Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2022 14:29 Úkraínskir hermenn á ferðinni í Kherson-héraði. Getty/Carl Court Einn af leppstjórum Rússa í Kherson-héraði í Úkraínu sagði í morgun að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu hörfa frá vesturbakka Dniproár og þar með Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Kirill Stremousov, umræddur leppstjóri, sagði í viðtali í morgun að Rússar myndu líklegast flýja á austurbakkann. Það var eftir að hann birti skilaboð á samfélagsmiðlinum Telegram, þar sem hann hvatti íbúa borgarinnar til að flýja. Í þeim skilaboðum sagði hann þó að að svo stöddu væru Rússar enn með fulla stjórn á aðstæðum. Það vakti þó athygli að Stremousov tók upp skilaboðin þar sem hann var staddur í bíl sem virtist fullur af farangri. Francis Scarr, blaðamaður BBC, vakti athygli á skilaboðum Stremousovs í morgun. In his latest video, Russian-installed Kherson official Kirill Stremousov urges all civilians to "evacuate", but insists that "at the moment everything is fully under control"So why does he appear to be in his car with all his belongings in the back? https://t.co/i3ejZtUqRj pic.twitter.com/0XUvrUZghO— Francis Scarr (@francis_scarr) November 3, 2022 Sergei Surovkin, herforingi sem fer nú með stjórn innrásarinnar í Úkraínu, sagði í sjónvarpsávarpi í síðasta mánuði að aðstæður væru erfiðar fyrir Rússa á vesturbakka Dniproár og gaf hann til kynna að undanhaldi væri líklegt í framtíðinni. Sjá einnig: Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Undanfarna daga hafa borist misvísandi fregnir af mögulegu undanhaldi Rússa frá svæðinu. Rússar eru sagðir hafa verið að flytja hermenn á brott en á sama tíma sent nýja hermenn á vesturbakkann auk hergagna og þar að auki eru Rússar sagðir hafa byggt upp varnir í kringum Kherson-borg. Því hafa líkur verið leiddar að því að Rússar hafi ekki ætlað sér að hörfa frá vesturbakkanum og hafi þess í stað verið að skipta út hermönnum á víglínunum. Úkraínumenn hófu í sumar gagnsókn gegn Rússum í Kherson en í aðdraganda hennar sendu Rússar sýnar reynslumestu herdeildir til héraðsins. Þar hafa þær herdeildir verið á víglínunum síðan og án mikillar hvíldar. Á þessum tíma hafa Úkraínumenn sprengt upp brýr yfir Dnipro og reynt að gera Rússum erfitt að koma birgðum og hergögnum til hersveita sinna á vesturbakkanum. Þannig hafa Úkraínumenn viljað þvinga Rússa til að hörfa í stað þess að þurfa að berjast um Kherson-borg, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Í morgun birtust svo myndir frá Kherson-borg sem sýndu að Rússar höfðu tekið niður rússneska fánann á toppi ráðhúss borgarinnar og í gær birtust myndir af meintu ráni Rússa á munum úr safni í Kherson. Íbúar birtu þar að auki myndbönd af varðstöð sem rússneskir hermenn voru sagðir hafa yfirgefið. Ukrainian civilians in Kherson riding on a bus film a checkpoint previously occupied by Russian troops and cheer when they realise it's now been abandoned. pic.twitter.com/AJCjj51doP— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) November 3, 2022 Úkraínumenn hafa lítið tjáð sig um fregnirnar í dag. Hingað til hafa þeir sagt að Rússar séu ekki líklegir til undanhalds. Talsmaður herafla Úkraínumanna í suðri sagði í viðtali við úkraínskan miðil í morgun að fólk ætti ekki að fagna of snemma. Mögulega væru Rússar að reyna að leggja gildru fyrir úkraínskar hersveitir. Natalya Gumenyuk sagði enn barist í Kherson-héraði. Ráðamenn á Vesturlöndum segja Rússa þegar hafa flutt leiðtoga herdeilda í Kherson til austurbakka Dnipro. Mjög óljóst ástand Michael Kofman, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins og var nýverið í Kherson-héraði að virða fyrir sér aðstæður og ræða við leiðtoga í úkraínska hernum, segir ástandið í héraðinu mjög óljóst. Rússar virðist hafa flutt hermenn frá vesturbakkanum á sama tíma og þeir hafa flutt mikið af kvaðmönnum (mönnum sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu) á víglínurnar í staðinn. Kofman segir bardaga þar erfiða fyrir Úkraínumenn og að Rússar virðist eiga nóg af skotfærum, þó birgðastaða þeirra sé ekki góð. Í röð tísta um stöðuna í Úkraínu segist hann telja að yfirmenn rússneska hersins hafi ákveðið að hörfa frá vesturbakkanum en þeir vilji gera það hægt og rólega til að forðast það að undanhald breytist í flótta, eins og gerðist nýverið í Kharkív-héraði. Á sama tíma vilji Rússar reyna að valda miklum skaða á úkraínskum hersveitum í Kherson. I think this is a fog of war issue right now, with contradictory indicators, but to me the preponderance of evidence points to a Russian decision to steadily retreat from the right river bank and avoid being cut off there, while also trying to exact a high cost. 5/— Michael Kofman (@KofmanMichael) November 3, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Kirill Stremousov, umræddur leppstjóri, sagði í viðtali í morgun að Rússar myndu líklegast flýja á austurbakkann. Það var eftir að hann birti skilaboð á samfélagsmiðlinum Telegram, þar sem hann hvatti íbúa borgarinnar til að flýja. Í þeim skilaboðum sagði hann þó að að svo stöddu væru Rússar enn með fulla stjórn á aðstæðum. Það vakti þó athygli að Stremousov tók upp skilaboðin þar sem hann var staddur í bíl sem virtist fullur af farangri. Francis Scarr, blaðamaður BBC, vakti athygli á skilaboðum Stremousovs í morgun. In his latest video, Russian-installed Kherson official Kirill Stremousov urges all civilians to "evacuate", but insists that "at the moment everything is fully under control"So why does he appear to be in his car with all his belongings in the back? https://t.co/i3ejZtUqRj pic.twitter.com/0XUvrUZghO— Francis Scarr (@francis_scarr) November 3, 2022 Sergei Surovkin, herforingi sem fer nú með stjórn innrásarinnar í Úkraínu, sagði í sjónvarpsávarpi í síðasta mánuði að aðstæður væru erfiðar fyrir Rússa á vesturbakka Dniproár og gaf hann til kynna að undanhaldi væri líklegt í framtíðinni. Sjá einnig: Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Undanfarna daga hafa borist misvísandi fregnir af mögulegu undanhaldi Rússa frá svæðinu. Rússar eru sagðir hafa verið að flytja hermenn á brott en á sama tíma sent nýja hermenn á vesturbakkann auk hergagna og þar að auki eru Rússar sagðir hafa byggt upp varnir í kringum Kherson-borg. Því hafa líkur verið leiddar að því að Rússar hafi ekki ætlað sér að hörfa frá vesturbakkanum og hafi þess í stað verið að skipta út hermönnum á víglínunum. Úkraínumenn hófu í sumar gagnsókn gegn Rússum í Kherson en í aðdraganda hennar sendu Rússar sýnar reynslumestu herdeildir til héraðsins. Þar hafa þær herdeildir verið á víglínunum síðan og án mikillar hvíldar. Á þessum tíma hafa Úkraínumenn sprengt upp brýr yfir Dnipro og reynt að gera Rússum erfitt að koma birgðum og hergögnum til hersveita sinna á vesturbakkanum. Þannig hafa Úkraínumenn viljað þvinga Rússa til að hörfa í stað þess að þurfa að berjast um Kherson-borg, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Í morgun birtust svo myndir frá Kherson-borg sem sýndu að Rússar höfðu tekið niður rússneska fánann á toppi ráðhúss borgarinnar og í gær birtust myndir af meintu ráni Rússa á munum úr safni í Kherson. Íbúar birtu þar að auki myndbönd af varðstöð sem rússneskir hermenn voru sagðir hafa yfirgefið. Ukrainian civilians in Kherson riding on a bus film a checkpoint previously occupied by Russian troops and cheer when they realise it's now been abandoned. pic.twitter.com/AJCjj51doP— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) November 3, 2022 Úkraínumenn hafa lítið tjáð sig um fregnirnar í dag. Hingað til hafa þeir sagt að Rússar séu ekki líklegir til undanhalds. Talsmaður herafla Úkraínumanna í suðri sagði í viðtali við úkraínskan miðil í morgun að fólk ætti ekki að fagna of snemma. Mögulega væru Rússar að reyna að leggja gildru fyrir úkraínskar hersveitir. Natalya Gumenyuk sagði enn barist í Kherson-héraði. Ráðamenn á Vesturlöndum segja Rússa þegar hafa flutt leiðtoga herdeilda í Kherson til austurbakka Dnipro. Mjög óljóst ástand Michael Kofman, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins og var nýverið í Kherson-héraði að virða fyrir sér aðstæður og ræða við leiðtoga í úkraínska hernum, segir ástandið í héraðinu mjög óljóst. Rússar virðist hafa flutt hermenn frá vesturbakkanum á sama tíma og þeir hafa flutt mikið af kvaðmönnum (mönnum sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu) á víglínurnar í staðinn. Kofman segir bardaga þar erfiða fyrir Úkraínumenn og að Rússar virðist eiga nóg af skotfærum, þó birgðastaða þeirra sé ekki góð. Í röð tísta um stöðuna í Úkraínu segist hann telja að yfirmenn rússneska hersins hafi ákveðið að hörfa frá vesturbakkanum en þeir vilji gera það hægt og rólega til að forðast það að undanhald breytist í flótta, eins og gerðist nýverið í Kharkív-héraði. Á sama tíma vilji Rússar reyna að valda miklum skaða á úkraínskum hersveitum í Kherson. I think this is a fog of war issue right now, with contradictory indicators, but to me the preponderance of evidence points to a Russian decision to steadily retreat from the right river bank and avoid being cut off there, while also trying to exact a high cost. 5/— Michael Kofman (@KofmanMichael) November 3, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. 26. október 2022 11:07
Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12
Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52