Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 12:22 Twitter hefur verið mikilvægur vettvangur áreiðanlegra upplýsinga um kosningar í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Með hópuppsögn gærdagsins er teymið sem vann að kosningamálum úr sögunni. AP/Gregory Bull Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og rúmlega þriðjungs sæta í öldungadeildinni á þriðjudag. Þá er kosið til fjölda ríkisstjóraembætta og flestra ríkisþinga. Starfsmenn stjórnmálaframboða og kjörstjórna óttast nú að ofbeldishótanir og lygar eigi eftir að fara sem eldur í sinu um Twitter eftir að Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri samfélagsmiðilsins, gekk milli bols og höfuðs á teyminu sem hefur kosningamál á sinni könnu í gær, að sögn Washington Post. Talið er að starfsfólki Twitter hafi verið fækkað um helming með hópuppsögninni. Teymið hefur unnið á móti fölskum áróðri, hótunum, bætt samhengi við misvísandi tíst og verið í sambandi við fréttamenn, embættismenn og starfsmenn framboða. Dagana fyrir kosninga hefur það verið í nær samfelldu samtali við fulltrúa stjórnmálaframboðanna. Fulltrúi annars flokkanna tveggja segir að það taki nú margar klukkustundir að ná sambandi við nokkurn hjá Twitter. Sumir sérfræðingar óttast að glundroðinn hjá Twitter gæti jafnvel torveldað lögreglu að hafa uppi á einstaklingum sem setji fram ofbeldishótanir á miðlinum. Yoel Roth, forstöðumaður öryggis og heilinda hjá Twitter og einn fárra stjórnenda sem héldu starfi sínu í hreinsununum, tísti í gærkvöldi um að kjarnaritstjórnartæki miðilsins væru enn virk. Deild hans hafi verið skorin niður um fimmtán prósent en ekki um helming eins og aðrar deildir. „Nú þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Bandaríkjunum er það enn aðalforgangsmál okkar aðgerðir í þágu heilinda kosninga, þar á meðal gegn skaðlegu upplýsingafalsi sem getur bælt niður kjörsókn og berjast gegn ríkisstyrktum upplýsingaherferðum,“ tísti Roth. Segir uppsagnirnar nauðsynlegar Fjölmiðlum hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá Twitter þar sem fjölda starfsmanna á upplýsingasviði miðilsins var sagt upp í gær. Einn þeirra sem breska ríkisútvarpið BBC náði tali af í gær hafði þá þegar fengið reisupassann. Musk varði uppsagnirnar og ritstjórn Twitter í gær. Ekki hafi verið um annað að velja í ljósi þess að fyrirtækið tapaði meira en fjórum milljónum dollara á dag. Hann kvartaði einnig undan því að „aðgerðarsinnar“ hefðu fælt auglýsendur frá miðlinum sem kostuðu hann tekjur. Áhyggjur auglýsenda af því að kaupa pláss á miðlinum dvínuðu þó ekki við að Musk virtist leggja sig fram um að svara og taka undir tíst frá bandarískum jaðarhægrimönnum. Virtist hann einnig hóta einhvers konar hefndaraðgerðum gegn fyrirtækjum sem hætta að auglýsa á Twitter. Ekki er víst að Musk sé búinn að bíta úr nálinni með uppsagnirnar þar sem þær kunna að hafa strítt gegn lögum í Kaliforníu og Írlandi um hópuppsagnir. Twitter Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og rúmlega þriðjungs sæta í öldungadeildinni á þriðjudag. Þá er kosið til fjölda ríkisstjóraembætta og flestra ríkisþinga. Starfsmenn stjórnmálaframboða og kjörstjórna óttast nú að ofbeldishótanir og lygar eigi eftir að fara sem eldur í sinu um Twitter eftir að Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri samfélagsmiðilsins, gekk milli bols og höfuðs á teyminu sem hefur kosningamál á sinni könnu í gær, að sögn Washington Post. Talið er að starfsfólki Twitter hafi verið fækkað um helming með hópuppsögninni. Teymið hefur unnið á móti fölskum áróðri, hótunum, bætt samhengi við misvísandi tíst og verið í sambandi við fréttamenn, embættismenn og starfsmenn framboða. Dagana fyrir kosninga hefur það verið í nær samfelldu samtali við fulltrúa stjórnmálaframboðanna. Fulltrúi annars flokkanna tveggja segir að það taki nú margar klukkustundir að ná sambandi við nokkurn hjá Twitter. Sumir sérfræðingar óttast að glundroðinn hjá Twitter gæti jafnvel torveldað lögreglu að hafa uppi á einstaklingum sem setji fram ofbeldishótanir á miðlinum. Yoel Roth, forstöðumaður öryggis og heilinda hjá Twitter og einn fárra stjórnenda sem héldu starfi sínu í hreinsununum, tísti í gærkvöldi um að kjarnaritstjórnartæki miðilsins væru enn virk. Deild hans hafi verið skorin niður um fimmtán prósent en ekki um helming eins og aðrar deildir. „Nú þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Bandaríkjunum er það enn aðalforgangsmál okkar aðgerðir í þágu heilinda kosninga, þar á meðal gegn skaðlegu upplýsingafalsi sem getur bælt niður kjörsókn og berjast gegn ríkisstyrktum upplýsingaherferðum,“ tísti Roth. Segir uppsagnirnar nauðsynlegar Fjölmiðlum hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá Twitter þar sem fjölda starfsmanna á upplýsingasviði miðilsins var sagt upp í gær. Einn þeirra sem breska ríkisútvarpið BBC náði tali af í gær hafði þá þegar fengið reisupassann. Musk varði uppsagnirnar og ritstjórn Twitter í gær. Ekki hafi verið um annað að velja í ljósi þess að fyrirtækið tapaði meira en fjórum milljónum dollara á dag. Hann kvartaði einnig undan því að „aðgerðarsinnar“ hefðu fælt auglýsendur frá miðlinum sem kostuðu hann tekjur. Áhyggjur auglýsenda af því að kaupa pláss á miðlinum dvínuðu þó ekki við að Musk virtist leggja sig fram um að svara og taka undir tíst frá bandarískum jaðarhægrimönnum. Virtist hann einnig hóta einhvers konar hefndaraðgerðum gegn fyrirtækjum sem hætta að auglýsa á Twitter. Ekki er víst að Musk sé búinn að bíta úr nálinni með uppsagnirnar þar sem þær kunna að hafa strítt gegn lögum í Kaliforníu og Írlandi um hópuppsagnir.
Twitter Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00
Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57