„Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. nóvember 2022 17:33 Wilhelm og Ingibjörg eru tvö þeirra sem höfðuðu mál fyrir hönd Gráa hersins vegna skerðinga á réttindum Vísir/Egill Kona sem höfðaði mál geng íslenska ríkinu og Tryggingastofnun vegna skerðingar í almannatryggingakerfinu segir gífurlega óréttlátt hvernig komið er fram við eldri borgara. Hún ásamt félögum sínum í Gráa hernum tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag og íhugar nú að leita til Mannréttindadómsstóls Evrópu. Þrír félagar í Gráa hernum, sem er baráttuhópur eldri borgara, höfðuðu málin þar sem þeir töldu að Tryggingarstofnun ríkisins hefði verið óheimilt að lækka ellilífeyri þeirra og heimilisuppbót vegna greiðslna sem þeir fengu á sama tíma úr lífeyrissjóðum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af málinu fyrir um ári og nú í dag dæmdi Hæstiréttur að sá dómur skuli standa óraskaður. Ingibjörg Sverrisdóttir og Wilhelm Wessman eru tvö þeirra sem höfðuðu málin fyrir hönd Gráa hersins. Þau segja niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Þetta eru náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði vegna þess að við erum náttúrulega að berjast fyrir því að það sem við erum að leggja inn í lífeyrissjóðina að þetta komi okkur til viðbótar. Þetta eru nú ekki háar upphæðir sem er verið að skammta okkur frá Tryggingarstofnun og síðan er þetta að skerða það sem við erum búin að vera að ávaxta, í mínu tilfelli frá 1970. Þannig að við höldum þessari baráttu áfram. Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur,“ segir Ingibjörg. Wilhelm tekur í sama streng. „Skerðingarnar geta verið allt upp í 72%. Ég er eins og Ingibjörg búinn að greiða í lífeyrissjóð síðan 1968 og eins og þetta var kynnt þá var þetta kynnt sem viðbót við hérna það sem Tryggingarstofnun átti að greiða. Þannig að þetta var aldrei byggt upp til þess að Tryggingarstofnun gæti notið góðs af og lækkað sínar greiðslur,“ segir Wilhelm Wessman. Þau íhuga nú að leita með málin til Mannréttindadóms Evrópu. „Það er ekkert ólíklegt að þetta verði tekið út fyrir landsteinana,“ segir Wilhelm. Eldri borgarar Dómsmál Tengdar fréttir Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24 Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53 Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þrír félagar í Gráa hernum, sem er baráttuhópur eldri borgara, höfðuðu málin þar sem þeir töldu að Tryggingarstofnun ríkisins hefði verið óheimilt að lækka ellilífeyri þeirra og heimilisuppbót vegna greiðslna sem þeir fengu á sama tíma úr lífeyrissjóðum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af málinu fyrir um ári og nú í dag dæmdi Hæstiréttur að sá dómur skuli standa óraskaður. Ingibjörg Sverrisdóttir og Wilhelm Wessman eru tvö þeirra sem höfðuðu málin fyrir hönd Gráa hersins. Þau segja niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Þetta eru náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði vegna þess að við erum náttúrulega að berjast fyrir því að það sem við erum að leggja inn í lífeyrissjóðina að þetta komi okkur til viðbótar. Þetta eru nú ekki háar upphæðir sem er verið að skammta okkur frá Tryggingarstofnun og síðan er þetta að skerða það sem við erum búin að vera að ávaxta, í mínu tilfelli frá 1970. Þannig að við höldum þessari baráttu áfram. Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur,“ segir Ingibjörg. Wilhelm tekur í sama streng. „Skerðingarnar geta verið allt upp í 72%. Ég er eins og Ingibjörg búinn að greiða í lífeyrissjóð síðan 1968 og eins og þetta var kynnt þá var þetta kynnt sem viðbót við hérna það sem Tryggingarstofnun átti að greiða. Þannig að þetta var aldrei byggt upp til þess að Tryggingarstofnun gæti notið góðs af og lækkað sínar greiðslur,“ segir Wilhelm Wessman. Þau íhuga nú að leita með málin til Mannréttindadóms Evrópu. „Það er ekkert ólíklegt að þetta verði tekið út fyrir landsteinana,“ segir Wilhelm.
Eldri borgarar Dómsmál Tengdar fréttir Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24 Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53 Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36
Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24
Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53
Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48