Innlent

Logi kjörinn þing­flokks­for­maður Sam­fylkingarinnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Logi Einarsson er nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm

Logi Einarsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Logi tekur við af Helgu Völu Helgadóttur sem hefur gegnt stöðunni frá því að kosið var til Alþingis í september á síðasta ári. 

Logi er nýhættur sem formaður flokksins en Kristrún Frostadóttir tók við af honum á landsfundi sem fram fór í lok október. Logi gaf ekki kost á sér en hann hafði verið formaður síðan árið 2016.

Vísir greindi frá því á föstudaginn að Kristrún ætlaði að skipta Helgu út fyrir Loga. Hvorki hún né Helga Vala vildu tjá sig um málið þá. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu vildi Kristrún fá Loga í embættið til að hafa þungvigtarmann fyrir norðan sem formann þingflokks. Hún sjálf er þingmaður í Reykjavík líkt og Helga Vala.

Logi var kjörinn á fundi þingflokks Samfylkingarinnar í dag. Einnig var Þórunn Sveinbjarnardóttir kjörin varaformaður þingflokks og Jóhann Páll Jóhannsson ritari þingflokkksins. 

„Ég er þakklátur fyrir traustið og mun gera mitt besta við að leggja nýrri forystu í Samfylkingunni lið. Það eru spennandi tímar framundan,“ er haft eftir Loga í tilkynningu. 


Tengdar fréttir

„Við ætlum að breyta samfélaginu“

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld þegar Kristrún Frostadóttir var lýst nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún var ein í framboði en rúmlega 94 prósent fundarmanna greiddu henni atkvæði.

Munaði einungis tveimur at­kvæðum

Kristrún Frostadóttir hlaut 94,59 prósent atkvæða er hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Jón Grétar Þórsson hlaut 139 atkvæði í kosningu til gjaldkera flokksins en Stein Olav Romslo 137 atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×