Lífið

Biðja fólk um að hætta að skilja eftir sokka fyrir Dobby

Elísabet Hanna skrifar
Sokkar á gröf Dobby geta valdið usla.
Sokkar á gröf Dobby geta valdið usla. Youtube/Wizarding World

Aðdáendur Harry Potter myndanna hafa vinsamlegast verið beðnir um að hætta að skilja eftir sokka við gröf húsálfsins Dobby af umhverfisfulltrúum í Whales. 

Líkt og aðdáendur Harry Potter ævintýrisins muna eflaust eftir lést skáldsagnapersónan, húsálfurinn Dobby, þegar hann var að bjarga þríeykinu Harry, Ron og Hermione. Það var hin illa Bellatrix Lestrange sem sá til þess í sjöundu myndinni um galdrastrákinn. 

Í myndinni er gröf hans sýnd í Pembrokeshire á Freshwater ströndinni í Whales en í dag stendur þar enn minnisvarði. Á honum stendur: „HÉR HVÍLIR DOBBY, FRJÁLS ÁLFUR.“ 

Umhverfishættan sem hefur myndast, samkvæmt Washington Post, er búin að vera vandamál í meira en tíu ár. Aðdáendur myndanna hvaðanæva úr heiminum hafa komið að minnisvarðanum og skilið eftir málaða steina, aðra hluti eða sokka. Sokkarnir virðast vera að valda mesta uslanum og gætu stofnað dýralífi á svæðinu í hættu.

Yfirvöld í Whales ætluðu að fjarlægja minnisvarðann en tóku ákvörðun í síðustu viku um það að leyfa honum að standa undir þeim skilyrðum að aðdáendur hætti að skilja eftir sokka og aðra hluti til heiðurs Dobby.

Í kvikmyndunum losnaði Dobby undan áralangri þjónustu við Malfoy fjölskylduna þegar Harry plataði Lucius Malfoy til þess að gefa álfinum flík, sokk. Með því að fá flík frá húsbóndanum varð Dobby frjáls álfur. Það er því sérstök tenging á milli skáldsagnapersónunnar og sokka.


Tengdar fréttir

„Við erum sálufélagar“

Harry Potter leikarinn Tom Felton opnaði sig um mótleikkonu sína Emmu Watson í nýju bókinni sinni Beyond the Wand. Emma skrifaði sjálf kafla í bókinni þar sem hún kallar leikarann sálufélaga sinn.

Robbie Coltrane er látinn

Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.