Hversu mörg ljós viltu slökkva herra borgarstjóri? Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 7. nóvember 2022 07:00 Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?” Frummælandi var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, en hann kynnti með glæsilegri glærusýningu þau húsnæðisverkefni sem eru í farvatninu. Af kynningu hans mátti ráða að húsnæðismál í Reykjavík væru í miklum blóma, svo miklum að sjaldan hefði annars eins sést. Tungutak borgarstjórans gat jafnvel höfðað til þeirra sem þrá einmitt meiri lífsgæði í borginni og betri kjör. Hann tók sér í munn mörg aðlaðandi hugtök líkt og “hagkvæmt”, “óhagnaðardrifið” og “félagslegt” húsnæði, sem hafa reyndar raungerst sem slík öfugmæli innan borgarmarkanna að annað önnur eins misnotkun á hugtökum hefur ekki sést í íslensku máli. Næstur á eftir borgarstjóranum á mælendaskrá var fyrrverandi borgarstjóri Helskinki, Jan Vapaavuoari. Vapaavuori sem er fyrrverandi ráðherra efnahagsmála í Finnlandi kemur úr stjórnmálahreyfingu sem hefur það meðal annars á stefnuskránni að einkavæða finnskt heilbrigðskerfi. Vapaavuori situr einnig í stjórn World Economic Forum (WEF) og er einn af helstu ráðgjöfum samtakana. Erindi hans á fundinum var að ræða mikilvægi þess að borgaryfirvöld settu sér heildstæða húsnæðisstefnu, tryggðu arðsemi og mikilvægi “public-private partnership” í uppbyggingu innviða, eða einkavæðingu eins og það heitir á íslensku. Finnland í sérflokki. Efnahags- og framfarastofnunin OECD sem hefur mælt stöðu húsnæðismála hjá aðildarríkjum sínum um árabil býr yfir umfangsmiklum greiningum um húsnæðiskostnað þ.á.m. frá Íslandi og Finnlandi. Ásamt því að mæla hagstærðir í aðildarríkjunum er markmið stofnunarinnar að hafa áhrif á stefnur ríkjanna þannig að þær leiði af sér meiri velferð, jafnrétti, jafnari tækifæri og auðlegð og þ.á.m. gæði húsnæðisstefnu. Gæði húsnæðisstefnu felast svo ekki síst í hversu aðgengilegt húsnæði er fyrir leigjendur og/eða láglaunahópa. Það markmið kemur kannski skýrast fram í frekar villandi fyrirsögn á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar “Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði.” Í nýlegri skýrslu frá OECD sem ber heitið Housing cost over income eða “húsnæðiskostnaður í hlutfalli við tekjur” sem nýlega kom út er dregin upp mynd af stöðu húsnæðiskostnaðar og launafólks í aðildarríkjunum. Í skýrslunni er sjónum beint að íþyngjandi húsnæðiskostnaði hjá þremur mismunandi hópum, þ.e. fasteignaeigendum, leigjendum á almennum markaði og leigjendum á félagslegum markaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er samkvæmt skilgreiningum OECD þegar hann fer yfir 40% af ráðstöfunartekjum heimila. Í niðurstöðum OECD kemur Finnland verst út af öllum aðildarríkjunum. 31% af öllum heimilum á leigumarkaði í Finnlandi bera íþyngjandi húsnæðiskostnað og um 14% fasteignaeigenda, en í þeirri mælingu er Ísland í fimmta sæti. Ef litið er til íþyngjandi húsnæðiskostnað láglaunahópa meðal leigjenda á félagslegum leigumarkaði er Ísland komið upp í 3ja sætið en Finnland vermir enn fyrsta sætið. Það virðist sem svo að einhverskonar sveltistefna sé rekin í húsnæðismálum í Finnlandi fyrst svona er komið. Finnar sem þó eru þekktir fyrir að útrýma heimilisleysi og þá staðreynd að sveitarfélögin eiga mikið af leiguhúsnæði á almennum markaði, sem rekin eru í gegnum sjálfstæð fyrirtæki. Árangur finna í húsnæðismálum í tíð Vapaavuori er því eftirtektarverður svo ekki sé dýpra í árinni tekið, en málum blandinn. “GAMMA” sjóður nælir í Vapaavuori. NREP sjóðurinn, (eins konar ofvaxinn GAMMA sjóður) stærsti fasteignasjóður Norðurlanda, tryggði sér nýlega starfskrafta Vapaavuori. Árangur sá sem í hans tíð sem gerði leigjendur að féþúfu fjárfesta og skapaði þeim versnandi lífskjör í Finnlandi virðist hafa áunnið honum svo mikla aðdáun frá yfirstjórn NREP að þeir gerðu hann að aðalráðgjafa sínum. Sérsvið Vapaavuori hjá sjóðnum eru einmitt fjárfestingar í húsnæði, hjúkrunarheimilum og öðrum innviðum. Sjóðurinn sem á húsnæði og innviði fyrir 17 milljarða evra setti nýlega met þegar hann safnaði 1.9 milljörðum evra fyrir næsta fjárfestingaáfanga sinn sem meðal annars eru húsnæðismarkaðir í Póllandi. Ætlar sjóðurinn að sér stóra hluti á pólskum leigumarkaði þó að einungis 15% heimila í Póllandi séu í leiguhúnsæði, því NREP telur að leigumarkaðurinn þar muni stækka ört á næstunni og vill hagnast á því. NREP sjóðurinn starfar á sama vettvangi og með álíka sniði og hinn alræmdi Blackstone sjóður sem hefur farið um sem svo mikil pest á evrópskum húsnæðismarkaði að nokkur ríki hafa þurft sérstaka lagasetningu til varnar honum. Hvar sem Blackstone hefur stungið niður hefur lífsgæðum leigjenda hrakað og húsaleiga hækkað óhóflega. NREP sjóðurinn sem nú fetar í fótspor Blackstone með uppkaupum á leiguhúsnæði um alla Evrópu sendir hinsvegar hinn vígreifa Vapaavuori reglulega útaf örkinni til að sannfæra borgaryfirvöld víða um þessi stef í borgarþróun og mikilvægi einkavæðingar. Hvort Vapaavuori reki erindi WEF eða NREP sjóðsins á ferð sinni hingað skal ósagt látið en að bjóða honum í ráðhúsið er annaðhvort ævintýralegt dómgreindarleysi eða mjög svo afhjúpandi um fyrirætlanir borgarstjórans og fylgilag hans. Það er ljóst að árangur Finna í húsnæðsimálum undanfarin ár er vægast sagt málum blandinn, en kannski er skýringuna á miklum vinsældum þeirra hjá stjórnmála- og fjármagnselítunni einmitt að finna í áðurnefndum greiningum OECD. Því það að velta kostnaðinum yfir á ungt fólk, fyrstu kaupendur og leigjendur á vegferð fjárfesta til einokunarstöðu á húsnæðismarkaði er sem söngur í þeirra eyrum. Þrátt fyrir að stjarna Vapaavuori kunni að vera einhverskonar leiðarljós fyrir reykvísk borgaryfirvöld í húsnæðismálum þá er hitt staðreynd að það hafa slokknað ljósin á mörgum heimilum í Finnlandi í hans tíð. Kannski að borgarstjórinn í Reykjavík hafi fundið sér fyrirmynd í Vapaavuori og vilji ólmur skríða þétt upp að honum í línuritum OECD og slökkva ljósin á fleiri reykvískum heimilum. Miðað við framgöngu hans og þjónustulund við fasteignafélögin á höfuðborgarsvæðinu þá er ekki ólíklegt að hann að hafi metnað til þess. Höfundur er formaður samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Leigumarkaður Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?” Frummælandi var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, en hann kynnti með glæsilegri glærusýningu þau húsnæðisverkefni sem eru í farvatninu. Af kynningu hans mátti ráða að húsnæðismál í Reykjavík væru í miklum blóma, svo miklum að sjaldan hefði annars eins sést. Tungutak borgarstjórans gat jafnvel höfðað til þeirra sem þrá einmitt meiri lífsgæði í borginni og betri kjör. Hann tók sér í munn mörg aðlaðandi hugtök líkt og “hagkvæmt”, “óhagnaðardrifið” og “félagslegt” húsnæði, sem hafa reyndar raungerst sem slík öfugmæli innan borgarmarkanna að annað önnur eins misnotkun á hugtökum hefur ekki sést í íslensku máli. Næstur á eftir borgarstjóranum á mælendaskrá var fyrrverandi borgarstjóri Helskinki, Jan Vapaavuoari. Vapaavuori sem er fyrrverandi ráðherra efnahagsmála í Finnlandi kemur úr stjórnmálahreyfingu sem hefur það meðal annars á stefnuskránni að einkavæða finnskt heilbrigðskerfi. Vapaavuori situr einnig í stjórn World Economic Forum (WEF) og er einn af helstu ráðgjöfum samtakana. Erindi hans á fundinum var að ræða mikilvægi þess að borgaryfirvöld settu sér heildstæða húsnæðisstefnu, tryggðu arðsemi og mikilvægi “public-private partnership” í uppbyggingu innviða, eða einkavæðingu eins og það heitir á íslensku. Finnland í sérflokki. Efnahags- og framfarastofnunin OECD sem hefur mælt stöðu húsnæðismála hjá aðildarríkjum sínum um árabil býr yfir umfangsmiklum greiningum um húsnæðiskostnað þ.á.m. frá Íslandi og Finnlandi. Ásamt því að mæla hagstærðir í aðildarríkjunum er markmið stofnunarinnar að hafa áhrif á stefnur ríkjanna þannig að þær leiði af sér meiri velferð, jafnrétti, jafnari tækifæri og auðlegð og þ.á.m. gæði húsnæðisstefnu. Gæði húsnæðisstefnu felast svo ekki síst í hversu aðgengilegt húsnæði er fyrir leigjendur og/eða láglaunahópa. Það markmið kemur kannski skýrast fram í frekar villandi fyrirsögn á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar “Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði.” Í nýlegri skýrslu frá OECD sem ber heitið Housing cost over income eða “húsnæðiskostnaður í hlutfalli við tekjur” sem nýlega kom út er dregin upp mynd af stöðu húsnæðiskostnaðar og launafólks í aðildarríkjunum. Í skýrslunni er sjónum beint að íþyngjandi húsnæðiskostnaði hjá þremur mismunandi hópum, þ.e. fasteignaeigendum, leigjendum á almennum markaði og leigjendum á félagslegum markaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er samkvæmt skilgreiningum OECD þegar hann fer yfir 40% af ráðstöfunartekjum heimila. Í niðurstöðum OECD kemur Finnland verst út af öllum aðildarríkjunum. 31% af öllum heimilum á leigumarkaði í Finnlandi bera íþyngjandi húsnæðiskostnað og um 14% fasteignaeigenda, en í þeirri mælingu er Ísland í fimmta sæti. Ef litið er til íþyngjandi húsnæðiskostnað láglaunahópa meðal leigjenda á félagslegum leigumarkaði er Ísland komið upp í 3ja sætið en Finnland vermir enn fyrsta sætið. Það virðist sem svo að einhverskonar sveltistefna sé rekin í húsnæðismálum í Finnlandi fyrst svona er komið. Finnar sem þó eru þekktir fyrir að útrýma heimilisleysi og þá staðreynd að sveitarfélögin eiga mikið af leiguhúsnæði á almennum markaði, sem rekin eru í gegnum sjálfstæð fyrirtæki. Árangur finna í húsnæðismálum í tíð Vapaavuori er því eftirtektarverður svo ekki sé dýpra í árinni tekið, en málum blandinn. “GAMMA” sjóður nælir í Vapaavuori. NREP sjóðurinn, (eins konar ofvaxinn GAMMA sjóður) stærsti fasteignasjóður Norðurlanda, tryggði sér nýlega starfskrafta Vapaavuori. Árangur sá sem í hans tíð sem gerði leigjendur að féþúfu fjárfesta og skapaði þeim versnandi lífskjör í Finnlandi virðist hafa áunnið honum svo mikla aðdáun frá yfirstjórn NREP að þeir gerðu hann að aðalráðgjafa sínum. Sérsvið Vapaavuori hjá sjóðnum eru einmitt fjárfestingar í húsnæði, hjúkrunarheimilum og öðrum innviðum. Sjóðurinn sem á húsnæði og innviði fyrir 17 milljarða evra setti nýlega met þegar hann safnaði 1.9 milljörðum evra fyrir næsta fjárfestingaáfanga sinn sem meðal annars eru húsnæðismarkaðir í Póllandi. Ætlar sjóðurinn að sér stóra hluti á pólskum leigumarkaði þó að einungis 15% heimila í Póllandi séu í leiguhúnsæði, því NREP telur að leigumarkaðurinn þar muni stækka ört á næstunni og vill hagnast á því. NREP sjóðurinn starfar á sama vettvangi og með álíka sniði og hinn alræmdi Blackstone sjóður sem hefur farið um sem svo mikil pest á evrópskum húsnæðismarkaði að nokkur ríki hafa þurft sérstaka lagasetningu til varnar honum. Hvar sem Blackstone hefur stungið niður hefur lífsgæðum leigjenda hrakað og húsaleiga hækkað óhóflega. NREP sjóðurinn sem nú fetar í fótspor Blackstone með uppkaupum á leiguhúsnæði um alla Evrópu sendir hinsvegar hinn vígreifa Vapaavuori reglulega útaf örkinni til að sannfæra borgaryfirvöld víða um þessi stef í borgarþróun og mikilvægi einkavæðingar. Hvort Vapaavuori reki erindi WEF eða NREP sjóðsins á ferð sinni hingað skal ósagt látið en að bjóða honum í ráðhúsið er annaðhvort ævintýralegt dómgreindarleysi eða mjög svo afhjúpandi um fyrirætlanir borgarstjórans og fylgilag hans. Það er ljóst að árangur Finna í húsnæðsimálum undanfarin ár er vægast sagt málum blandinn, en kannski er skýringuna á miklum vinsældum þeirra hjá stjórnmála- og fjármagnselítunni einmitt að finna í áðurnefndum greiningum OECD. Því það að velta kostnaðinum yfir á ungt fólk, fyrstu kaupendur og leigjendur á vegferð fjárfesta til einokunarstöðu á húsnæðismarkaði er sem söngur í þeirra eyrum. Þrátt fyrir að stjarna Vapaavuori kunni að vera einhverskonar leiðarljós fyrir reykvísk borgaryfirvöld í húsnæðismálum þá er hitt staðreynd að það hafa slokknað ljósin á mörgum heimilum í Finnlandi í hans tíð. Kannski að borgarstjórinn í Reykjavík hafi fundið sér fyrirmynd í Vapaavuori og vilji ólmur skríða þétt upp að honum í línuritum OECD og slökkva ljósin á fleiri reykvískum heimilum. Miðað við framgöngu hans og þjónustulund við fasteignafélögin á höfuðborgarsvæðinu þá er ekki ólíklegt að hann að hafi metnað til þess. Höfundur er formaður samtaka leigjenda á Íslandi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun