorku og þá sérstaklega vegna geðraskana. Niðurstaðan blasir við: Samfélagið er svo sannarlega ekki að ná því besta úr mannauði drengjanna okkar. Hvað getum við gert? Ný menntastefna var samþykkt til tíu ára á Alþingi árið 2021. Þá lá allt framangreint fyrir en ekki er minnst á stöðu drengja að því undanskildu að í nefndaráliti með stefnunni kom fram að „mikið var fjallað um þessa stöðu drengja og hugsanlegar lausnir og telur nefndin að taka verði á þessum vanda og finna árangursríka leið til þess að vinna bug á honum.” Síðan hefur enginn starfshópur verið eyrnamerktur áskorun drengja í menntakerfinu og ekkert fjármagn hefur verið lagt fram til að bregðast við áskorun drengja. Örfá verkefni hafa farið í gang s.l. ár þar sem sérstaklega er brugðist við vel mældum áskorunum drengja. Eitt þeirra er Kveikjum neistann, samstarfsverkefni Vestmannaeyjabæjar, Samtaka atvinnulífsins, menntamálaráðuneytisins, Háskóla Íslands og Grunnskóla Vestmannaeyja. Það verkefni virðist hafa náð flugi vegna frumkvæðis og vilja sveitarfélags og grunnskóla til að leggja sitt af mörkum gagnvart áskoruninni. Verkefnið byggir meðal annars á áhugadrifnu námi og aukinni hreyfingu og er stefnan að líðan og árangur drengja og stúlkna muni aukast og gefa fyrstu niðurstöður tilefni til bjartsýni. Þá hafa einstaka skólar unnið með ólíkar lausnir fyrir ólíkar þarfir kynjanna í kennslu undanfarin ár með margvíslegum góðum árangri. En betur má ef duga skal. Hér fylgir samantekt á nokkrum tækifærum sem hafa verið rædd undanfarin ár af fróðu fólki og sérfræðingum í þessum efnum bæði hérlendis og erlendis. Listinn er svo sannarlega ekki tæmandi né hið eina rétta, heldur fyrst og fremst áminning um að hægt sé að sækja fram víða og á fjölbreyttan hátt. Nálgumst þessa áskorun af mildi þar sem vellíðan barna okkar er alltaf fremsti forgangur. Viðurkennum mikilvægi tilgangs, hlutverks og virkni hvers barns í menntun sinni og mótum mælikvarða til gæðaviðmiðunar. Setjum upp áhuga- og þátttökumælikvarða á nám sem fylgt er eftir með því markmiði að börn upplifi tilgang með námi sínu og hafi mælanleg markmið sem þau skilja og vinna að. Styðjum einstaka sveitarfélög og skóla til að sækja fram og koma með sínar lausnir til að mynda með fjárframlögum eða sóknarsjóðum sem sveitarfélög, ríki og atvinnulíf leggja til. Ráðumst í sókn í menntatækni. Til er fjöldi dæma víða um stórbættan árangur í kennslu barna, t.a.m. stærðfræði- og lestrarkennslu í gegnum tölvuleiki. Gerum kennslu að eftirsóknarverðari starfsgrein með betri launum, tækifærum til nýsköpunar kennsluaðferða og öflugu stuðningsumhverfi. Setjum í forgang að öll börn séu fulllæs í lok 2. bekkjar og nái góðum árangri í lesskilningi á flóknari texta við lok fimmta bekkjar. Umvefjum börn að erlendum uppruna og veitum þeim öfluga kennslu í íslensku þar sem stefnt er að þau verði öll fulllæs, tveimur árum eftir að þau koma í íslenskan skóla. Eflum málþroskakennslu á öllum stigum með stuðningi sérfræðinga eins og talmeinafræðinga og virkjum list- og nýsköpun með tungumál. Gerum námið áhugavert og skemmtilegt fyrir öll börn t.a.m. með þverfaglegu skapandi starfi og leik. Hjálpum foreldrum með skýr markmið, þjálfun og verkfæri til að styðja drengina sína og stúlkur sem eiga við framangreindar áskoranir að etja og leiðbeina til betri vegar með stuðningi umhverfisins. Vissulega er áskorunin flókin og umfangsmikil. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að viðurkenna að vandi sé til staðar og að hann sé alvarlegur. Næsta skref kann að vera að reyna að ná fram skipulagi á umræðum, leita að lausnamengi og bjóða skólum, atvinnulífi, stjórnvöldum og sveitarfélögum að sækja fram saman. Flestir geta líklega sammælst um það að við viljum og eigum að geta boðið börnunum okkar upp á skólagöngu þar sem við vekjum áhuga þeirra og ræktum forvitni í umhverfi þar sem vellíðan og tilgangur þrífst. Frú Vigdís Finnbogadóttir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla Ásta Fjeldsted, forstjóri Festis Erna Arnardóttir, mannauðsstjóri CCP Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Atnorth Finnur Oddsson, forstjóri Haga Guðríður Svana Bjarnadóttir, forstöðumaður strategic partnerships hjá Marel Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66 Norður Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla Júníus Meyvant, tónlistarmaður Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Magnea Huld Aradóttir, grunnskólakennari Magnús Scheving, frumkvöðull Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins Snorri Björnsson, hlaðvarpsstjórnandi Svafa Grönfeldt, prófessor hjá MIT Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Á Íslandi er skólaskylda. Hvergi annars staðar í þjóðfélaginu eru einstaklingar skyldugir að mæta. Ef vinnustaður barna skilar ekki tilskildum árangri og börnunum líður ekki vel þar, þá verður að endurskoða hlutina. Með sameiginlegu átaki getum við betrumbætt skólakerfið og gefið börnunum okkar tækifæri og framúrskarandi umhverfi til að blómstra. Ekkert barn á að þurfa að týnast á Íslandi sökum ósanngjarnra áskorana í opinberu kerfi sem allir verða að ganga í gegnum í tíu ár. Miklar umræður hafa skapast um skólamál að undanförnu, meðal annars í kjölfarið af vandaðri umfjöllun í þáttunum Börnin okkar sem eru sýndir á RÚV á sunnudagskvöldum og vegna leshraðamælinga barna. Við fögnum þessari umræðu sem samfélagið allt þarf að taka þátt í. Drengir standa höllum fæti Sú staðreynd hefur legið fyrir í um aldarfjórðung að drengir standa höllum fæti í íslensku skólakerfi. Þetta staðfesta fjöldi rannsókna, innlendar sem erlendar. Ein af þeim sem hefur ómað hvað hæst er að 34,4% drengja geta ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla skv. alþjóðlegum mælingum PISA. Þetta er nær tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum og töluvert hærra en í öðrum ríkjum. Þessi samanburður versnar stöðugt því hlutfallið var t.a.m. 24% árið 2009. Í lesskilningi er hærra hlutfall drengja í lægri hæfnisþrepum á Íslandi en að jafnaði í OECD ríkjunum. Ísland stendur sér á báti meðal Norðurlanda þar sem drengir eru eftirbátar stúlkna í öllum mældum greinum PISA. Margvíslegar rannsóknir og skoðanakannanir á vegum hins opinbera, skóla og alþjóðlegra mælinga hafa sýnt fram á þætti eins og að kennarar hrósa frekar stúlkum en drengjum og að drengjum finnst námið ekki nærri jafn skemmtilegt og stúlkum. Þá sjá drengir oft lítinn tilgang í því að vera í skóla. Karlkyns fyrirmyndum innan veggja skólans hefur einnig fækkað hratt og voru einungis 17,5% kennara karlar árið 2020 og hafði þá fækkað jafnt og þétt í nær aldarfjórðung. Það er áhyggjuefni að brottfall drengja í framhaldsskóla er 40% meira en brottfall stúlkna. Í Háskóla Íslands eru aðeins 32,1% af nemendum karlkyns og hefur hlutfallið lækkað hratt undanfarin ár en það var 37,2% fyrir aðeins þremur árum. Þetta lága hlutfall er ekki vegna þess að konur hafi óvenju hátt skráningarhlutfall í framhaldsnám. Innritunarstig kvenna í háskóla á Íslandi er við meðaltal OECD en innritunarstig karla undanfarin ár er hinsvegar með því lægsta sem mælist. Árið 2020 voru 47,6% kvenna með háskólamenntun en einungis 34,3% karla. Þessi munur eykst ár frá ári og er „óvíða jafn mikill og á Íslandi“ eins og kom fram í skýrslu Mennta- og menningarmálaráðuneytis um samantekt á menntatölfræði OECD frá 2018. Í kjölfar áskorunar drengja í menntakerfinu undanfarna áratugi hefur ungum karlmönnum með örorku fjölgað mjög. Síðustu tuttugu ár hefur ungum karlmönnum á aldrinum 18-29 ára sem eru á 75% örorku fjölgað um 74% skv. gögnum frá Tryggingastofnun ríkisins. Strax árið 2017 lýsti þáverandi heilbrigðisráðherra, Óttar Proppé, yfir þungum áhyggjum vegna mikillar fjölgunar ungra karlmanna á örorku og þá sérstaklega vegna geðraskana. Niðurstaðan blasir við: Samfélagið er svo sannarlega ekki að ná því besta úr mannauði drengjanna okkar. Hvað getum við gert? Ný menntastefna var samþykkt til tíu ára á Alþingi árið 2021. Þá lá allt framangreint fyrir en ekki er minnst á stöðu drengja að því undanskildu að í nefndaráliti með stefnunni kom fram að „mikið var fjallað um þessa stöðu drengja og hugsanlegar lausnir og telur nefndin að taka verði á þessum vanda og finna árangursríka leið til þess að vinna bug á honum.” Síðan hefur enginn starfshópur verið eyrnamerktur áskorun drengja í menntakerfinu og ekkert fjármagn hefur verið lagt fram til að bregðast við áskorun drengja. Örfá verkefni hafa farið í gang s.l. ár þar sem sérstaklega er brugðist við vel mældum áskorunum drengja. Eitt þeirra er Kveikjum neistann, samstarfsverkefni Vestmannaeyjabæjar, Samtaka atvinnulífsins, menntamálaráðuneytisins, Háskóla Íslands og Grunnskóla Vestmannaeyja. Það verkefni virðist hafa náð flugi vegna frumkvæðis og vilja sveitarfélags og grunnskóla til að leggja sitt af mörkum gagnvart áskoruninni. Verkefnið byggir meðal annars á áhugadrifnu námi og aukinni hreyfingu og er stefnan að líðan og árangur drengja og stúlkna muni aukast og gefa fyrstu niðurstöður tilefni til bjartsýni. Þá hafa einstaka skólar unnið með ólíkar lausnir fyrir ólíkar þarfir kynjanna í kennslu undanfarin ár með margvíslegum góðum árangri. En betur má ef duga skal. Hér fylgir samantekt á nokkrum tækifærum sem hafa verið rædd undanfarin ár af fróðu fólki og sérfræðingum í þessum efnum bæði hérlendis og erlendis. Listinn er svo sannarlega ekki tæmandi né hið eina rétta, heldur fyrst og fremst áminning um að hægt sé að sækja fram víða og á fjölbreyttan hátt. Nálgumst þessa áskorun af mildi þar sem vellíðan barna okkar er alltaf fremsti forgangur. Viðurkennum mikilvægi tilgangs, hlutverks og virkni hvers barns í menntun sinni og mótum mælikvarða til gæðaviðmiðunar. Setjum upp áhuga- og þátttökumælikvarða á nám sem fylgt er eftir með því markmiði að börn upplifi tilgang með námi sínu og hafi mælanleg markmið sem þau skilja og vinna að. Styðjum einstaka sveitarfélög og skóla til að sækja fram og koma með sínar lausnir til að mynda með fjárframlögum eða sóknarsjóðum sem sveitarfélög, ríki og atvinnulíf leggja til. Ráðumst í sókn í menntatækni. Til er fjöldi dæma víða um stórbættan árangur í kennslu barna, t.a.m. stærðfræði- og lestrarkennslu í gegnum tölvuleiki. Gerum kennslu að eftirsóknarverðari starfsgrein með betri launum, tækifærum til nýsköpunar kennsluaðferða og öflugu stuðningsumhverfi. Setjum í forgang að öll börn séu fulllæs í lok 2. bekkjar og nái góðum árangri í lesskilningi á flóknari texta við lok fimmta bekkjar. Umvefjum börn að erlendum uppruna og veitum þeim öfluga kennslu í íslensku þar sem stefnt er að þau verði öll fulllæs, tveimur árum eftir að þau koma í íslenskan skóla. Eflum málþroskakennslu á öllum stigum með stuðningi sérfræðinga eins og talmeinafræðinga og virkjum list- og nýsköpun með tungumál. Gerum námið áhugavert og skemmtilegt fyrir öll börn t.a.m. með þverfaglegu skapandi starfi og leik. Hjálpum foreldrum með skýr markmið, þjálfun og verkfæri til að styðja drengina sína og stúlkur sem eiga við framangreindar áskoranir að etja og leiðbeina til betri vegar með stuðningi umhverfisins. Vissulega er áskorunin flókin og umfangsmikil. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að viðurkenna að vandi sé til staðar og að hann sé alvarlegur. Næsta skref kann að vera að reyna að ná fram skipulagi á umræðum, leita að lausnamengi og bjóða skólum, atvinnulífi, stjórnvöldum og sveitarfélögum að sækja fram saman. Flestir geta líklega sammælst um það að við viljum og eigum að geta boðið börnunum okkar upp á skólagöngu þar sem við vekjum áhuga þeirra og ræktum forvitni í umhverfi þar sem vellíðan og tilgangur þrífst. Frú Vigdís Finnbogadóttir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla Ásta Fjeldsted, forstjóri Festis Erna Arnardóttir, mannauðsstjóri CCP Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Atnorth Finnur Oddsson, forstjóri Haga Guðríður Svana Bjarnadóttir, forstöðumaður strategic partnerships hjá Marel Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66 Norður Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla Júníus Meyvant, tónlistarmaður Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Magnea Huld Aradóttir, grunnskólakennari Magnús Scheving, frumkvöðull Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins Snorri Björnsson, hlaðvarpsstjórnandi Svafa Grönfeldt, prófessor hjá MIT Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun