Geitur, vatn og jarðhnetumauk langvinsælustu gjafirnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 14:33 Fjölmargar geitur hafa leynst í jólapökkum landsmanna síðustu árin Getty Flestir kannast við þann höfuðverk að reyna að finna gjöf fyrir fjölskyldumeðlimi eða ættingja sem eiga einhvern veginn allt og vantar ekki neitt. Sífellt fleiri leysa þann vanda með því að gefa gjafabréf fyrir lífsnauðsynlegum hjálpargögnum fyrir bágstödd börn í vanþróuðum ríkjum. Verkefnastjóri hjá UNICEF á Íslandi segir jólasöluna þeirra mikilvægasti tíma, enda séu Sannar gjafir orðnar ómissandi í jólapakkaflóði fjölmargra Íslendinga. Sigurður Mikael Jónsson er verkefnastjóri UNICEF á Íslandi. Aðspurður um vinsælustu gjafirnar á síðasta ári segir Sigurður það án nokkurs vafa vera nærringarríka jarðhnetumaukið sem geri kraftaverk í meðhöndlun vannærðra barna. Sigurður Mikael, verkefnastjóri hjá Unicef segir mesta þörf núna vera á næringarríku jarðhnetumauki og vatnshreinsitöflum. „Jarðhnetumaukið er hægt að fá í nokkrum útfærslum, hundrað pakka, fimmtíu, þrjátíu og meira að segja allt upp í fimm hundruð pakka. Á síðasta ári keyptu landsmenn rúmlega 212 þúsund pakka af næringarríku jarðhnetumauki á Sannargjafir.is. Til að setja þann fjölda í samhengi þá er talað um að alvarlega vannært barn þurfi um þrjá pakka á dag í þrjár vikur til að ná bata,“ segir Sigurður. Bólusendingargjafir og hlýir pakkar Önnur vinsæl gjöf hjá Unicef var svokölluð Bólusendingargjöf, sem var framlag í neyðarsöfnun COVAX-samstarfsins. Hver gjöf tryggði dreifingu á sex skömmtum af bóluefni við COVID-19 til efnaminni ríkja. Margir gáfu hlýjan pakka á síðasta ári.Unicef Hlýr pakki var einnig vinsæll, en hann inniheldur tvö sett af hlýjum vetrarfatnaði og fjögur teppi fyrir börn. Svo eru ýmsir bóluefnapakkar við alvarlegum sjúkdómum á borð við mænusótt, mislingum, barnaveiki, stífkrampa og kíghósta. Mest þörf á jarðhnetumauki og vatnshreinsitöflum Sigurður segir þær gjafir sem mesta þörfin sé á núna vera næringarríka jarðhnetumaukið og vatnshreinsitöflur, vegna skelfilegs næringarástands og vatnsskorts í fjölmörgum ríkjum Afríku. „Vatnhreinsitöflurnar eru gríðarsniðug lausn þar sem ein lítil tafla getur gert 5 lítra af sýktu og óhreinu vatni drykkjarhæft. Vinsæl gjöf hefur til dæmis verið pakki sem inniheldur 10.000 vatnshreinsitöflur sem hægt er að hreinsa 50 þúsund lítra af vatni með.“ Sigurður hvetur landsmenn til að kíkja á vef þeirra, sannargjafir.is. „Við erum reglulega að bæta við nýjum vörum eftir því sem þörf krefur og neyðin kallar á. Allt eru þetta þó gjafir sem nýtast og koma sér vel og það hefur aldrei verið auðveldara að gefa heimsins mikilvægustu jólagjöf.“ Gjöf sem sem gefur Gjöf sem gefur endurspeglar hin ýmsu verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar hér heima á Íslandi og á verkefnasvæðum þeirra erlendis. Nýjasta gjöfin sem gefur er inneignarkort. Sá sem gefur eða þiggur það gjafabréf tekur þátt í að aðstoða fjölskyldu sem býr við kröpp kjör á Íslandi um inneignarkort fyrir matvöru. Kristín Ólafsdóttir er er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Hún segir samtökin hafa aflað fjár til verkefna sinna með Gjöf sem gefur frá árinu 2006. „Við höfum tekið eftir því að eldra fólk sem hefur sjálft fengið þessa dýrmætu gjöf heldur, kemur til okkar til að kaupa gjafabréf til að gefa öðrum,“ segir Kristín. Hún segir líka algengt að yngra fólk biðja vini og ættingja að gefa sér slíkar gjafir við ýmis tilefni, svo sem við útskriftir og stórafmæli. Kristín Ólafsdóttir er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.Hjálparstarf kirkjunnar „Gjafabréf Hjálparstarfs kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fólk sem kaupir gjafabréf til að gefa vini eða ættingja gefur þannig bæði fallegt gjafabréf með góðri kveðju og táknræna gjöf sem er til marks um dýrmætan stuðning við hjálparstarf.“ Geitur og vatn vinsælast Fyrir jólin er hægt að kaupa gjafabréf sem kallast einfaldlega jólagjöf. Andvirði hennar fer til efnaminni foreldra svo fjölskyldan geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Kristín segir hinsvegar að vinsælustu gjafirnar séu geitur og vatn. „Andvirði þeirra renna til verkefna okkar með sárafátæki fólki í Úganda og í Eþíópíu,“ segir Kristín Ólafsdóttir. Hjálparstarf Jól Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Verkefnastjóri hjá UNICEF á Íslandi segir jólasöluna þeirra mikilvægasti tíma, enda séu Sannar gjafir orðnar ómissandi í jólapakkaflóði fjölmargra Íslendinga. Sigurður Mikael Jónsson er verkefnastjóri UNICEF á Íslandi. Aðspurður um vinsælustu gjafirnar á síðasta ári segir Sigurður það án nokkurs vafa vera nærringarríka jarðhnetumaukið sem geri kraftaverk í meðhöndlun vannærðra barna. Sigurður Mikael, verkefnastjóri hjá Unicef segir mesta þörf núna vera á næringarríku jarðhnetumauki og vatnshreinsitöflum. „Jarðhnetumaukið er hægt að fá í nokkrum útfærslum, hundrað pakka, fimmtíu, þrjátíu og meira að segja allt upp í fimm hundruð pakka. Á síðasta ári keyptu landsmenn rúmlega 212 þúsund pakka af næringarríku jarðhnetumauki á Sannargjafir.is. Til að setja þann fjölda í samhengi þá er talað um að alvarlega vannært barn þurfi um þrjá pakka á dag í þrjár vikur til að ná bata,“ segir Sigurður. Bólusendingargjafir og hlýir pakkar Önnur vinsæl gjöf hjá Unicef var svokölluð Bólusendingargjöf, sem var framlag í neyðarsöfnun COVAX-samstarfsins. Hver gjöf tryggði dreifingu á sex skömmtum af bóluefni við COVID-19 til efnaminni ríkja. Margir gáfu hlýjan pakka á síðasta ári.Unicef Hlýr pakki var einnig vinsæll, en hann inniheldur tvö sett af hlýjum vetrarfatnaði og fjögur teppi fyrir börn. Svo eru ýmsir bóluefnapakkar við alvarlegum sjúkdómum á borð við mænusótt, mislingum, barnaveiki, stífkrampa og kíghósta. Mest þörf á jarðhnetumauki og vatnshreinsitöflum Sigurður segir þær gjafir sem mesta þörfin sé á núna vera næringarríka jarðhnetumaukið og vatnshreinsitöflur, vegna skelfilegs næringarástands og vatnsskorts í fjölmörgum ríkjum Afríku. „Vatnhreinsitöflurnar eru gríðarsniðug lausn þar sem ein lítil tafla getur gert 5 lítra af sýktu og óhreinu vatni drykkjarhæft. Vinsæl gjöf hefur til dæmis verið pakki sem inniheldur 10.000 vatnshreinsitöflur sem hægt er að hreinsa 50 þúsund lítra af vatni með.“ Sigurður hvetur landsmenn til að kíkja á vef þeirra, sannargjafir.is. „Við erum reglulega að bæta við nýjum vörum eftir því sem þörf krefur og neyðin kallar á. Allt eru þetta þó gjafir sem nýtast og koma sér vel og það hefur aldrei verið auðveldara að gefa heimsins mikilvægustu jólagjöf.“ Gjöf sem sem gefur Gjöf sem gefur endurspeglar hin ýmsu verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar hér heima á Íslandi og á verkefnasvæðum þeirra erlendis. Nýjasta gjöfin sem gefur er inneignarkort. Sá sem gefur eða þiggur það gjafabréf tekur þátt í að aðstoða fjölskyldu sem býr við kröpp kjör á Íslandi um inneignarkort fyrir matvöru. Kristín Ólafsdóttir er er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Hún segir samtökin hafa aflað fjár til verkefna sinna með Gjöf sem gefur frá árinu 2006. „Við höfum tekið eftir því að eldra fólk sem hefur sjálft fengið þessa dýrmætu gjöf heldur, kemur til okkar til að kaupa gjafabréf til að gefa öðrum,“ segir Kristín. Hún segir líka algengt að yngra fólk biðja vini og ættingja að gefa sér slíkar gjafir við ýmis tilefni, svo sem við útskriftir og stórafmæli. Kristín Ólafsdóttir er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.Hjálparstarf kirkjunnar „Gjafabréf Hjálparstarfs kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fólk sem kaupir gjafabréf til að gefa vini eða ættingja gefur þannig bæði fallegt gjafabréf með góðri kveðju og táknræna gjöf sem er til marks um dýrmætan stuðning við hjálparstarf.“ Geitur og vatn vinsælast Fyrir jólin er hægt að kaupa gjafabréf sem kallast einfaldlega jólagjöf. Andvirði hennar fer til efnaminni foreldra svo fjölskyldan geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Kristín segir hinsvegar að vinsælustu gjafirnar séu geitur og vatn. „Andvirði þeirra renna til verkefna okkar með sárafátæki fólki í Úganda og í Eþíópíu,“ segir Kristín Ólafsdóttir.
Hjálparstarf Jól Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira