Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 4. nóvember 2022 11:49 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir Sigríði Björk ríkislögreglustjóra hafa gert allt eftir bókinni þegar málið kom upp. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, þegar húsleit var gerð á heimili hans í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Undanfarna daga hafa vopnaviðskipti Guðjóns, sem er umsvifamikill vopnasali, verið til umfjöllunar. Minnst þrír menn hafa haldið því fram að hafa keypt hálfsjálfvirka riffla af Guðjóni og einn þeirra var sakfelldur fyrir eign ólöglega vopnsins í Landsrétti. Fram kemur í gögnum málins að lögreglumaðurinn sem sér um skráningu skotvopna á höfuðborgarsvæðinu hafi hvorki skoðað byssuna né óskað eftir upprunavottorði þegar hann skráði hana. Lögreglumaðurinn hafi þannig byggt skráninguna á vitnisburði Guðjóns um að byssan væri lögleg. Þá sagðist maðurinn hafa borgað 1,5 milljón fyrir byssuna í reiðufé en Guðjón sagðist hafa selt hana fyrir 700 þúsund. Hvorki kvittanir né reikningur voru til fyrir viðskiptunum. Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu en lögmenn hafa undanfarna daga furðað sig á að hann hafi ekki verið rannsakaður frekar og látinn hafa réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp í Reykjavík þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sagði sig frá málinu og rannsóknin flutt yfir til lögreglunnar á Vesturlandi. Lögreglan hefur verið sökuð um að hafa hlýft Guðjóni í málinu. „Ég hef engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér stað. Í þessu tilfelli sem kom upp þegar ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þá greindi hún frá tengslum sínum við ráðuneytið, hún sagði sig frá málinu og málið flutt til annars lögreglustjóraembættis,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Ljóst sé að breyta þurfi lögum um vopn. „Sú vinna stendur yfir, eins og ég hef boðað og ég geri ráð fyrir að henni ljúki jafnvel fyrir árslok. Þannig að það verði að sjá breytingar á vopnalöggjöfinni eftir áramót.“ Horfa má á viðtalið við Jón í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Tengdar fréttir Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, þegar húsleit var gerð á heimili hans í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Undanfarna daga hafa vopnaviðskipti Guðjóns, sem er umsvifamikill vopnasali, verið til umfjöllunar. Minnst þrír menn hafa haldið því fram að hafa keypt hálfsjálfvirka riffla af Guðjóni og einn þeirra var sakfelldur fyrir eign ólöglega vopnsins í Landsrétti. Fram kemur í gögnum málins að lögreglumaðurinn sem sér um skráningu skotvopna á höfuðborgarsvæðinu hafi hvorki skoðað byssuna né óskað eftir upprunavottorði þegar hann skráði hana. Lögreglumaðurinn hafi þannig byggt skráninguna á vitnisburði Guðjóns um að byssan væri lögleg. Þá sagðist maðurinn hafa borgað 1,5 milljón fyrir byssuna í reiðufé en Guðjón sagðist hafa selt hana fyrir 700 þúsund. Hvorki kvittanir né reikningur voru til fyrir viðskiptunum. Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu en lögmenn hafa undanfarna daga furðað sig á að hann hafi ekki verið rannsakaður frekar og látinn hafa réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp í Reykjavík þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sagði sig frá málinu og rannsóknin flutt yfir til lögreglunnar á Vesturlandi. Lögreglan hefur verið sökuð um að hafa hlýft Guðjóni í málinu. „Ég hef engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér stað. Í þessu tilfelli sem kom upp þegar ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þá greindi hún frá tengslum sínum við ráðuneytið, hún sagði sig frá málinu og málið flutt til annars lögreglustjóraembættis,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Ljóst sé að breyta þurfi lögum um vopn. „Sú vinna stendur yfir, eins og ég hef boðað og ég geri ráð fyrir að henni ljúki jafnvel fyrir árslok. Þannig að það verði að sjá breytingar á vopnalöggjöfinni eftir áramót.“ Horfa má á viðtalið við Jón í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Tengdar fréttir Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19
„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06
„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09