Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 12:19 Jóhannes Stefánsson segir niðurstöðu könnunarinnar benda til þess að brýnt sé að breyta leigubílakerfinu. Icelandair Group Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal
Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira