Tónlist

Aaron Car­ter látinn 34 ára

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Söngvarinn fannst látinn á heimili sínu í morgun.
Söngvarinn fannst látinn á heimili sínu í morgun. Getty Images/Gabe Ginsberg

Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi.

Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Carter hafi fundist látinn á heimili sínu í Lancaster í Kaliforníu í morgun. 

Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins barst lögreglu símtal um hádegisbil þar sem greint var frá því að karlmaður hafi drukknað í baðkarinu heima hjá sér. Aaron hafði lengi glímt við fíknivanda og andleg veikindi.

Frægðarsól Carter skein líklega hæst snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Hann fæddist árið 1987 í Flórída í Bandaríkjunum og var aðeins sjö ára gamall þegar tónlistarferill hans hófst. Hann varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og árin 2000-2005. Meðal frægustu laga Carter eru I'm All About You, I Want Candy og Sooner Or Later.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.