Erlent

Á fimmtu milljón án rafmagns í Úkraínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rússar hafa einbeitt sér að því að eyðileggja orkuinnviði Úkraínu. 
Rússar hafa einbeitt sér að því að eyðileggja orkuinnviði Úkraínu.  Getty/Metin Aktas

Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að beita "orkuhryðjuverkum" í stríðsrekstri sínum í Úkraínu.

Það hafi þeir gert eftir að þeim fór að ganga illa á sjálfum vígvellinum. Selenski sagði í ávarpi sínu í nótt að fjórar og hálf milljón Úkraínumanna séu nú án rafmagns eftir víðtækar árásir Rússa á orkuinnviði landsins sem hafa staðið yfir síðustu vikur.

Þeir geta ekki sigrað okkur á vígvellinum og þá reyna þeir að brjóta almenning niður með þessum hætti í staðinn sagði Selenskí. Til þess hafa þeir bæði notað flugskeyti og dróna.

Annars er það af stríðinu að segja að sérfræðingar segja nú allt útlit fyrir að Rússneskir hermenn séu að undirbúa að hörfa frá borginni Kherson í suðurhluta landsins. Svo virðist sem þeir hafi ákveðið að flýja borgina í stað þess að reyna að verja hana og ætli þess í stað yfir Dnipro ánna og koma sér í varnarstöðu þar.


Tengdar fréttir

Rússar hættir við að hætta við

Rússar hættu í gær við að hætta við þátttöku í samningi sem náðst hafði um öruggan flutning kornvöru frá Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði í gær að Rússar hefðu verið fullvissaðir um að „kornhliðið“ yrði ekki notað til að gera árásir á rússneska flotann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×