Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2022 21:41 Laxeldisstöð Landeldis hf. rís skammt vestan við byggðina í Þorlákshöfn. Arnar Halldórsson Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Það var í janúar sem framkvæmdir fóru á fullt skammt vestan Þorlákshafnar við laxeldisstöð fyrirtækisins Landeldis hf. Teikning af laxeldisstöð Landeldis hf. fullbyggðri.Obbosí/Landeldi „Ef öll plön ganga eftir verður þetta orðið eitt af þrem stærstu landeldum í heiminum eftir tvö til þrjú ár,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson, yfirmaður sjálfbærni og nýsköpunar hjá Landeldi hf. Um sextíu manns starfa núna á svæðinu einkum við smíði eldiskerja og við að grafa fyrir ennþá fleiri kerjum. Það sem þegar sést er bara byrjunin. Gryfjan á svæðinu fyrir eldiskerin verður sjö metra djúp og heildarflatarmál hennar á við fimmtíu knattspyrnuvelli. Breiður hópur íslenskra fjárfesta stendur að fyrirtækinu með Stoðir sem stærsta eigandann. Hér fá þeir gnægð af volgum sjó og fersku vatni ásamt ódýrri íslenskri raforku. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni og nýsköpunar hjá Landeldi hf.Arnar Halldórsson „Þetta eru kjöraðstæður. Jafn hiti, óendanlegt magn af vatni. Við erum ekki að trufla neitt vistkerfi af því að við erum hérna á ströndinni. Og síðan er þessi ódýra orka sem við erum að nota til að búa til lax,“ segir Rúnar. Fimmtán ár eru frá því stóriðjuframkvæmdunum lauk á Austurlandi. „Ef mér skjátlast ekki þá er þetta stærsta verkefni síðan Kárahnjúkar. Þetta er að kosta einhverja 40-45 milljarða á næstu 7-8 árum,“ segir Rúnar. Áætlað er að allt að 130 varanleg störf verði til í stöðinni þegar hún verður komin í fullan rekstur. Og það eru tveir aðrir aðilar að fara í annað eins í sveitarfélaginu Ölfusi. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.Arnar Halldórsson „Fjárfestingarkostnaður við þessi þrjú verkefni er svona 160 til 180 milljarðar á svona fimm til sjö árum. Til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 149 milljarða. Þetta er stærra en Kárahnjúkavirkjun, sem hefur hingað til verið stærsta einstaka framkvæmd á Íslandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Kerin í stöð Landeldis hf. eru tekin í notkun jafnóðum og þau klárast. Þannig fóru fyrstu laxaseiðin í eldi um síðustu páska og stefnt að fyrstu prufuslátrun um næstu jól. „Árlegt útflutningsverðmæti af þessum þremur lóðum eru svona 120 til 130 milljarðar. Og til samanburðar þá var aflaverðmæti allra skipa Brims árið 2021 tuttugu milljarðar. Þannig að þetta eru rosalega stórar tölur,“ segir Elliði. Eldiskerjunum verður komið fyrir í sjö metra djúpri gryfju sem að flatarmáli verður á stærð við fimmtíu knattspyrnuvelli.Arnar Halldórsson Og það mun reyna á innviði sveitarfélagsins. „Þegar samfélag ræðst í að þjónusta svona stórtækar hugmyndir og svona stórtækar framkvæmdir þá þarf að hlaupa hratt og það erum við að reyna að gera,“ segir bæjarstjórinn. Seyran sem kemur undan laxinum verður einnig nýtt. „Við getum framleitt meiri áburð á landinu heldur en Íslendingar nota í heildina,“ segir Rúnar. -Þannig að hliðarafurðin verður áburðarverksmiðja fyrir allt Ísland? „Já, hún verður bara bókstaflega þarna, við hliðina á Lýsi,“ segir Rúnar hjá Landeldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Ölfus Matvælaframleiðsla Landbúnaður Landeldi Tengdar fréttir Eggert Þór Kristófersson ráðinn forstjóri Landeldis Eggert Þór Kristófersson hefur verið ráðinn í starf forstjóra Landeldis hf. Hann mun hefja störf 17. ágúst næstkomandi. 13. ágúst 2022 09:59 Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. 27. október 2022 14:05 Samherji fjárfestir í landeldi fyrir 60 milljarða Samherji ætlar sér að fjárfesta fyrir allt að 60 milljarða króna í fiskeldi á komandi árum og í bígerð er um 40 þúsund tonna landeldi í nágrenni Reykjanesvirkjunar. Forstjórinn segir fjárfestinguna mestu áhættu í sögu félagsins. 23. júlí 2022 10:07 Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði Samherji stendur nú að stækkun Silfurstjörnunnar, landeldisstöðvar sinnar í Öxarfirði. Stefnt er að því að tvöfalda eldisrými og framleiðslu þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn á ári. 20. maí 2022 09:52 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Það var í janúar sem framkvæmdir fóru á fullt skammt vestan Þorlákshafnar við laxeldisstöð fyrirtækisins Landeldis hf. Teikning af laxeldisstöð Landeldis hf. fullbyggðri.Obbosí/Landeldi „Ef öll plön ganga eftir verður þetta orðið eitt af þrem stærstu landeldum í heiminum eftir tvö til þrjú ár,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson, yfirmaður sjálfbærni og nýsköpunar hjá Landeldi hf. Um sextíu manns starfa núna á svæðinu einkum við smíði eldiskerja og við að grafa fyrir ennþá fleiri kerjum. Það sem þegar sést er bara byrjunin. Gryfjan á svæðinu fyrir eldiskerin verður sjö metra djúp og heildarflatarmál hennar á við fimmtíu knattspyrnuvelli. Breiður hópur íslenskra fjárfesta stendur að fyrirtækinu með Stoðir sem stærsta eigandann. Hér fá þeir gnægð af volgum sjó og fersku vatni ásamt ódýrri íslenskri raforku. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni og nýsköpunar hjá Landeldi hf.Arnar Halldórsson „Þetta eru kjöraðstæður. Jafn hiti, óendanlegt magn af vatni. Við erum ekki að trufla neitt vistkerfi af því að við erum hérna á ströndinni. Og síðan er þessi ódýra orka sem við erum að nota til að búa til lax,“ segir Rúnar. Fimmtán ár eru frá því stóriðjuframkvæmdunum lauk á Austurlandi. „Ef mér skjátlast ekki þá er þetta stærsta verkefni síðan Kárahnjúkar. Þetta er að kosta einhverja 40-45 milljarða á næstu 7-8 árum,“ segir Rúnar. Áætlað er að allt að 130 varanleg störf verði til í stöðinni þegar hún verður komin í fullan rekstur. Og það eru tveir aðrir aðilar að fara í annað eins í sveitarfélaginu Ölfusi. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.Arnar Halldórsson „Fjárfestingarkostnaður við þessi þrjú verkefni er svona 160 til 180 milljarðar á svona fimm til sjö árum. Til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 149 milljarða. Þetta er stærra en Kárahnjúkavirkjun, sem hefur hingað til verið stærsta einstaka framkvæmd á Íslandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Kerin í stöð Landeldis hf. eru tekin í notkun jafnóðum og þau klárast. Þannig fóru fyrstu laxaseiðin í eldi um síðustu páska og stefnt að fyrstu prufuslátrun um næstu jól. „Árlegt útflutningsverðmæti af þessum þremur lóðum eru svona 120 til 130 milljarðar. Og til samanburðar þá var aflaverðmæti allra skipa Brims árið 2021 tuttugu milljarðar. Þannig að þetta eru rosalega stórar tölur,“ segir Elliði. Eldiskerjunum verður komið fyrir í sjö metra djúpri gryfju sem að flatarmáli verður á stærð við fimmtíu knattspyrnuvelli.Arnar Halldórsson Og það mun reyna á innviði sveitarfélagsins. „Þegar samfélag ræðst í að þjónusta svona stórtækar hugmyndir og svona stórtækar framkvæmdir þá þarf að hlaupa hratt og það erum við að reyna að gera,“ segir bæjarstjórinn. Seyran sem kemur undan laxinum verður einnig nýtt. „Við getum framleitt meiri áburð á landinu heldur en Íslendingar nota í heildina,“ segir Rúnar. -Þannig að hliðarafurðin verður áburðarverksmiðja fyrir allt Ísland? „Já, hún verður bara bókstaflega þarna, við hliðina á Lýsi,“ segir Rúnar hjá Landeldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Ölfus Matvælaframleiðsla Landbúnaður Landeldi Tengdar fréttir Eggert Þór Kristófersson ráðinn forstjóri Landeldis Eggert Þór Kristófersson hefur verið ráðinn í starf forstjóra Landeldis hf. Hann mun hefja störf 17. ágúst næstkomandi. 13. ágúst 2022 09:59 Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. 27. október 2022 14:05 Samherji fjárfestir í landeldi fyrir 60 milljarða Samherji ætlar sér að fjárfesta fyrir allt að 60 milljarða króna í fiskeldi á komandi árum og í bígerð er um 40 þúsund tonna landeldi í nágrenni Reykjanesvirkjunar. Forstjórinn segir fjárfestinguna mestu áhættu í sögu félagsins. 23. júlí 2022 10:07 Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði Samherji stendur nú að stækkun Silfurstjörnunnar, landeldisstöðvar sinnar í Öxarfirði. Stefnt er að því að tvöfalda eldisrými og framleiðslu þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn á ári. 20. maí 2022 09:52 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eggert Þór Kristófersson ráðinn forstjóri Landeldis Eggert Þór Kristófersson hefur verið ráðinn í starf forstjóra Landeldis hf. Hann mun hefja störf 17. ágúst næstkomandi. 13. ágúst 2022 09:59
Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. 27. október 2022 14:05
Samherji fjárfestir í landeldi fyrir 60 milljarða Samherji ætlar sér að fjárfesta fyrir allt að 60 milljarða króna í fiskeldi á komandi árum og í bígerð er um 40 þúsund tonna landeldi í nágrenni Reykjanesvirkjunar. Forstjórinn segir fjárfestinguna mestu áhættu í sögu félagsins. 23. júlí 2022 10:07
Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði Samherji stendur nú að stækkun Silfurstjörnunnar, landeldisstöðvar sinnar í Öxarfirði. Stefnt er að því að tvöfalda eldisrými og framleiðslu þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn á ári. 20. maí 2022 09:52