„Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 18:45 Bjarni Benediktsson fór yfir víðan völl í setningarræðu sinni í Laugardalshöll síðdegis í dag. Hann lagði meðal annars til þess að skattar yrðu lækkaðir og skaut því næst föstum skotum á Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á Samfylkinguna í setningarræðu sinni á landsfundi í Laugardalshöll. Hann sagði Samfylkinguna hafa áttað sig á því að aðild að Evrópusambandinu kæmi ekki til greina og virtist bjóða þeim, sem farið hafa í aðra flokka, aftur heim. „Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí,“ sagði Bjarni í setningarræðu sinni og uppskar við það lófaklapp samflokksmanna. Hann sagði fjárhagsstöðu Reykjavíkur með ólíkindum og gerði grín að fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum. Hægt er að hlusta á ræðu Bjarna í heild sinni hér að neðan. Umræða um Samfylkinguna hefst á mínútu 41:40. „Það er ekki lengra síðan í vor að borgarstjóri fullvissaði kjósendur um að fjármál borgarinnar væru ekki bara í lagi, heldur til fyrirmyndar. Það voru boðuð mörg og magnþrungin verkefni upp á tugi ef ekki hundruð milljarða. Nú eftir kosningar þá kemur eitthvað allt annað í ljós. Það má ekki á milli sjá hvor þeirra er meira hissa, Dagur B. Eggertsson eða Einar Þorsteinsson, báðir með hökuna alveg niður í gólfið.“ Hann gaf oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn nokkurn slaka og sagði hann sitja uppi með reikninginn, enda væri hann að koma föllnum meirihluta til bjargar. „Það var magnað, alveg magnað að heyra borgarstjóra tala um það dimmraddaðan að héðan í frá verði aðeins ráðið fólk hjá borginni ef það er nauðsynlegt. Hverjum öðrum en vinstrimönnunum í borgarstjórn gat dottið í hug árum saman að ráða í ónauðsynlegar stöður,“ sagði Bjarni við hlátur viðstaddra. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31 Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí,“ sagði Bjarni í setningarræðu sinni og uppskar við það lófaklapp samflokksmanna. Hann sagði fjárhagsstöðu Reykjavíkur með ólíkindum og gerði grín að fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum. Hægt er að hlusta á ræðu Bjarna í heild sinni hér að neðan. Umræða um Samfylkinguna hefst á mínútu 41:40. „Það er ekki lengra síðan í vor að borgarstjóri fullvissaði kjósendur um að fjármál borgarinnar væru ekki bara í lagi, heldur til fyrirmyndar. Það voru boðuð mörg og magnþrungin verkefni upp á tugi ef ekki hundruð milljarða. Nú eftir kosningar þá kemur eitthvað allt annað í ljós. Það má ekki á milli sjá hvor þeirra er meira hissa, Dagur B. Eggertsson eða Einar Þorsteinsson, báðir með hökuna alveg niður í gólfið.“ Hann gaf oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn nokkurn slaka og sagði hann sitja uppi með reikninginn, enda væri hann að koma föllnum meirihluta til bjargar. „Það var magnað, alveg magnað að heyra borgarstjóra tala um það dimmraddaðan að héðan í frá verði aðeins ráðið fólk hjá borginni ef það er nauðsynlegt. Hverjum öðrum en vinstrimönnunum í borgarstjórn gat dottið í hug árum saman að ráða í ónauðsynlegar stöður,“ sagði Bjarni við hlátur viðstaddra.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31 Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22
Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31
Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18