Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 15:41 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Vísir Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. Upptök málsins má rekja til máls palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Senda átti manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hann bæri ekki sjálfur ábyrgð á töfunum. Þegar dómur féll gaf Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins það út að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir allt að tvö hundruð manns sem senda átti úr landi í kórónveirufaraldrinum. Lögmannsstofa Helga er með mál um á þriðja tug manns sem falla undir þetta á sínu borði. Í kjölfar dómsins var endurupptökubeiðni send í málum þeirra allra; einnig var send sérstök beiðni um frestun á framkvæmd brottvísana í málunum. „En staðan er sú í dag að ekkert svar hefur borist frá stjórnvöldum hvað varðar þessar tvær beiðnir. En þrátt fyrir þetta virðist lögregla vera að leita uppi þessa umbjóðendur okkar, þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Og virðist vera að stefnan sé að flytja þá úr landi síðar í vikunni. Og það þrátt fyrir að niðurstaða sé handan við hornið í þessum málum,“ segir Helgi. Neyðarlegt fyrir ríkið Þetta séu óeðlilega harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda - og segist hann raunar aðeins hafa séð örfá dæmi um þetta i sínum skjólstæðingahópi frá upphafi. „Hér eru þrír að ég veit, en þetta er náttúrulega að þróast mjög hratt undanfarna daga, þegar komnir í gæsluvarðhald til fjölda daga. Þeir eru í fangelsi núna að bíða eftir flugfarinu. Og eins og einn þeirra, hann var sjálfur að tilkynna sig, sem er forsenda þess að þeir séu í húsnæði hjá Útlendingastofnun. Þannig að það var alveg vitað hvar þeir voru, annar þeirra var með bráðabirgðaatvinnuleyfi og var handtekinn í vinnunni,“ segir Helgi. „Mér finnst þetta frekar glannalegt af ríkinu þegar eru blikur á lofti að þeir muni fá efnismeðferð sinna mála. Þá er neyðarlegt fyrir ríkið að vera búið að framkvæma þessar ákvarðanir þegar ríkið var með alveg nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því að þetta færi á annan veg.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Upptök málsins má rekja til máls palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Senda átti manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hann bæri ekki sjálfur ábyrgð á töfunum. Þegar dómur féll gaf Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins það út að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir allt að tvö hundruð manns sem senda átti úr landi í kórónveirufaraldrinum. Lögmannsstofa Helga er með mál um á þriðja tug manns sem falla undir þetta á sínu borði. Í kjölfar dómsins var endurupptökubeiðni send í málum þeirra allra; einnig var send sérstök beiðni um frestun á framkvæmd brottvísana í málunum. „En staðan er sú í dag að ekkert svar hefur borist frá stjórnvöldum hvað varðar þessar tvær beiðnir. En þrátt fyrir þetta virðist lögregla vera að leita uppi þessa umbjóðendur okkar, þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Og virðist vera að stefnan sé að flytja þá úr landi síðar í vikunni. Og það þrátt fyrir að niðurstaða sé handan við hornið í þessum málum,“ segir Helgi. Neyðarlegt fyrir ríkið Þetta séu óeðlilega harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda - og segist hann raunar aðeins hafa séð örfá dæmi um þetta i sínum skjólstæðingahópi frá upphafi. „Hér eru þrír að ég veit, en þetta er náttúrulega að þróast mjög hratt undanfarna daga, þegar komnir í gæsluvarðhald til fjölda daga. Þeir eru í fangelsi núna að bíða eftir flugfarinu. Og eins og einn þeirra, hann var sjálfur að tilkynna sig, sem er forsenda þess að þeir séu í húsnæði hjá Útlendingastofnun. Þannig að það var alveg vitað hvar þeir voru, annar þeirra var með bráðabirgðaatvinnuleyfi og var handtekinn í vinnunni,“ segir Helgi. „Mér finnst þetta frekar glannalegt af ríkinu þegar eru blikur á lofti að þeir muni fá efnismeðferð sinna mála. Þá er neyðarlegt fyrir ríkið að vera búið að framkvæma þessar ákvarðanir þegar ríkið var með alveg nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því að þetta færi á annan veg.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21
Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30