Netanjahú gæti sest í stólinn á ný Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 23:39 Netanjahú sagði fyrr í dag að flokkur hans væri í fullu fjöri. Getty/Levy Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, gæti verið á leið í stól forsætisráðherra á ný. Gangi útgönguspár eftir er mögulegt að honum takist að mynda ríkisstjórn með hægriflokkum með naumum meirihluta. Ísraelar gengu að kjörborðinu í fimmta skipti á tæpum fjórum árum í dag. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi. Guardian ítrekar að um útgönguspár er að ræða og gætu tölur því breyst. Eitt helsta kosningamál ytra er Benjamín Netanjahú en hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna. Hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar, en gæti þó komist aftur til valda. Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar Lapid kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Samkvæmt útgönguspám fær hægriblokkin, sem styður forsetann fyrrverandi, 62 sæti af 120. Hægri-sinnaði lögmaðurinn Itamar Ben-Gvir er meðal þeirra sem styðja Netanjahú. Ben-Gvir hefur mælst með töluvert fylgi og bætt við sig á lokametrunum. Gert er ráð fyrir því að hann fái þrettán eða fjórtán menn inn. Ben-Gvir hefur, samkvæmt AP-fréttaveitunni, varið ísraelska öfgamenn. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem. Þar á hann að hafa mundað skammbyssu og öskrað á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum. Ísrael Tengdar fréttir Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. 1. nóvember 2022 10:16 Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ísraelar gengu að kjörborðinu í fimmta skipti á tæpum fjórum árum í dag. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi. Guardian ítrekar að um útgönguspár er að ræða og gætu tölur því breyst. Eitt helsta kosningamál ytra er Benjamín Netanjahú en hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna. Hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar, en gæti þó komist aftur til valda. Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar Lapid kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Samkvæmt útgönguspám fær hægriblokkin, sem styður forsetann fyrrverandi, 62 sæti af 120. Hægri-sinnaði lögmaðurinn Itamar Ben-Gvir er meðal þeirra sem styðja Netanjahú. Ben-Gvir hefur mælst með töluvert fylgi og bætt við sig á lokametrunum. Gert er ráð fyrir því að hann fái þrettán eða fjórtán menn inn. Ben-Gvir hefur, samkvæmt AP-fréttaveitunni, varið ísraelska öfgamenn. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem. Þar á hann að hafa mundað skammbyssu og öskrað á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum.
Ísrael Tengdar fréttir Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. 1. nóvember 2022 10:16 Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. 1. nóvember 2022 10:16
Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13