Enn streyma eldflaugarnar frá Kóreuskaganum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2022 16:45 AP/Shuji Kajiyama Minnst sex eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í dag og þar á meðal einni langdrægri. Það er í kjölfar þess að rúmum tuttugu eldflaugum var skotið á loft í gær. Mikil spenna er á svæðinu en hermenn frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa staðið í sameiginlegum æfingum sem ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiðir við. Ákveðið var í dag að lengja æfingarnar vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Frá Norður-Kóreu bárust þau skilaboð í dag að æfingarnar væru „mikil mistök“. Sérfræðingar segja Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vilja þvinga Bandaríkjamenn til að viðurkenna ríkið sem kjarnorkuríki og semja um niðurfellingu viðskiptaþvingana og refsiaðgerða gegn ríkinu. Eldflaugaskot Kóreumanna og meðfylgjandi eldflaugaþróun er brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn Kim Jong Un setti met í fyrra með því að skjóta tugum eldflauga á loft. Það met hefur ekki verið slegið á þessu ári en vísindamenn einræðisríkisins hafa skotið fjölmörgum eldflugum á loft frá því í september. Þar á meðal var eldflaugaskot sem sagt var vera æfing fyrir mögulega kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu og bandarísk skotmörk á svæðinu. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir líklegt að langdræga eldflaugin sem skotið var á loft í morgun hafi líklega bilað. Eldflaugin hafi líklega verið af gerðinni Hwasong-17 en hún flaug um 760 og náði mest 1.920 kílómetra hæð. Þegar mest var náði hún fimmtán földum hljóðhraða, samkvæmt herforingjaráði Suður-Kóreu. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Seinna stig eldflaugarinnar virðist þó hafa bilað en þetta var í sjöunda sinn sem langdrægri eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Kim sagði fyrr á árinu að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Mikil spenna er á svæðinu en hermenn frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa staðið í sameiginlegum æfingum sem ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiðir við. Ákveðið var í dag að lengja æfingarnar vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Frá Norður-Kóreu bárust þau skilaboð í dag að æfingarnar væru „mikil mistök“. Sérfræðingar segja Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vilja þvinga Bandaríkjamenn til að viðurkenna ríkið sem kjarnorkuríki og semja um niðurfellingu viðskiptaþvingana og refsiaðgerða gegn ríkinu. Eldflaugaskot Kóreumanna og meðfylgjandi eldflaugaþróun er brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn Kim Jong Un setti met í fyrra með því að skjóta tugum eldflauga á loft. Það met hefur ekki verið slegið á þessu ári en vísindamenn einræðisríkisins hafa skotið fjölmörgum eldflugum á loft frá því í september. Þar á meðal var eldflaugaskot sem sagt var vera æfing fyrir mögulega kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu og bandarísk skotmörk á svæðinu. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir líklegt að langdræga eldflaugin sem skotið var á loft í morgun hafi líklega bilað. Eldflaugin hafi líklega verið af gerðinni Hwasong-17 en hún flaug um 760 og náði mest 1.920 kílómetra hæð. Þegar mest var náði hún fimmtán földum hljóðhraða, samkvæmt herforingjaráði Suður-Kóreu. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Seinna stig eldflaugarinnar virðist þó hafa bilað en þetta var í sjöunda sinn sem langdrægri eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Kim sagði fyrr á árinu að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi.
Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13
Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13