Fótbolti

Sjáðu mörkin hjá Liver­pool í gær og dramatíkina í riðli Totten­ham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Darwin Nunez og Mohamed Salah fagna marki í sigri á Napoli í gær.
 Darwin Nunez og Mohamed Salah fagna marki í sigri á Napoli í gær. Getty/Visionhaus

Tuttugu og þrjú mörk voru skoruð í Meistaradeildinni í fótbolta og það er því af nægu að taka þegar farið er yfir leiki gærkvöldsins.

Keppni kláraðist í gærkvöldi í fjórum riðlum af átta í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Lokaumferðin fór fram í riðlum A, B, C og D.

Mesta spennan var í D-riðlinum þar sem öll liðin gátu komist áfram og öll liðin gátu dottið úr leik.

Þar var líka mikil dramatík því bæði Sporting og Marseille komust yfir í sínum leikjum sem hefði skilað þeim áfram. Tottenham og Eintracht Frankfurt komu hins vegar til baka og tryggðu sér dramatíska sigra á útivelli og um leið sæti í sextán liða úrslitunum.

Liverpool þurfti 4-0 sigur á Napoli til að tryggja sér sigur í riðlinum en vann bara 2-0. Þeir urðu samt fyrstir til að vinna ítalska liðið í vetur. Mohamed Salah og Darwin Núnez skoruðu mörkin.

Bayern vann sinn leik og endaði því C-riðilinn með fullt hús stiga og markatöluna 18-2.

Napoli, Porto, Bayern og Tottenham fara áfram sem sigurvegarar riðlanna en Liverpool, Club Brugge, Internazionale og Frankfurt fara áfram sem liðið í öðru sæti.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær.

Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 1. nóvember 2022



Fleiri fréttir

Sjá meira


×