Bóluefni gegn kommúnisma og enga framsóknarmenn takk Bjarki Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2022 14:31 Bóluefni gegn kommúnisma var til sölu á landsfundarhófinu á laugardagskvöld. Tuttugu skilti með textanum „Enga Framsóknarmenn“ voru gerð og seldust þau öll. Skjáskot Hlaupskot merkt sem bóluefni gegn kommúnisma og skilti þar sem framsóknarmenn eru beðnir um að yfirgefa svæðið voru meðal þess sem selt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll um helgina. Uppboð ungra sjálfstæðismanna á fundinum sló rækilega í gegn. Á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardagskvöld var boðið upp á hlaupskot í stórum sprautum. Skotin voru merkt sem bóluefni gegn Communism-22. Þá stóð að algengar aukaverkanir væru timburmenn og kapítalískur þankagangur og í sumum tilvikum væri örvunarskammtur nauðsynlegur. „Einkenni Communism-22 eru meðal annars forræðishyggja, aukin skoðanatjáning á samfélagsmiðlinum Twitter og ítrekaðar tilraunir til að hafa vit fyrir öðru fólki,“ stóð einnig á sprautunni. Skotin voru gífurlega vinsæl um kvöldið, sem og allur varningur sem seldur var á fundinum. Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, var með sölubás þar sem flest allt sló í gegn. Sölubás Sambands ungra sjálfstæðismanna sló í gegn. „Við vorum að vinna með það að fólk gæti keypt allt í jólapakkann. Við vorum með sjálfstæðismerktan gjafapappír og alls konar í pakkann. Pelar, bækur, boli og ýmiskonar varning. Skilti sem stóð á engir framsóknarmenn seldist upp,“ segir Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS, í samtali við fréttastofu. Sambandið stóð einnig fyrir uppboði á hátíðarkvöldverði flokksins sem fram fór fyrir hófið. Sambandið hafði síðustu vikur sankað að sér hlutum frá ráðherrum flokksins. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Það var allt vinsælt. Það seldist allt. Þetta heppnaðist mjög vel og það var mjög vel tekið í þetta,“ segir Lísbet. Meðal þess sem var til sölu voru sokkar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hækjur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og skriðsundsnámskeið með Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk fái það sem það borgaði fyrir. Þórdís Kolbrún er auðvitað gömul sundkempa þannig hún ætti að geta kennt mönnum eitt og annað í skriðsundi,“ segir Lísbet. „Ágóðinn var á aðra milljón. Þetta fer í að efla starfið. Svo við getum boðið upp á viðburði og haldið vel utan um allt fólkið í SUS.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Grín og gaman Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardagskvöld var boðið upp á hlaupskot í stórum sprautum. Skotin voru merkt sem bóluefni gegn Communism-22. Þá stóð að algengar aukaverkanir væru timburmenn og kapítalískur þankagangur og í sumum tilvikum væri örvunarskammtur nauðsynlegur. „Einkenni Communism-22 eru meðal annars forræðishyggja, aukin skoðanatjáning á samfélagsmiðlinum Twitter og ítrekaðar tilraunir til að hafa vit fyrir öðru fólki,“ stóð einnig á sprautunni. Skotin voru gífurlega vinsæl um kvöldið, sem og allur varningur sem seldur var á fundinum. Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, var með sölubás þar sem flest allt sló í gegn. Sölubás Sambands ungra sjálfstæðismanna sló í gegn. „Við vorum að vinna með það að fólk gæti keypt allt í jólapakkann. Við vorum með sjálfstæðismerktan gjafapappír og alls konar í pakkann. Pelar, bækur, boli og ýmiskonar varning. Skilti sem stóð á engir framsóknarmenn seldist upp,“ segir Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS, í samtali við fréttastofu. Sambandið stóð einnig fyrir uppboði á hátíðarkvöldverði flokksins sem fram fór fyrir hófið. Sambandið hafði síðustu vikur sankað að sér hlutum frá ráðherrum flokksins. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Það var allt vinsælt. Það seldist allt. Þetta heppnaðist mjög vel og það var mjög vel tekið í þetta,“ segir Lísbet. Meðal þess sem var til sölu voru sokkar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hækjur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og skriðsundsnámskeið með Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk fái það sem það borgaði fyrir. Þórdís Kolbrún er auðvitað gömul sundkempa þannig hún ætti að geta kennt mönnum eitt og annað í skriðsundi,“ segir Lísbet. „Ágóðinn var á aðra milljón. Þetta fer í að efla starfið. Svo við getum boðið upp á viðburði og haldið vel utan um allt fólkið í SUS.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Grín og gaman Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira