Fótbolti

Jón Daði skoraði sára­bóta­mark þegar Bol­ton féll úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mark Jóns Daða dugði ekki til.
Mark Jóns Daða dugði ekki til. Bolton

Bolton Wanderers er fallið úr FA bikarnum eftir 2-1 tap fyrir Barnsley á heimavelli. Jón Daði Böðvarsson skoraði mark Bolton í leiknum.

Bolton og Barnsley eru bæði í ensku C-deildinni svo það mátti reikna með hörkuleik í dag. Jón Daði byrjaði leikinn á bekknum og kom ekki inn á fyrr en Ian Evatt, þjálfari Bolton, gerði þrefalda skiptingu í síðari hálfleik þegar staðan var þegar orðin 2-0 Barnsley í vil.

Gestirnir komust yfir strax á 6. mínútu þegar Ricardo Santos varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Adam Phillips tvöfaldaði svo forystu gestanna eftir hálftíma. Staðan 2-0 Barnsley í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Jón Daði kom inn af bekknum eftir klukkustund og skoraði þegar tíu mínútur voru til leiksloka en það reyndist ekkert meira en sárabótarmark. Lokatölur 1-2 og Bolton fallið úr leik í ensku FA bikarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×