Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 19:08 Engin fylkinga mun ná að mynda meirihluta 90 þingsæta án Moderaterne samkvæmt útgönguspám. Nordicphotos/AFP Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. Danska ríkissjónvarpið greinir frá því að kjörsókn hafi verið um 81,1 prósent. Vinstriblokkin, með Mette Fredriksen í fararbroddi, nær 85 þingmönnum inn samkvæmt spám. Hægriblokkin nær 73 þingmönnum inn en hið nýja framboð Moderaterne fær 17 menn inn. Hafa ber í huga að þetta er spá Danska ríkissjónvarpsins og geta tölurnar breyst eftir því sem líður á kvöldið. Moderaterne virðist því vera í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar og fagnaði Lars Løkke Rasmussen formaður flokksins ákaft þegar spár voru kynntar klukkan 19 að íslenskum tíma. Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%) Útgönguspár virðast vera í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í aðdraganda kosninganna; að hvorki hægriblokkin né vinstriblokkin muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga eru einmitt Moderaterne sem mælast nú með 9,3 prósent fylgi. Formaðurinn, Lars Løkke, var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Hann sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Løkke tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Þingkosningar í Danmörku Danmörk Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Danska ríkissjónvarpið greinir frá því að kjörsókn hafi verið um 81,1 prósent. Vinstriblokkin, með Mette Fredriksen í fararbroddi, nær 85 þingmönnum inn samkvæmt spám. Hægriblokkin nær 73 þingmönnum inn en hið nýja framboð Moderaterne fær 17 menn inn. Hafa ber í huga að þetta er spá Danska ríkissjónvarpsins og geta tölurnar breyst eftir því sem líður á kvöldið. Moderaterne virðist því vera í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar og fagnaði Lars Løkke Rasmussen formaður flokksins ákaft þegar spár voru kynntar klukkan 19 að íslenskum tíma. Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%) Útgönguspár virðast vera í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í aðdraganda kosninganna; að hvorki hægriblokkin né vinstriblokkin muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga eru einmitt Moderaterne sem mælast nú með 9,3 prósent fylgi. Formaðurinn, Lars Løkke, var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Hann sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Løkke tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%)
Þingkosningar í Danmörku Danmörk Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira