Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 19:20 Sævar Þór Jónsson, lögmaður, segir hrossin sem umbjóðandi hans á ekki hafa verið vannærð eða vanrækt. Vísir/Arnar Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. Meint dýraníð í Borgarfirði hefur verið til mikillar umfjöllunar í haust en málið hófst í ágúst þegar sveitungar vöktu athygli á málinu. Umsjáraðilum hrossanna var gert af Matvælastofnun að hleypa hrossunum út á beit í haust en þau höfðu þá verið innilokuð um langt skeið. Þeim var þá gert að fóðra hrossin samhliða en sinntu því ekki sem skildi samkvæmt MAST og þau svipt vörslu yfir hrossunum. Þrettán hross í umsjá fólksins voru felld í kjölfarið og síðan hefur sauðfé verið fjarlægt af sama bæ og MAST með illa haldna nautgripi á bænum í eftirliti. Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, hefur komið að ræktun hrossanna og umsjá þeirra ásamt dóttur sinni og bónda í Borgarfirði. Þær mæðgur voru jafnframt varaþingmenn Flokks fólksins en sögðu af sér varaþingmennsku vegna málsins. „Við höfum sent inn bréf til MAST þar sem við erum að kvarta yfir hvernig farið er að málinu af þeirra hendi,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður Þórunnar. Skortur hafi verið á upplýsingagjöf á vegum MAST til Þórunnar. Hvað eruð þið ósátt með? „Við erum ósátt með það, hvað varðar minn umbjóðanda, að hún hafi ekki fengið vitneskju eða upplýsingar um stöðu málsins, þegar kemur að því að taka dýrin,“ segir Sævar. „Þarna voru hross sem hún átti og taldi að væru alla vega í góðum holdum og taldi ekki þörf á þessum aðgerðum.“ Málið verði að leysa. „Mínum umbjóðanda er umhugað um það að hún fái dýrin til baka og henni finnst framgangan í þessu máli hafa farið úr hófi.“ Dýraníð í Borgarfirði Dýr Hestar Borgarbyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Meint dýraníð í Borgarfirði hefur verið til mikillar umfjöllunar í haust en málið hófst í ágúst þegar sveitungar vöktu athygli á málinu. Umsjáraðilum hrossanna var gert af Matvælastofnun að hleypa hrossunum út á beit í haust en þau höfðu þá verið innilokuð um langt skeið. Þeim var þá gert að fóðra hrossin samhliða en sinntu því ekki sem skildi samkvæmt MAST og þau svipt vörslu yfir hrossunum. Þrettán hross í umsjá fólksins voru felld í kjölfarið og síðan hefur sauðfé verið fjarlægt af sama bæ og MAST með illa haldna nautgripi á bænum í eftirliti. Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, hefur komið að ræktun hrossanna og umsjá þeirra ásamt dóttur sinni og bónda í Borgarfirði. Þær mæðgur voru jafnframt varaþingmenn Flokks fólksins en sögðu af sér varaþingmennsku vegna málsins. „Við höfum sent inn bréf til MAST þar sem við erum að kvarta yfir hvernig farið er að málinu af þeirra hendi,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður Þórunnar. Skortur hafi verið á upplýsingagjöf á vegum MAST til Þórunnar. Hvað eruð þið ósátt með? „Við erum ósátt með það, hvað varðar minn umbjóðanda, að hún hafi ekki fengið vitneskju eða upplýsingar um stöðu málsins, þegar kemur að því að taka dýrin,“ segir Sævar. „Þarna voru hross sem hún átti og taldi að væru alla vega í góðum holdum og taldi ekki þörf á þessum aðgerðum.“ Málið verði að leysa. „Mínum umbjóðanda er umhugað um það að hún fái dýrin til baka og henni finnst framgangan í þessu máli hafa farið úr hófi.“
Dýraníð í Borgarfirði Dýr Hestar Borgarbyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28