Úrskurður Landsréttar féll í gær, miðvikudag. Landsréttur staðfestir þar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem Shpetim áfrýjaði en í dómnum kemur fram að Shpetim hafi verið sá eini sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu.
Sjá einnig: Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað
Fram kemur í úrskurði Landsréttar að hann muni áfrýja fangelsisdómi sínum til Hæstaréttar og lögmenn Murats Selivrad og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho hafa staðfest að þeirra mál muni fara sömu leið.
Shpetim er gefið að sök að hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðagerði og hinkrað þar eftir honum. Gaf Angjelin þá Shpetim merki um að sækja sig aftur. Óku þeir sem leið lá út úr bænum og norður í land þar sem Angjelin er sagður hafa losað sig við morðvopnið á leiðinni.
Með hliðsjón af alvarleika og eðli brotsins var þannig talið að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna þar til endanlegur dómur gengur í málinu.