Ríkið sýknað á ný af milljónakröfu Sigurðar G. Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 22:19 Sigurður taldi að bæði ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri hafi virt skýringar hans á ráðstöfun söluandvirðis einkahlutafélagsins Dýrfisks ehf. að vettugi án viðhlítandi rannsóknar málsins. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið á ný í lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öðru leyti en um málskostnað og féll hann niður á báðum dómstigum. Sigurður hefur verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISA skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá kemur einnig fram í dóminum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattyfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Málskostnaður féll niður Landsréttur fór yfir ítarlega yfir meðferð skattrannsóknarstjóra og taldi ekki sýnt fram á að ályktanir skattrannsóknarstjóra hafi verið óforsvaranlegar eða rangar um úttektir Sigurðar á fjármunum sem tilheyrðu félaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf. Honum hafi verið gefið færi á að andmæla, eða leggja fram gögn sem til þess voru fallin að styðja andmælin. Sigurður andmælti og lagði fram gögn. Landsréttur taldi hins vegar ekki að gögnin hafi stutt staðhæfingar hans með þeim hætti að skattrannsóknarstjóra hafi borið að afla frekari gagna samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Niðurstaðan væri því sú að aðrar mótbárur og skýringar Sigurðar fyrir skattyfirvöldum hafi ekki kallað á frekari rannsókn eða gagnaöflun af þeirra hálfu. Gögn málsins bæru ekki annað með sér en að ríkisskattstjóri hafi tekið sjálfstæða afstöðu til atvika að fenginni niðurstöðu skattrannsóknarstjóra. Þar af leiðandi var ekki talinn að annmarki hafi verið á rannsókn skattyfirvalda sem leitt gæti til ógildingar úrskurðar ríkisskattstjóra. Var íslenska ríkið því sýknað í Landsrétti. Málskostnaður féll þó niður á báðum dómstigum en í héraðsdómi hafði Sigurður verið dæmdur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigurður hefur verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISA skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá kemur einnig fram í dóminum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattyfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Málskostnaður féll niður Landsréttur fór yfir ítarlega yfir meðferð skattrannsóknarstjóra og taldi ekki sýnt fram á að ályktanir skattrannsóknarstjóra hafi verið óforsvaranlegar eða rangar um úttektir Sigurðar á fjármunum sem tilheyrðu félaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf. Honum hafi verið gefið færi á að andmæla, eða leggja fram gögn sem til þess voru fallin að styðja andmælin. Sigurður andmælti og lagði fram gögn. Landsréttur taldi hins vegar ekki að gögnin hafi stutt staðhæfingar hans með þeim hætti að skattrannsóknarstjóra hafi borið að afla frekari gagna samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Niðurstaðan væri því sú að aðrar mótbárur og skýringar Sigurðar fyrir skattyfirvöldum hafi ekki kallað á frekari rannsókn eða gagnaöflun af þeirra hálfu. Gögn málsins bæru ekki annað með sér en að ríkisskattstjóri hafi tekið sjálfstæða afstöðu til atvika að fenginni niðurstöðu skattrannsóknarstjóra. Þar af leiðandi var ekki talinn að annmarki hafi verið á rannsókn skattyfirvalda sem leitt gæti til ógildingar úrskurðar ríkisskattstjóra. Var íslenska ríkið því sýknað í Landsrétti. Málskostnaður féll þó niður á báðum dómstigum en í héraðsdómi hafði Sigurður verið dæmdur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira