Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Keflavík 73-80 | Toppliðið vann meistarana í Suðurnesjaslag Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. nóvember 2022 22:20 vísir/bára Topplið Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik vann í kvöld góðan sigur á nágrönnum sínum frá Njarðvík. Lokatölur 80-73 fyrir Keflavík sem heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni. Njarðvík og Keflavík háðu enn eina baráttuna um Reykjanesbæ í Subway-deild kvenna í Ljónagryfjunni í kvöld. Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa aðeins hikstað í upphafi tímabils en Keflvíkingar aftur á móti spilað á fullu gasi og rúmlega það, voru 7-0 í deildinni fyrir leik kvöldsins. Heimakonur byrjuðu leikinn betur, tóku 5-0 syrpu á nokkrum sekúndum en þá kom 15-0 kafli frá gestunum og þar með var tónninn nokkrun veginn settur fyrir kvöldið. Njarðvíkingar voru að hitta afar illa framan af leik þrátt fyrir að fá ágætis færi til að koma boltanum ofan í körfuna. Skotnýtingin hjá þeim aðeins 27% í hálfleik, meðan Keflavík var að raða niður skotum fyrir utan, 10 þristar þar á bæ í 18 skotum, sem mörg hver voru galopin. Aliyah Collier var afar ólík sjálfri sér í þessum leik, þá sérstaklega í byrjun. Hún var aðeins með 6 stig í fyrri hálfleik og þar af aðeins eitt skot ofan í af gólfinu í sjö tilraunum. Hún var þó öllu líflegri í seinni hálfleik en náði ekki að klára leikinn vegna villuvandræða. Njarðvíkingar lentu í töluverðum einstaklingsbundnum villuvandræðum, en Kamilla Sól fór útaf í 2. leikhluta með fjórar villur, á aðeins tæpum sjö mínútum spiluðum. Á þeim tímapunkti var hún með villu meira en allt Keflavíkurliðið. Keflavík varð einnig fyrir blóðtöku í fyrri hálfleik, þegar Birna Valgerður lenti illa á ökklanum og spilaði ekki meira það sem eftir lifði leiks. Eygló Óskarsdóttir fyllti skarð hennar þó ágætlega, þá sérstaklega varnarlega. Hörður Axel þjálfari Keflavíkur sagði í viðtali eftir leik að við fyrstu sýn þá líti meiðsli Birnu ekki vel út, en hrósaði sömuleiðis Eygló fyrir sína innkomu í fjarveru Birnu. Njarðvíkingar mættu miklu ákveðnari til leiks í þriðja leikhluta og spiluðu vörn eins og þær eru þekktar fyrir. Smátt og smátt saxaðist á forskotið og Njarðvíkingar komust tveimur stigum yfir þegar skammt lifði leiks. Þá kom sannkallaður vendipunktur í leikinn þegar Collier fékk sína fimmtu villu, og tveir byrjunarliðsleikmenn þeirra farnar af velli fyrir hörkuspennandi lokamínútur. Sóknarleikur Njarðvíkur var ansi handahófskenndur undir lokin meðan að Keflvíkingar sýndu ró og yfirvegun og kláruðu leikinn af vítalínunni, lokatölur 73-80. Af hverju vann Keflavík? Þær hittu gríðarlega vel í fyrri hálfleik og stóðust svo áhlaup Njarðvíkur í þeim seinni. Þrátt fyrir að lenda undir héldu þær ró sinni, héldu áfram að spila sinn leik og setja stig á töfluna. Ef ég ætti spákúlu þætti mér þó áhugavert að spyrja hana hvernig leikurinn hefði endað ef Aliyah Collier hefði spilað síðustu mínúturnar! Hverjar stóðu upp úr? Daniela Morillo fór fyrir stigaskori gestanna með 23 stig. Bætti við 8 fráköstum og 5 stoðsendingum. Þá átti Anna Ingunn Svansdóttir virkilega góðan dag, setti 4 þrista í 7 skotum og endaði með 18 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var Raquel Laneiro stigahæst með 25 stig, en tapaði einnig 6 boltum, sem er tvöfalt meira en hún gaf af stoðsendingum í kvöld. Bríet Sif átti góða spretti og endaði með 17 stig og Aliyah Collier steig upp í seinni hálfleik, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk illa að hitta úr skotunum sínum, sem mörg hver voru galopin. Sömuleiðis gekk þeim ekki vel að finna hvar línan hjá dómurunum lá, en þær enduðu með 25 villur, á móti 16 hjá gestunum. Hvað gerist næst? Keflavík eru þá enn ósigraðar í deildinni, með fullt hús stiga og 8 sigra í farteskinu. Þær eiga leik næst heima gegn Breiðabliki. Njarðvík eru nú með 50% sigurhlutfall, 4/4 og eiga leik næst í Grindavík þann 9. nóvember, svo að það eru tveir Suðurnesjaslagir í röð á dagskrá hjá þeim. Rúnar Ingi: Við erum ennþá bara skrefinu á eftir og þurfum að halda áfram að æfa okkur Rúnar Ingi ErlingsssonVísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var ánægður með margt í leik sinna kvenna eftir tap gegn grönnum sínum í Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, en eins og hann benti réttilega á er erfitt að vinna körfuboltaleik þegar skotin eru ekki að detta. Fyrri hálfleikurinn var hans konum sérstaklega erfiður en Keflavík skoraði 15 stig í röð gegn engu eftir að Njarðvík komst 5-0 yfir. „Já það voru kaflar í fyrri hálfleik sem að við þurfum að gera töluvert betur. Það hjálpar ekki í körfu þegar þú hittir bara 20%. Þegar þú spilar á móti Keflavík, þær spila þannig vörn, það er mikil pressa og þær eru viltar og koma jafnvel 2-3 á boltamanninn, en við vorum samt alveg að fá opin skot. Þegar þau detta ekki þá getur þetta orðið þungt.“ „En ég bið leikmennina mína að hafa sjálfstraust og ég ætla ekki að fara að skamma þær fyrir að taka þessi galopnu skot. Þau bara féllu ekki þarna í hálfleik og þá myndast smá munur og við kannski bregðumst ekki vel við og förum að drífa okkur.“ Það var þó allt annar bragur á liði Njarðvíkur í seinni hálfleik, ekki síst varnarlega, þar sem þær skrúfuðu ákafann í vörninni upp í ellefu. „Mér fannst þetta allt annað í seinni hálfleik. Mér fannst við finna þessa lausn. Við erum með yfirburði finnst mér í ákveðnum leikstöðum þar sem við fórum og sóttum það. Svo þegar Keflavík gerði vel í að bregðast við því þá fundum við aðra lausn og fengum opin skot. En bara hörkuleikur, tvö góð lið og við erum ennþá bara skrefinu á eftir og þurfum að halda áfram að æfa okkur.“ Þessi stífi varnarleikur ól þó af sér töluvert margar villur. Kamilla Sól nældi sér í fjórar villur á tæpum 7 mínútum, og svo strax í þá fimmtu eftir að hún kom inn á aftur. Voru villuvandræðin að riðla leik liðsins í kvöld? „Róteringar miðað við hvað ég hafði hugsað mér fyrir leikinn voru ekki alveg eins og ég hafði planað, og það eru bara villuvandræði sem gera það að verkum. Kamilla, ég veit ekki hvað hún spilaði margar mínútur, greyið lenti illa í dómurunum. En það er bara eitthvað sem við stjórnum ekki og þurfum bara að einbeita okkur að því hvernig við vinnum körfuboltaleiki saman fimm í liði. Það er það sem við munum halda áfram að gera.“ „Hollt fyrir okkur líka að hafa þurft að klára leik gegn Keflavík án hennar“ Undir lok leiks fékk svo Aliyah Collier sínu 5. villu og Njarðvík þurftu að klára leikinn án leiðtoga síns, sem hafði afgerandi áhrif á leik liðsins. „Það kemur smá vendipunktur í leikinn þá. Mér fannst mómentið vera akkúrat með okkur þegar hún fær fimmtu villuna. Kannski erfitt að vera svo með Duncan og Robinson [fram- og miðherji San Antonio Spurs á gullaldarárum liðsins um síðustu aldamót. Innsk. blm] hérna inn á síðustu fimm mínúturnar. Mér fannst við ekki vera með alveg sama takt sóknarlega, sem er kannski alveg eðlilegt. Mögulega truflaði þetta okkur líka eitthvað andlega, mér fannst við svona smá missa trúna. Það skorti eldmóðinn undir lokin. En ég held að það sé hollt fyrir okkur að hafa lent í þessu. Við erum þá tilbúnar undir það næst.“ Collier átti ekki sinn mest afgerandi leik í kvöld sóknarlega, en Rúnar tók undir orð blaðamanns, að liðið hefði klárlega saknað hennar undir lokin þegar mest á reyndi. „Já og hennar nærveru. Hún er leiðtogi í okkar liði og tekur stelpurnar á bakið. Stjórnar liðsandanum inn á vellinum og var búin að eiga frábærar syrpur í seinni hálfleik. Hvort sem hún var að finna liðsfélagana, fagna og spýta orku inn í íþróttahúsið með líkamstjáningu, eða sýna hvað hún er góð sjálf. Frákastalega, hvernig hún les varnarleikinn, alltaf mætt í hjálparvörnina og gerði Keflvíkingunum mjög erfitt fyrir.“ „Við söknum hennar, klárt. Það er ástæða fyrir því að við vildum fá hana aftur og teljum hana vera einn besta leikmanninn í deildinni. Auðvitað söknuðum við hennar en að sama skapi hollt fyrir okkur líka að hafa þurft að klára leik gegn Keflavík án hennar því við viljum vera líka tilbúnar fyrir það. Ég myndi aldrei gera það viljandi en dómararnir gáfu mér það ókeypis í dag.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46
Topplið Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik vann í kvöld góðan sigur á nágrönnum sínum frá Njarðvík. Lokatölur 80-73 fyrir Keflavík sem heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni. Njarðvík og Keflavík háðu enn eina baráttuna um Reykjanesbæ í Subway-deild kvenna í Ljónagryfjunni í kvöld. Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa aðeins hikstað í upphafi tímabils en Keflvíkingar aftur á móti spilað á fullu gasi og rúmlega það, voru 7-0 í deildinni fyrir leik kvöldsins. Heimakonur byrjuðu leikinn betur, tóku 5-0 syrpu á nokkrum sekúndum en þá kom 15-0 kafli frá gestunum og þar með var tónninn nokkrun veginn settur fyrir kvöldið. Njarðvíkingar voru að hitta afar illa framan af leik þrátt fyrir að fá ágætis færi til að koma boltanum ofan í körfuna. Skotnýtingin hjá þeim aðeins 27% í hálfleik, meðan Keflavík var að raða niður skotum fyrir utan, 10 þristar þar á bæ í 18 skotum, sem mörg hver voru galopin. Aliyah Collier var afar ólík sjálfri sér í þessum leik, þá sérstaklega í byrjun. Hún var aðeins með 6 stig í fyrri hálfleik og þar af aðeins eitt skot ofan í af gólfinu í sjö tilraunum. Hún var þó öllu líflegri í seinni hálfleik en náði ekki að klára leikinn vegna villuvandræða. Njarðvíkingar lentu í töluverðum einstaklingsbundnum villuvandræðum, en Kamilla Sól fór útaf í 2. leikhluta með fjórar villur, á aðeins tæpum sjö mínútum spiluðum. Á þeim tímapunkti var hún með villu meira en allt Keflavíkurliðið. Keflavík varð einnig fyrir blóðtöku í fyrri hálfleik, þegar Birna Valgerður lenti illa á ökklanum og spilaði ekki meira það sem eftir lifði leiks. Eygló Óskarsdóttir fyllti skarð hennar þó ágætlega, þá sérstaklega varnarlega. Hörður Axel þjálfari Keflavíkur sagði í viðtali eftir leik að við fyrstu sýn þá líti meiðsli Birnu ekki vel út, en hrósaði sömuleiðis Eygló fyrir sína innkomu í fjarveru Birnu. Njarðvíkingar mættu miklu ákveðnari til leiks í þriðja leikhluta og spiluðu vörn eins og þær eru þekktar fyrir. Smátt og smátt saxaðist á forskotið og Njarðvíkingar komust tveimur stigum yfir þegar skammt lifði leiks. Þá kom sannkallaður vendipunktur í leikinn þegar Collier fékk sína fimmtu villu, og tveir byrjunarliðsleikmenn þeirra farnar af velli fyrir hörkuspennandi lokamínútur. Sóknarleikur Njarðvíkur var ansi handahófskenndur undir lokin meðan að Keflvíkingar sýndu ró og yfirvegun og kláruðu leikinn af vítalínunni, lokatölur 73-80. Af hverju vann Keflavík? Þær hittu gríðarlega vel í fyrri hálfleik og stóðust svo áhlaup Njarðvíkur í þeim seinni. Þrátt fyrir að lenda undir héldu þær ró sinni, héldu áfram að spila sinn leik og setja stig á töfluna. Ef ég ætti spákúlu þætti mér þó áhugavert að spyrja hana hvernig leikurinn hefði endað ef Aliyah Collier hefði spilað síðustu mínúturnar! Hverjar stóðu upp úr? Daniela Morillo fór fyrir stigaskori gestanna með 23 stig. Bætti við 8 fráköstum og 5 stoðsendingum. Þá átti Anna Ingunn Svansdóttir virkilega góðan dag, setti 4 þrista í 7 skotum og endaði með 18 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var Raquel Laneiro stigahæst með 25 stig, en tapaði einnig 6 boltum, sem er tvöfalt meira en hún gaf af stoðsendingum í kvöld. Bríet Sif átti góða spretti og endaði með 17 stig og Aliyah Collier steig upp í seinni hálfleik, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk illa að hitta úr skotunum sínum, sem mörg hver voru galopin. Sömuleiðis gekk þeim ekki vel að finna hvar línan hjá dómurunum lá, en þær enduðu með 25 villur, á móti 16 hjá gestunum. Hvað gerist næst? Keflavík eru þá enn ósigraðar í deildinni, með fullt hús stiga og 8 sigra í farteskinu. Þær eiga leik næst heima gegn Breiðabliki. Njarðvík eru nú með 50% sigurhlutfall, 4/4 og eiga leik næst í Grindavík þann 9. nóvember, svo að það eru tveir Suðurnesjaslagir í röð á dagskrá hjá þeim. Rúnar Ingi: Við erum ennþá bara skrefinu á eftir og þurfum að halda áfram að æfa okkur Rúnar Ingi ErlingsssonVísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var ánægður með margt í leik sinna kvenna eftir tap gegn grönnum sínum í Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, en eins og hann benti réttilega á er erfitt að vinna körfuboltaleik þegar skotin eru ekki að detta. Fyrri hálfleikurinn var hans konum sérstaklega erfiður en Keflavík skoraði 15 stig í röð gegn engu eftir að Njarðvík komst 5-0 yfir. „Já það voru kaflar í fyrri hálfleik sem að við þurfum að gera töluvert betur. Það hjálpar ekki í körfu þegar þú hittir bara 20%. Þegar þú spilar á móti Keflavík, þær spila þannig vörn, það er mikil pressa og þær eru viltar og koma jafnvel 2-3 á boltamanninn, en við vorum samt alveg að fá opin skot. Þegar þau detta ekki þá getur þetta orðið þungt.“ „En ég bið leikmennina mína að hafa sjálfstraust og ég ætla ekki að fara að skamma þær fyrir að taka þessi galopnu skot. Þau bara féllu ekki þarna í hálfleik og þá myndast smá munur og við kannski bregðumst ekki vel við og förum að drífa okkur.“ Það var þó allt annar bragur á liði Njarðvíkur í seinni hálfleik, ekki síst varnarlega, þar sem þær skrúfuðu ákafann í vörninni upp í ellefu. „Mér fannst þetta allt annað í seinni hálfleik. Mér fannst við finna þessa lausn. Við erum með yfirburði finnst mér í ákveðnum leikstöðum þar sem við fórum og sóttum það. Svo þegar Keflavík gerði vel í að bregðast við því þá fundum við aðra lausn og fengum opin skot. En bara hörkuleikur, tvö góð lið og við erum ennþá bara skrefinu á eftir og þurfum að halda áfram að æfa okkur.“ Þessi stífi varnarleikur ól þó af sér töluvert margar villur. Kamilla Sól nældi sér í fjórar villur á tæpum 7 mínútum, og svo strax í þá fimmtu eftir að hún kom inn á aftur. Voru villuvandræðin að riðla leik liðsins í kvöld? „Róteringar miðað við hvað ég hafði hugsað mér fyrir leikinn voru ekki alveg eins og ég hafði planað, og það eru bara villuvandræði sem gera það að verkum. Kamilla, ég veit ekki hvað hún spilaði margar mínútur, greyið lenti illa í dómurunum. En það er bara eitthvað sem við stjórnum ekki og þurfum bara að einbeita okkur að því hvernig við vinnum körfuboltaleiki saman fimm í liði. Það er það sem við munum halda áfram að gera.“ „Hollt fyrir okkur líka að hafa þurft að klára leik gegn Keflavík án hennar“ Undir lok leiks fékk svo Aliyah Collier sínu 5. villu og Njarðvík þurftu að klára leikinn án leiðtoga síns, sem hafði afgerandi áhrif á leik liðsins. „Það kemur smá vendipunktur í leikinn þá. Mér fannst mómentið vera akkúrat með okkur þegar hún fær fimmtu villuna. Kannski erfitt að vera svo með Duncan og Robinson [fram- og miðherji San Antonio Spurs á gullaldarárum liðsins um síðustu aldamót. Innsk. blm] hérna inn á síðustu fimm mínúturnar. Mér fannst við ekki vera með alveg sama takt sóknarlega, sem er kannski alveg eðlilegt. Mögulega truflaði þetta okkur líka eitthvað andlega, mér fannst við svona smá missa trúna. Það skorti eldmóðinn undir lokin. En ég held að það sé hollt fyrir okkur að hafa lent í þessu. Við erum þá tilbúnar undir það næst.“ Collier átti ekki sinn mest afgerandi leik í kvöld sóknarlega, en Rúnar tók undir orð blaðamanns, að liðið hefði klárlega saknað hennar undir lokin þegar mest á reyndi. „Já og hennar nærveru. Hún er leiðtogi í okkar liði og tekur stelpurnar á bakið. Stjórnar liðsandanum inn á vellinum og var búin að eiga frábærar syrpur í seinni hálfleik. Hvort sem hún var að finna liðsfélagana, fagna og spýta orku inn í íþróttahúsið með líkamstjáningu, eða sýna hvað hún er góð sjálf. Frákastalega, hvernig hún les varnarleikinn, alltaf mætt í hjálparvörnina og gerði Keflvíkingunum mjög erfitt fyrir.“ „Við söknum hennar, klárt. Það er ástæða fyrir því að við vildum fá hana aftur og teljum hana vera einn besta leikmanninn í deildinni. Auðvitað söknuðum við hennar en að sama skapi hollt fyrir okkur líka að hafa þurft að klára leik gegn Keflavík án hennar því við viljum vera líka tilbúnar fyrir það. Ég myndi aldrei gera það viljandi en dómararnir gáfu mér það ókeypis í dag.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46
Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46